Bandaríkin

Fréttamynd

Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi

Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears lýsir undarlegri hegðun söngkonunnar í nýútkominni ævisögu sinni og segir hana vera tifandi tímasprengju. Talsmaður Spears segir hann reyna að hagnast á stjörnunni nú þegar meðlagsgreiðslurnar berast ekki lengur frá henni.

Lífið
Fréttamynd

Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“

Stjórn Ungra Repúblikana í Bandaríkjunum kallaði í gær eftir því að margir af leiðtogum samtakanna á landsvísu stigju til hliðar. Það var eftir að samskipti þeirra á Telegram rötuðu í hendur blaðamanna, sem sögðu frá því að umræddir leiðtogar hefðu ítrekað lýst yfir aðdáun á Hitler, lofað þrælahald og talað með mjög neikvæðum hætti um konur, litað fólk og aðra.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur hafnar Alex Jones

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar.

Erlent
Fréttamynd

D'Angelo er látinn

Tónlistarmaðurinn Michael Eugene Archer, betur þekktur sem D'Angelo, er látinn, 51 árs að aldri, eftir baráttu við briskrabbamein. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar.

Lífið
Fréttamynd

„Auð­vitað er hann vel­kominn hingað til Ís­lands“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund.

Innlent
Fréttamynd

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Aftur heppnast geimskot Starship

Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Hegseth í stríði við blaða­menn

Leiðtogar stærstu fréttastofa Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra fjölmiðla hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja nýjar reglur varnarmálaráðuneytisins um blaðamenn. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga.

Erlent
Fréttamynd

Stórir skellir geri ekki boð á undan sér

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kín­verjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana

Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minnist náins kollega og elsk­huga

Leikstjórinn Woody Allen hefur skrifað fallega minningargrein um leikkonuna Diane Keaton, sem lést um helgina, en þau unnu náið saman að átta kvikmyndum. Allen segir Keaton hafa verið ólíka nokkrum öðrum sem plánetan jörð hefur kynnst.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Hafið engar á­hyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði tilraun til að stappa í Bandaríkjamenn stálinu andspænis yfirvofandi stigmögnun tollastríðs síns við Kína. Í gær hótaði hann hundrað prósent tollum á kínverskar og segir viðbrögð Xi Jinping forseta Kína stafa af því að hann hafi átt slæman dag.

Erlent
Fréttamynd

Funda um friðar­sátt­mála í Egypta­landi á mánu­dag

Leiðtogar tuttugu ríkja, þeirra á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti, Abdel Fattah el-Sisi Egyptlandsforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, munu koma saman í strandbænum Sharm El-Sheikh við Rauðahafið til að ræða það hvernig megi binda enda á stríðið á Gasaströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Biden í geisla­með­ferð við krabba­meini

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur hafið geislameðferð við blöðruhálskrabbameini. Meinið fannst í maí síðastliðnum en krabbamein í blöðruhálsi er gríðarlega algengt meðal karla yfir áttræðu.

Innlent
Fréttamynd

Hafa frest til mánu­dags til að sleppa gíslunum

Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 

Erlent
Fréttamynd

Raf­myntir hrynja í verði eftir tolla­hótanir

Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kvöld að hundrað prósent tollar yrðu lagðar á allar vörur frá Kína. Þessi hundrað prósent sagði hann bætast við þá tolla sem innflytjendur borga þegar fyrir kínverskar vörur. Tilkynningin markar enn aðra stigmögnunina í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína.

Erlent
Fréttamynd

Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar

Tónlistartímaritið Rolling Stone hefur tekið saman lista yfir 250 bestu lög 21. aldarinnar. Eins og við mátti búast er listinn ekki óumdeildur og trónir sömuleiðis nokkuð óvænt lag á toppnum.

Tónlist
Fréttamynd

Hótar að beita Hamas hörðu af­vopnist sam­tökin ekki

Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun.

Erlent