
Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli
Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna.
Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.
Lögregla var kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða í miðbæ Reykjavíkur í nótt, en við komu á vettvang tók einn maðurinn sig til og hrækti framan í lögreglumann. Maðurinn var færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis, og var vistaður í fangaklefa.
Átta ungmenni voru handtekinn í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt í tveimur aðskildum málum.
Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.
Þrír voru handteknir fyrir líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í nótt, í þremur aðskildum málum.
„Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði Kristján Markús Sívarsson við aðalmeðferð sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra viðhafði nokkurn viðbúnað í Kópavogi eftir að útkalla barst um klukkan 13:30.
Lögregla var kölluð til í Breiðholti um hádegisbil í dag vegna konu sem féll niður af svölunum í fjölbýlishúsi. Um var að ræða konu á sextugsaldri sem er látin. Ekki er grunur um refsiverða háttsemi.
Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús.
Björgunarsveitir á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út eftir boð bárust frá manni sem hafði lent í ógöngum á Hólmatindi um klukkan 20:30 í gærkvöldi.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem starfsmenn höfðu komið að manni inni á afgirtu svæði í Hafnarfirði.
Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu. Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður.
Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi segir engan hafa slasast er sjór gekk inn á bílastæði við Reynisfjöru í gær. Ábúendur á svæðinu segjast aldrei hafa séð annað eins en grjóthnullungar á stærð við mannfólk bárust með öldunni í átt að gangandi vegfarendum.
Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvuðum ökumanni sem reyndist án ökuréttinda í Reykjavík í nótt. Í bílnum voru tvö ung börn.
Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni.
Þeim málum fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gervigreind kemur við sögu. Nær ómögulegt getur verið að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn var handtekinn hér á landi í vikunni í tengslum við alþjóðlega aðgerð sem varðar barnaníðsefni búið til með gervigreind.
Tveir stýrimenn Landhelgisgæslu Íslands sigu í gær úr þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í íslenskt skip norður af landi og tóku yfir stjórn þess.
Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi.
Lögreglan beitti rafvopni í þriðja sinn hér á landi síðastliðinn mánudag. Vopninu var beitt í Hafnarfirði, í Helluhverfinu, gegn manni sem neitaði að fylgja fyrirmælum lögreglu.
Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind.
Framkvæmdastjóri Lyfjablóms á von á því að ákæra verði gefin út á hendur Þórði Má Jóhannessyni fjárfesti vegna viðskiptagjörninga þess síðarnefnda sem forstjóri Gnúps fjárfestingarfélag. Hann stefnir á að fara með mál sitt á hendur Þórði og fyrrverandi ráðherra til endurupptökudómstóls.
Konan sem Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsti eftir í morgun er fundin. Ekki hafði sést til hennar í rúma viku.