Lögreglumál

Fréttamynd

Maðurinn sem lést var frá Litáen

Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að sparka og bíta í lög­reglu­menn

Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Innlent
Fréttamynd

Þyngdu nauðgunar­dóm yfir Finni

Landsréttur hefur með dómi sínum í dag þyngt fangelsisdóm yfir Finni Þ. Gunnþórssyni um sex mánuði fyrir að hafa nauðgað konu í nóvember 2019. Héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi og taldi að seinagangur hjá lögreglu við skýrslutökur hafi ekki spillt vörn hans. 

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Gæslu­v­arðhald yfir þrem­ur sak­born­ing­um í mann­dráps­máli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðar­kaup í Hafnar­f­irði hef­ur verið fram­lengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt.

Innlent
Fréttamynd

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða

Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akur­eyri

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn fyrir að hlaupa inn á Laugardalsvöll

Maður var handtekinn eftir að hann hljóp inn á Laugardalsvöll eftir að leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Slóvakíu lauk í gærkvöldi. Ísland tapaði leiknum sem er hluti af undankeppni fyrir Evrópumótið á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt

Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni til vand­ræða í Kópa­vogi

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal 97 skráðra mála voru tvö atvik þar sem ungmenni voru til vandræða við skóla í Kópavogi og/eða Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann, sem er grunaður um að hafa orðið 29 ára konu að bana á Selfossi, í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald. Bæði lögregla og maðurinn hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Síma­stulds- og byrlunar­mál í salt­pækli fyrir norðan

Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á mann­drápi á Sel­fossi gengur vel

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 

Innlent
Fréttamynd

Leita enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur

Lög­reglan á Suður­nesjum leitar enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur sem fyrst var lýst eftir fyrir tveimur dögum síðan, þann 13. júní. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu. Verið er að endur­skipu­leggja leitar­svæðið og leit mun halda á­fram.

Innlent
Fréttamynd

Notuðu þyrlu, dróna og sporhund við leit að sofandi dreng

Lögregla og björgunarsveitarfólk kom að umfangsmikilli leit að níu ára dreng í Vatnaskógi í nótt. Sá hafði horfið frá sínum stað í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en fannst svo nokkrum klukkustundum síðar undir sæng hjá vini sínum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lokið rann­sókn á Dubliner málinu

Rann­sókn lög­reglu á at­viki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykja­vík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrí­tugs­aldri, situr á­fram í gæslu­varð­haldi en það var fram­lengt þann 6. júní síðast­liðinn.

Innlent