Bókmenntir

Fréttamynd

Af tilgerðarlausri ástríðu

Rúnar Helgi Vignisson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2006 fyrir þýðingu á skáldsögunni Barndómi eftir J.M. Coetzee en hann hefur á undanförnum árum gert metnaðarfullar þýðingar á verkum margra af merkustu höfundum samtímans.

Menning
Fréttamynd

Nornaveiðarar á hælum Laxness?

Eru nornaveiðarar á hælum Halldórs Laxness, sjö árum eftir andlát hans? er spurt í <em>Berlingske Tidende</em> í dag, eða er réttara að segja að nornaveiðarar séu á hælum ævisöguritara hans, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar?

Menning
Fréttamynd

Ingibjörg fékk þýðingaverðlaunin

Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut í dag Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni <em>Fjárhættuspilarinn</em> eftir Fjodor Dostojevskí. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini í dag.

Menning
Fréttamynd

Sjón fær verðlaun Norðurlandaráðs

Skáldið Sjón hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sína Skugga-Baldur. Í dómi dómnefndar segir að Skugga-Baldur dansi á línunni milli bundins og óbundins máls. Í skáldsögunni séu íslenskar þjóðsögur, rómantísk frásagnarlist og töfrandi saga tvinnuð saman og tekist á við siðferðileg vandamál samtímans.

Menning
Fréttamynd

Glæpavettvangurinn heimsóttur

Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag.

Menning
Fréttamynd

Bítlarnir nauðsynlegir mannkyninu

Frelsisandinn sem kom með Bítlunum inn í helfryst kaldastríðsumhverfi var mannkyninu nauðsynlegur. Þetta er mat höfundar <em>Bítlaávarpsins</em> sem segir tónlist sjöunda áratugarins hafa verið afl sem breytt hafi heiminum.

Menning
Fréttamynd

Baróninn haldinn norðurhjaradellu

Franskur barón kom til Íslands árið 1898 til þess að auðgast. Hann var haldinn norðurhjaradellu og taldi landið tilvalið til þess að hefja nýtt líf. En háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu ekki samleið, eins og fram kemur í heimildaskáldsögunni <em>Baróninn</em> eftir Þórarin Eldjárn.

Menning
Fréttamynd

Morgunblaðið ekki dýragarður

Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina<em> Málsvörn og minningar</em>. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna.

Menning
Fréttamynd

Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur, hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2004 fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Verðlaunin eru 500 þúsund krónur og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi.

Menning
Fréttamynd

Tilnefndur til verðlauna

Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur verið tilnefnd til IMPAC-verðlaunanna, virtra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna sem veitt eru árlega fyrir skáldverk á ensku.

Menning
Fréttamynd

Gerður K. fékk Laxnessverðlaunin

Gerður Kristný hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár fyrir skáldsöguna<strong> </strong><em>Bátur með segli og allt</em>. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Menning
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir skrif Hannesar

Landaljómi er persóna í bókinni <em>Atómstöðin </em>eftir Halldór Kiljan Laxness en Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sagði í fréttum í gær að sú persóna væri að líkindum byggð á Thor Vilhjálmssyni rithöfundi. Thor gefur lítið fyrir skrif Hannesar.

Menning
Fréttamynd

Tékknesk fyrirmynd að Atómstöðinni

Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði <em>Atómstöðina</em>. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.

Menning
Fréttamynd

Brynhildur hlaut verðlaunin

Brynhildur Þórarinsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu nú síðdegis. Verðlaunin hlaut Brynhildur fyrir bók sína <em>Leyndardómur ljónsins</em> en hún fjallar um fjóra krakka í sjöunda bekk sem kynnast í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði og upplifa dularfulla atburði.

Menning
Fréttamynd

Ævisaga Laxness á þýsku

Bókaforlagið JPV-útgáfa hefur samið við þýska forlagið Random House/Bertelsmann um að það gefi út ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson á þýsku.

Menning
Fréttamynd

Skáldsaga um Snorra Sturluson

Í nýrri norskri sögulegri skáldsögu um síðustu daga Snorra Sturlusonar er ljósi brugðið á mann sem óraði engan veginn fyrir þeim atburðum sem áttu sér stað umhverfis hann og leiddu til dauða hans. Höfundur bókarinnar hélt erindi í Norræna húsinu í tilefni af 763. ártíð Snorra.

Menning
Fréttamynd

Leyndardómsfullur Ólafur Jóhann

Það er óhætt að segja að sköpunarkrafturinn ráði ríkjum hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þessar mundir en fimm mánaðagömul dóttir hans, Sóley, afhenti í gær útgáfustjóra Máls og menningar, Páli Valssyni, endanlegt handrit að glænýrri skáldsögu rithöfundarins.

Menning
Fréttamynd

Liza Marklund til Íslands

Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði.

Menning