Bandaríkin

Fréttamynd

„Stóra fal­lega frum­varpið“ hans Trump

Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti.

Skoðun
Fréttamynd

Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund sem sýnt var frá í beinni útsendingu. Þar sagðist hann meðal annars hafa rétt, sem forseti, til að gera hvað sem hann vildi en ítrekaði að hann væri ekki einræðisherra.

Erlent
Fréttamynd

Opnar sig eftir hand­tökuna

Það vakti gríðarlega athygli þegar rapparinn Lil Nas X var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um handtökuna í gær á Instagram síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta í raun stað­festir það sem að flestir bjuggust við“

Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Tilraunaskotið heppnaðist loksins

Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Stefna Open AI vegna sjálfs­vígs sonarins

Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi.

Erlent
Fréttamynd

Kallar banda­rískan erind­reka á teppið vegna Græn­landsmála

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi.

Erlent
Fréttamynd

Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina

Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur stefnt dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Formaður nefndarinnar, James Comer, vill þannig koma höndum yfir „öll skjöl eða gögn“ sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum.

Erlent
Fréttamynd

Lil Nas X laus gegn tryggingu

Bandaríska rapparanum Lil Nas X hefur verið sleppt úr fangelsi gegn 75 þúsund dala tryggingu sem samsvarar rúmlega níu milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Trump gerir að­för að stjórn Seðla­bankans

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að reka Lisu Cook, einn stjórnarmanna Seðlabanka Bandaríkjanna. Sérfræðingar efast um að ákvörðun Trump standist lög og Cook hyggst bera málið undir dómstóla.

Erlent
Fréttamynd

Lil Nas X á­kærður fyrir brot á alríkislögum

Bandaríski rapparinn Lil Nas X hefur verið ákærður fyrir fjögur brot á alríkislögum. Hann var handtekinn fyrir helgi á meðan hann ráfaði um götur Los Angeles-borgar á nærfötunum og í kúrekastígvélum.

Lífið
Fréttamynd

Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda

Kilmar Abrego Garcia, sem var ranglega sendur frá Bandaríkjunum í alræmt fangelsi í El Salvador fyrr á árinu, hefur verið handsamaður á nýjan leik og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til Úganda.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að senda herinn til Baltimore

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði því um helgina að senda hermenn til borgarinnar Baltimore og er einnig unnið að því að senda hermenn mögulega til Chicago. Hann sagði borgina stjórnlaust glæpabæli en það var eftir að Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, bauð honum í heimsókn til Baltimore og sagði þá geta gengið um götur borgarinnar og rætt saman.

Erlent
Fréttamynd

El Mayo sagður ætla að játa sekt

Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada.

Erlent
Fréttamynd

Sopranos-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Jerry Adler, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Herman „Hesh“ Rabkin í þáttunum The Sopranos, er látinn. Hann varð 96 ára.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tíunda skotið klikkaði

Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt.  Af henni varð ekki.

Erlent
Fréttamynd

Eyðir af­mælis­degi dótturinnar í fasteignadeilur

Tónlistarkonan Katy Perry mun bera vitni frammi fyrir dómara á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar í tengslum við fasteignadeilur í Santa Barbara sem ná fimm ár aftur í tímann. Fyrir tíu árum átti Perry í deilum við hóp nunna vegna kaupa á nunnuklaustri.

Lífið
Fréttamynd

„For­setinn var aldrei ó­við­eig­andi við neinn“

Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamaður og samverkakona Jeffrey Epstein, segist aldrei hafa séð Donald Trump hegða sér ósæmilega og segir Epstein-skjölin ekki til. Þetta kemur fram í afriti sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti af viðtali sem var tekið við Maxwell í júli.

Erlent
Fréttamynd

„Versti tíminn, allra versti tíminn“

Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Pósturinn hættir að senda til Banda­ríkjanna: Geti ekki sett fimm­tán prósenta toll á allt

Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerðu hús­leit á heimili fyrr­verandi þjóðaröryggis­ráðgjafa Trump

Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meðferð leynilegra skjala. Trump hefur notað völd sín til þess að ná sér niðri á gagnrýnendum eins og Bolton eftir að hann tók aftur við sem forseti.

Erlent