Bandaríkin

Fréttamynd

Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina

Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínu­menn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“

Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði sér að ráða Trump af dögum

Karlmaður sem var handtekinn við golfvöll Donalds Trump fyrr í þessum mánuði skrifaði skilaboð til vinar síns um að hann ætlaði sér að myrða fyrrverandi forsetann. Þá hélt hann lista yfir viðburði þar sem Trump yrði viðstaddur.

Erlent
Fréttamynd

Selenskíj heim­sótti lykil­ríki og þakkaði fyrir vopnin

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt

Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu.

Erlent
Fréttamynd

Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eigin­mann sinn

Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína.

Erlent
Fréttamynd

Skorar á Trump í aðrar kapp­ræður

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í komandi kosningum í Bandaríkjunum, samþykkti boð sjónvarpsstöðvarinnar CNN um þátttöku í kappræðum á þeirra vegum og skoraði á Donald Trump mótframbjóðanda sinn að mæta sér.

Erlent
Fréttamynd

Diddy á sjálfsvígsvakt

Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Senda svifsprengjur fyrir F-16

Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda Úkraínumönnum nýjar svifsprengjur sem hægt er að varpa með F-16 orrustuþotum, sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Enn er verið að leggja lokahönd á næsta hergagnapakka sem Bandaríkjamenn ætla að senda en hann á að vera metinn á um 375 milljónir dala.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar á­hyggju­fullir vegna „svarta nasistans“

Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafa áhyggjur af því að þeir muni tapa öllum þeim árangri sem náðst hafi í ríkinu á undanförnum árum og að framboð hans muni koma niður á flokknum í komandi forsetakosningum. Er það vegna Mark Robinson, frambjóðenda þeirra til embættis ríkisstjóra en hann var nýverið sakaður um að hafa látið falla mjög svo umdeild ummæli á spjallborði klámsíðu.

Erlent
Fréttamynd

Felldu einn af leið­togum Hezbollah

Ísraelar gerðu í dag loftárás á fjölbýlishús í úthverfi Beirút en árásin er sögð beinast gegn háttsettum leiðtoga Hezbollah-samtakanna. Nokkrar sprengjur eru sagðar hafa lent á húsinu, sem varð fyrir miklum skemmdum.

Erlent
Fréttamynd

Fógeti skaut dómara

Fógeti strjálbýllar sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum skaut í gær dómara til bana. Fógetinn er sagður hafa gengið inn í klefa dómarans um miðjan dag í gær og skotið hann nokkrum sinnum eftir rifrildi. Skömmu síðar gaf fógetinn sig fram til lögreglu og var handtekinn.

Erlent