Pawel Bartoszek

Fréttamynd

Ekki eins og að stela bíl

Ímyndum okkur skóframleiðanda sem rekur nokkrar verslanir í litlu landi. Skóframleiðandinn ákveður að hann ætli að hafa sumar búðir dýrari en aðrar. Fyrir því gæti hann haft ýmsar ástæður. Það gæti verið að flutningskostnaður væri mishár, að leigan væri sums staðar hærri eða fasteignagjöld breytileg eftir bæjum. Svo gæti hreinlega verið að hann mæti það svo að kúnnar sumra verslana væru almennt ríkari en kúnnar annarra og því mætti reyna að rukka þá um meira.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsi til að vera til

Það berast ekki allt of margar fréttir af þinginu þessa dagana þar sem aukið er á svigrúm fólks til leita hamingjunnar og ráða sér sjálft. En það er sjálfsagt að hrósa þingmönnum þegar það gerist. Nýsamþykkt þingsályktunartillaga um að heimila staðgöngumeðgöngu í velgjörðarskyni er skref í rétta átt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Farsæll dauði hverfaforgangs

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að nýjar reglur um hverfaforgang í framhaldsskólum gangi ekki upp. Lagaheimild hafi skort, reglurnar hafi ekki verið settar með reglugerð heldur með bréfaskriftum og birtingu þeirra hafi verið ábótavant. Hæpið sé að stjórnarskráin heimili slíka takmörkun á aðgengi til náms. Ráðuneytið fær, með öðrum orðum, falleinkunn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gegn lögum og vísindum

Sumir segja að Jón Bjarnason hafi verið rekinn úr embætti vegna andstöðu sinnar við ESB. Það má vel vera, en barátta hans fyrir óvandaðri stjórnsýslu og andstaðan við vísindaleg vinnubrögð í landbúnaði og sjávarútvegi hefðu vel mátt duga til brottreksturs, án þess að fleira kæmi til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Náttfatagjald

Um áramótin tekur gildi nýr skattur, gistináttaskattur, sem lagður er á fólk sem lúllar gegn gjaldi utan heimilis. (Þó ekki ef það lúllar í orlofshúsi sveitarfélags.) Sameiginleg nefnd ríkis og hagsmunaaðila mun sjá um að deila út þorra þess fjár sem þannig kemur í kassann. Það verður gert í gegnum sérstakan sjóð sem á að veita fjármagn til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Sjóðnum verður stjórnað af fjögurra manna nefnd þar sem ferðaþjónustan skipar tvo. Hljómar vel?

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram með smjörið

Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýðveldinu Póllandi. Stjórnarandstæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leikinn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsforingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynjavörum úr fangelsum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Miskunn, vorkunn og verslun

Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta.

Skoðun
Fréttamynd

Alveg klikk

Það er ekki annað hægt en að vera hugsi yfir þeirri niðurstöðu tveggja norskra sálfræðinga um að Anders Breivik sé ekki fær um að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Kannski ætti að varast að þykjast vitrari en þeir sem vit eiga að hafa. Kannski ætti líka að sýna því virðingu þegar menn virðast vinna vinnu sína í takt við lög og fræði en ekki almenningsálit. En það breytir því ekki að niðurstaðan og afleiðingar hennar hljóta að vekja okkur til umhugsunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrýstikannað

Fólki finnst oft forvitnilegt að vita hvað öðrum finnst. Margir taka meira að segja afstöðu í málum út frá því hvað þeir halda að öðrum finnist. Það vill enginn kjósa flokk sem enginn kýs, og fáir vilja panta mat sem fáir panta. Menn leita í hjörðina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trúverðugir valkostir?

Víða um heim blása sterkir vindar. Það er almennt ekki að sjá að hægriflokkum hafi reynst sá stormur erfiðari en öðrum, svo að tækifærin eru til staðar. Í þessu ástandi þarf að stýra ríkisfjármálum af skynsemi og nísku. Um leið þarf að byggja upp atvinnulífið með öflugu einkaframtaki en þó vonandi ríkari af reynslu seinustu ára.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlegið að nöfnum fólks

Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagsmunaráðuneyti

Ríkisendurskoðun gerði fyrr á þessu ári úttekt á útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna. Niðurstöðurnar voru þær að samtökunum væri falið opinbert vald meðan fjárhagslegt og faglegt eftirlit á eftirfylgni samninga við þau skorti. Einnig var mælst til að stjórnvöld söfnuðu sínum eigin tölfræðiupplýsingum um landbúnað í stað þess að reiða sig á gögn hagsmunasamtaka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fastafylgi er ekki til

Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista.

Skoðun
Fréttamynd

Máttlitlir siðferðisvitar

Það hver verði biskup eftir ár er ekki mjög áhugaverð spurning. Það er heldur ekki það sem kirkjan ætti að hafa áhyggjur af eða við ættum að vera að spyrja okkur. Þess í stað ættum við að velta því fyrir okkur hvort þjóðkirkjan, eða önnur trúfélög, séu öfl sem mark er á takandi þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðismálum. Trúleysingjanum finnst það ekki, en hver verður að fá að svara þessu fyrir sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óbyggðastefna

Það er ekki langt til Patreksfjarðar, ekki ef farið er frá Patreksfirði. Jörðin er kúla. Allir staðir á yfirborðinu eru stutt frá sjálfum sér en mislangt frá öðrum. En þegar ein mikilvægasta tala sem notuð er til að lýsa bæjum er fjarlægð þeirra frá einhverjum öðrum bæ segir það sína sögu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Farðu heim, krakki

Brottvísun kanadíska námsmannsins Jordan Chark er skömm fyrir íslensk stjórnvöld. Lýsing talsmanna Útlendingastofnunar á gildandi lögum er villandi og lögin sjálf löggjafanum og ráðamönnum til lítils sóma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skamm fórnarlömb

Konur eiga að geta verið einar á ferli eftir myrkur í druslulegum fötum. Börn eiga að geta leikið sér með bolta nálægt umferðargötum. Fólk á að geta skilið reiðhjólin sín eftir ólæst þegar það skýst í búð. Eldra fólk á að geta farið í göngutúr án þess að eiga það á hættu á að verða fyrir bíl. Þannig ætti þetta að vera.

Fastir pennar
Fréttamynd

Útvarpsreglur í netheimi

Eitt sinn voru jarðir manna taldar ná óendanlega langt upp og niður, frá himnum til heljar. Trjágrein sem óx inn á lóð mátti jarðeigandi höggva. Það sem hann gróf úr jörðu innan lóðarmarka mátti hann eiga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt verður gott í áfanga 2

Landspítalasvæðið og raunar borgin öll eru full af óbyggðum seinni tíma áföngum. Sjálf aðalbyggingin er einungis fyrsti áfangi í húsasamstæðu sem öll átti að vera í sama stíl. Húsgaflinn á Læknagarði ber það með sér að menn hafi bara tekið sér pásu, og ætli að klára á eftir. Vestan Suðurgötu stóð svo í mörg ár steyptur grunnur að óbyggðu húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda, uns möl var sturtað yfir hann og hann þannig nýttur undir bílastæði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilboð í nafla alheimsins

Það kemur margt gott frá útlöndum. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa IKEA á Íslandi, mér finnst leiðinlegt að McDonald's hafi farið, ég vona að Bauhaus opni einn daginn og mig dreymir um H&M-búð á ofanverðum Laugaveginum. Ég myndi fátt vilja frekar en að hingað kæmu fleiri vondar erlendar keðjur til að græða á Íslendingum. Þeir sem verslað hafa beggja vegna hafsins, og víðar, vita að þar er oft gaman að láta græða á sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Of rangt til hægri

Hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn færst lengra til hægri á undanförnum mánuðum? Það fer dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í hægri. Skilji menn hægri sem dálæti á hinu þekkta og liðna ásamt efasemdum um ágæti þess nýja og óþekkta þá er svarið já.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið mun hjálpa

Sumir leigja þær íbúðir sem þeir búa í. Aðrir eiga þær íbúðir sem þeir búa í. Flestir þeirra sem eiga íbúðirnar eiga þær þó einungis í þeim skilningi að þeir hafa skuldbundið sig til að greiða einhverjum öðrum stóran hluta tekna sinna nær alla starfsævi fyrir að fá að búa þar. Þú átt íbúðina en bankinn á þig. Snilldarfyrirkomulag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ökufantagerði

Þeir ökunemar sem ljúka námi í dag þurfa að fá þjálfun í svokölluðum ökugerðum þar sem bílar eru látnir lenda í ýmsum ævintýrum eins og að renna til í hálku. Þetta hljómar skemmtilegt og gagnlegt þótt ekki sé víst að hið síðarnefnda sé rétt. Í handbókinni Handbook of Road Safety Measures sem mælir árangur af ýmsum ráðstöfunum í umferðaröryggismálum er þannig vitnað til tveggja rannsókna á fylgni milli hálkuþjálfunar og slysatíðni. Báðar rannsóknirnar sýndu að slysatíðni ungra ökumanna sem fóru í gegnum slíka þjálfun jókst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lýðræðið ógn við lýðræðið?

Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem notast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóðendur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnlögum náð

Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu að taka þátt í þeirri vegferð sem smíði nýs frumvarps til stjórnskipunarlaga er, get ég auðvitað ekki varist því að upplifa ákveðinn sjálfshátíðleika. Það er merkileg tilfinning að vera í þeim sporum sem fimm hundruð manna og kvenna vildu vera í. Seint verður það traust þakkað nóg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Múgurinn spurður II

Ögmundur vill hafa flugvöll í Vatnsmýrinni. Hann má þó eiga það að þrátt fyrir þessa afstöðu þá hefur hann gefið hina misráðnu hugmynd um samgöngumiðstöð upp á bátinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Múgurinn spurður

Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamennirnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrrnefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dómskerfi nr. 2

Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið samræmast hugmyndum um hvernig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dómskerfi í landinu en tvö.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt annað mál

Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skotið í samræður, gjarnan í kennsluskyni, er án efa með fýlupúkalegri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumarbústaðagettó

Það ríkir einstök og merkileg aðskilnaðarstefna í ferðamálum á Íslandi. Innfæddir keyra allt sjálfir, tjalda og gista í bústöðum. Útlendingarnir eru keyrðir og látnir gista á hótelum. Það þykir sérstakt markmið að bjóða hinum erlendu gestum sem dýrasta gistingu en hinum innlendu sem ódýrastan valkost við hana.

Fastir pennar