Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. Innlent 12.1.2026 13:09 Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar. Innlent 11.1.2026 12:20 Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6.1.2026 14:29 Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag. Innlent 9.12.2025 13:48 Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18.11.2025 17:23 „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að aðildarríki Evrópusambandsins hafi samþykkt tillögu um verndartolla á innflutt kísiljárn á fundi í morgun. Hún hafi frestað undirritun varnarmálayfirlýsingar Íslands og ESB vegna málsins. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:17 Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Innlent 22.9.2025 16:02 „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Innlent 20.9.2025 14:45 Viðreisn lætur verkin tala Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið. Skoðun 20.9.2025 12:02 „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Tæplega ársgamalt hlaðvarpsviðtal við Kristrúnu Frostadóttur, þar sem hún segir ekki tímabært að fara í „þá vegferð“ að ganga í Evrópusambandið, fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar. Innlent 31.7.2025 13:02 Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Innlent 21.7.2025 14:02 Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Innlent 18.7.2025 19:01 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Innlent 17.7.2025 17:40 Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. Innlent 17.7.2025 15:11 „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma. Innlent 9.4.2025 20:12 „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. Innlent 7.3.2025 12:29 Staðan sé betri í dag en í fyrradag Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands. Innlent 3.3.2025 19:07 Tímamót Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Skoðun 22.12.2024 08:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. Innlent 21.12.2024 15:53
Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. Innlent 12.1.2026 13:09
Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar. Innlent 11.1.2026 12:20
Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6.1.2026 14:29
Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag. Innlent 9.12.2025 13:48
Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18.11.2025 17:23
„Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að aðildarríki Evrópusambandsins hafi samþykkt tillögu um verndartolla á innflutt kísiljárn á fundi í morgun. Hún hafi frestað undirritun varnarmálayfirlýsingar Íslands og ESB vegna málsins. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:17
Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Innlent 22.9.2025 16:02
„Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Innlent 20.9.2025 14:45
Viðreisn lætur verkin tala Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið. Skoðun 20.9.2025 12:02
„Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Tæplega ársgamalt hlaðvarpsviðtal við Kristrúnu Frostadóttur, þar sem hún segir ekki tímabært að fara í „þá vegferð“ að ganga í Evrópusambandið, fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar. Innlent 31.7.2025 13:02
Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Innlent 21.7.2025 14:02
Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Innlent 18.7.2025 19:01
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Innlent 17.7.2025 17:40
Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. Innlent 17.7.2025 15:11
„Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma. Innlent 9.4.2025 20:12
„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. Innlent 7.3.2025 12:29
Staðan sé betri í dag en í fyrradag Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands. Innlent 3.3.2025 19:07
Tímamót Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Skoðun 22.12.2024 08:02
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. Innlent 21.12.2024 15:53