Skroll-Lífið Bíddu á þetta að vera dans? Meðfylgjandi má sjá félagana Heiðar Austmann og Svala á FM957 gera tilraun til að dansa eftir áskorun á Facebooksíðunni þeirra. Um er að ræða Blinkmints-leik á FM957 sem gengur út á að hlustendur senda inn myndband af sér dansandi við sérstak Blinkmintslag. Sjá nánar hér (Facebooksíða FM957). Lífið 19.8.2011 14:47 Dorrit stal senunni Hæ! Sæl og gott kvöld, takk fyrir að bjóða mér, sagði Dorrit Moussaieff sem stal senunni á fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Dorrit var áberandi hlý og innileg í gær eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þegar hún faðmar sigurvegarana. Takið eftir þegar sonur Hörpu Einars, sigurvegara keppninnar, faðmar mömmu sína eftir að úrslitin voru kynnt. Lífið 19.8.2011 11:04 Harpa Einars sigraði Ég er bara rosalega þakklát að fá þetta tækifæri, segir Harpa Einarsdóttir meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði en hún sigraði fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu í gær. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið verður áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni eru myndir frá Reykjavík Runway. Lífið 19.8.2011 09:33 Fjölmenni á Reykjavík Runway Reykjavik Runway stóð fyrir glæsilegu úrslitakvöldi í fatahönnunarkeppni í Hafnarhúsinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Fjórir hönnuðir voru valdir í úrslit í keppninni; þær Eygló Margrét Lárusdóttir, Sólveig og Edda Guðmundsdætur, og Rosa Denise Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir og sigurvegarinn, Harpa Einarsdóttir. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið er áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá gesti, Dorrit Moussaieff afhenda Hörpu Einarsdóttur verðlaunin og Sigríði Sigurðardóttur taka við lyklunum af Mercedes-Benz bifreið en hún vann afnot af Mercedes-Benz GLK sportjeppa í fimm daga. Lífið 19.8.2011 08:27 Ertu með rass eins og Kim Kardashian? Guðlaug Dagmar Jónasdóttir sem landaði 2. sæti í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland í ár og vinkona hennar, Eva Rakel Jónsdóttir, sem var valin ljósmyndafyrirsæta í sömu keppni, sýna í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að velja hárrétta gallabuxnasniðið á auðveldan máta. Eva Rakel, sem starfar í Levi´s búðinni í Kringlunni finnur út hvaða gallabuxnasnið fer Guðlaugu best. Gallabuxnaframleiðandinn Levi´s gerði mælingar á 60 konum til að sjá hvernig best væri að finna rétt snið fyrir konur út frá vexti. Útfærslurnar urðu þrjár: Slight, Demi eða Bold en sjónvarpsraunveruleikastjarnan Kim Kardashian er einmitt þekkt fyrir síðastnefnda vaxtarlagið. Lífið 17.8.2011 13:48 Rifja upp 16 ára ástarfund Það var í Þjóðleikhúskjallaranum. Þá sé ég þessa fallegu konu koma inn í salinn..." segir Baldvin Örn Berndsen í meðfylgjandi myndskeiði en hann kynntist elskunni sinni, Berglindi Helgadóttur, fyrir 16 árum. Í dag eru þau hamingjusamlega gift og eiga saman þrjú börn. Sögu þeirra má finna á Ástarkorti TM sem er einstakt kort af Íslandi því þar getur fólk getur séð hvar Facebookvinir þeirra sem og aðrir, sem hafa sett merkt inn skemmtilegar minningar, varð ástfangið. Margar skemmtilegar ástarsögur eru nú þegar komnar inn á ástarkortið. Ef fólk á góða ástarsögu getur það merkt hana inn á kortið nákvæmlega þar sem ástin kviknaði. Sjá nánar astarkort.tm.is. Föstudaginn 19. ágúst verður valin besta sagan og parið sem setti söguna inn fær í verðlaun rómantíska helgarferð innanlands með öllu tilheyrandi. Einnig verða önnur minni verðlaun í boði næstu vikurnar. Lífið 16.8.2011 07:58 Ósk Norðfjörð syngur í beinni fyrir Ásdísi Rán Sjáðu Ósk Norðfjörð syngja afmælissöng fyrir vinkonu sína, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, sem er stödd í Bulgaríu, í beinni útsendingu hjá Heiðari Austmann... Lífið 12.8.2011 15:04 Styrkja hjartveik börn í ár Kolbrún, á 18 mánaða gamla dóttur, Helenu, sem er með tvenns konar galla, op á milli gátta og þrengsli í lungnaslagæðaloku og Anna á 5 ára dreng, Aron, sem fæddist með mjög alvarlegan hjartagalla og fór aðeins 3ja daga gamall til Boston í aðgerð. Lífið 11.8.2011 16:39 Winwin vefur opnar formlega Hjónin Kitty Johansen og Ágúst Reynir Þorsteinsson opnuðu formlega vefsíðuna Winwin.is í Nauthólsvík í gær. Eins og myndirnar sýna mætti fjöldi manns og gleðin var allsráðandi. Skoða Winwin hér. Lífið 5.8.2011 11:43 Konukvöld í Grímsbæ Meðfylgjandi myndir voru teknar á konukvöldi í Grímsbæ á vegum verslananna Örnu og Arcadesign. Fjöldi kvenna mætti enda margt spennandi í boði eins og spákonuhorn þar sem boðið var upp á fría spá, endalaus tilboð, prúttmarkaður, fljótandi veitingar og veglegt happadrætti þar sem Iceland Express, Tímadjásn, Ársól, Eldofninn, Blómastofan Grímsbæ og Rakarastofan Grímsbæ gáfu vinninga. Arna verslun á Facebook. Arcadesign Iceland á Facebook. Lífið 5.8.2011 08:58 Myndir frá Þjóðhátíð í Eyjum 2011 Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Lífið 3.8.2011 10:03 Greinilega í góðum gír Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gogoyoko, Macland og Hemmi og Valdi héltu partý í portinu á Laugaveginum. Gnúsi Yones, RVK soundsystem og Dj Gauti spiluðu þægilega reggí tóna og gestir nutu sín í sólinni. Lífið 28.7.2011 15:56 Ekki nóg að póka á Facebook ef þú ert á lausu Íslenskir karlmenn eru svolítið huglausir, pínkulítið. Nei það er ekki nóg að póka á Facebook, svarar Sigga Kling spákona spurð hvað virkar fyrir fólk sem leitar sér að maka. Í myndskeiðinu segja Sigga og Halla Himintungl stjörnufræðingur hvað þær ætla að gera á SÁÁ hátíðinni sem haldin verður haldin að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina. Sjá dagskrána hér. Lífið 28.7.2011 11:35 Steindi á sjúklega fræga vini Steindi jr hélt útgáfupartý á skemmtistaðnum Austur síðasta föstudag í tilefni af því að diskurinn hans er loksins kominn út með tónlistinni úr þáttunum hans. Um var að ræða stórt Smirnoff partý í anda þáttanna. Fram komu meðal annars Bjartmar Guðlaugs, Gnúsi Jones, Þórunn Antonía, Berndsen og svo Steindi sjálfur með Bent og Ásgeiri. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið stuð og flestir gestirnir sjúklega frægir. Lífið 27.7.2011 09:49 Fullyrðir að Ásdís Rán er með listahæfileika Eygló Gunnþórsdóttir málari fullyrðir að dóttir hennar, Ásdís Rán, er með listahæfileika eins og hún sjálf í meðfylgjandi myndskeiði sem var tekið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þegar Eygló sýndi okkur verkin sín. Lokadagur sýningarinnar er á morgun, þriðjudag. Facebooksíða Eyglóar. Lífið 25.7.2011 17:58 ELLA opnar í miðborginni Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar ELLA, fyrsta kvenfataverslun Elínrósu Líndal, opnaði að Ingólfsstræti 5 í miðborginni. ,,Viðtökurnar voru framar öllum væntingum. Ég held að það hafi verið í kringum 300 manns sem komu við og fögnuðu þessum áfanga með okkur," sagði Elínrós eigandi. Herdís Anna Þorvaldsdóttir hannaði verslunina. Þetta er fyrsta verslunin sem Herdís hannar en Herdís hefur tekið að sér verkefni tengd heimilum og þyrluþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Lífið 25.7.2011 10:15 Elítan tók formlega á móti Ásdísi Rán "Þetta var Ásdís Rán welcome party sem var haldið til heiðurs mér," útskýrir Ásdís Rán fyrirsæta sem flutti nýverið aftur til Búlgaríu spurð út í meðfylgjandi myndaseríu sem var tekin 20. júlí síðastliðinn þegar búlgarska elítan tók á móti henni, Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar og syni, Róbert Andra. Það var Evgeni Minchev, einn þekktasti blaðamógullinn í Búlgaríu sem hélt það fyrir mig. Þetta var alveg yndislegt og gott að fá svona hlýjar móttökur. Gestirnir voru allskonar þekkt fólk úr viðskipta- og entertainment heiminum, fulltrúar tímarita, verslana og svo framvegis, segir Ásdís og bætir við: Bio effect íslensku droparnir voru með kynningu í partýinu þar sem þeir eru að setja vöruna á markað hér í Búlgaríu og kynntu þá í samstarfi við mig. Ég er að selja part af fyrirtækinu mínu hérna í Búlgaríu núna og er að fara á fullt í IceQueen framleiðslu fyrir erlendan markað. Það er að taka mestan minn tíma. Einnig er ég að byrja að hanna fyrir Hagkaup undirfatalínu, casual línu og fleira," svarar Ásdís spurð hvað hún er að brasa um þessar mundir. Ég er á forsíðunni á ítalska World & pleasure í ágúst og annari búlgarskri forsíðu sem kemur út í september en einmitt það blað kemur til með að halda svaka IceQueen þema event í tilefni af útkomu blaðsins þannig að skemmtanaglaðir Íslendingar ættu að gera sig ready fyrir trip to Búlgaríu," segir hún. Ég er líka að vinna að gerð raunveruleika sjónvarpsþáttar sem verður sýndur á Íslandi og Búlgaríu ef allt gengur eftir óskum. Mig vantar bara kostanda núna," segir Ásdís. Lífið 25.7.2011 08:40 Gæti verið á leið í Playboy (myndband) "Ég er að taka þátt í keppni sem snýst um það að koma fram í Playboy og hosta partý á Playboy mansion hjá Hefner," segir Bryndís Gyða fyrirsæta í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í umrædda keppni. Lífið 22.7.2011 10:08 Loksins var haldið almennilegt partý Félag tónskálda og textahöfunda hélt ógleymanlegt partý í húsakynnum FTT á Laufásvegi síðasta föstudag. Gleðskapurinn fór fram eftir árlega garðveislu FTT sem haldin var í Hljómskálagarðinum fyrr um kvöldið. Meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar Hjálmar Hjálmarsson kynnti Erp Eyvindarson og Helga Björns til leiks áður en þeir sungu með gestum lagið Ég er kominn heim. Þá má sjá Árna Pál Árnason, Óla Palla, Jón Kaldal, Kolfinnu Baldvinsdóttur, Karl Sigurðsson í Baggalút, Jón Ólafsson og fleiri. Lífið 18.7.2011 16:41 Leiðar á krepputali "Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu var að við vorum svo leiðar á þessu krepputali," segir Karlotta Sigurðardóttir í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í félagsskap sem hún tilheyrir, sem kallast Maddömurnar frá Sauðárkróki, en þær bökuðu gómsætar lummur fyrir börnin á Landsmóti hestamanna í ár. Sjá myndir frá Landsmóti hér. Lífið 4.7.2011 18:19 Með fjörutíu feta gám á Landsmót „Við bara fórum norður með fjörutíu feta gám þó það væri þriggja stiga hiti. Okkur leist ekki á blikuna en létum vaða," sögðu Bergþóra Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri verslunarinnar Lífland og Rúnar Þór Guðbrandsson. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði tóku þau sig til og fluttu heila verslun norður á Landsmót hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði. Lífland.is Sjá myndir frá Landsmóti hér. Lífið 4.7.2011 17:39 Fjölbreytt mannlíf á Landsmóti hestamanna Í meðfylgjandi myndasafni má greinilega sjá þá góðu stemningu sem ríkti á meðal fjölda gesta sem nutu þess að fylgjast með flestum af fallegustu gæðingum landsins á Landsmóti hestamanna sem lauk í gær. Lífið 4.7.2011 13:51 Leikaraliðinu leiddist greinilega ekki Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Kex í gærkvöldi á árshátíð Brynjanna og Útlaganna sem eru félög leikkvenna og leikara sem lærðu erlendis. Félögin eru nú orðin þriggja ára og fara ört stækkandi enda sífellt fleiri sem sækja nám sitt utan landsteinanna. Síða Brynjanna á Facebook. Síða Útlaganna á Facebook. Facebook-leikur Lífsins. Vertu með hér! Lífið 29.6.2011 09:05 Ætlar þú ekki örugglega á Þjóðhátíð í Eyjum? Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær á N1 við Hringbraut þegar forsalan á Þjóðhátíð í Eyjum hófst formlega. Þjónustustöðvar N1 um land allt selja miða á þjóðhátíð í ár og af því tilefni var fagnað á N1 þar sem Friðrik Dór og Blaz Roca tóku lagið fyriir nærstadda. Þeir fóru á kostum eins og vanalega. Lífið 24.6.2011 20:57 Helgi Björns er svo með´etta Stappfullt var í Eldborg í Hörpu á 17. júní á tónleikum Helga Björns og gesta. Uppselt var á tónleikana viku eftir að miðasala hófst enda eftirvæntingin mikil að fá að heyra þessa tónlist þar sem ólíku meistararnir leiddu saman hesta sína. Selja varð í sæti bak við sviðið og hefur sætanýting salarins aldrei verið fullnýtt þar fyrr. Þegar fjölmennast var á sviðinu voru áttatíu manns að flytja tónlist: karlakór, strengjasveit, rokkhljómsveit, og söngstjörnur. Svo rafmögnuð varð stemningin að þegar gestgjafinn Helgi Björns var að fara að syngja lagið Brennið þið vitar, ....varð brunakerfinu nóg boðið og hóf einnig upp raust sína. Stærsti kór landsins söng sig svo inn í bjarta sumarnóttina, þegar samtals 1623 gestir tónleikanna stóðu upp og sungu saman þjóðsönginn. Sjá myndir frá tónleikunum í meðfylgjandi myndasafni. Lífið 24.6.2011 19:39 Purity Herbs í Kína Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar framleiðslufyrirtækið Purity Herbs fagnaði í nýju húsnæði við Freyjunes 4 á Akureyri. Eigendur Purity Herbs fögnuðu nýjum áfanga í sögu fyrirtækisins sem er komið með framtíðaraðstöðu þar sem allar aðstæður eru eins og best verður á kosið og mögulegt að taka á móti viðskiptavinum, ekki síst erlendum dreifingaraðilum sem ætla sér stóra hluti með Purity Herbs í sínu heimalandi. Hitt gleðitilefnið var stór samningur um útflutning til Kína þar sem barnalína Purity Herbs er komin á markað þar í landi. Um er að ræða þrjár vörutegundir, barnakrem, barnaolía og barnasápa og allt 100% náttúrulegt. Á annað hundrað manns mættu til að samgleðjast og skoða nýja húsnæð Purity Herbs og allir voru sammála um að vel hafi tekist til með allar framkvæmdir og staðsetningin einstök með fögru útsýni hvert sem litið er. Sleipiefni Purity Herbs eru vinsæl á meðal sjómanna á Íslandi (video). Purity Herbs á Facebook. Lífið 23.6.2011 12:32 Tekin í tollinum Ég var tekin afsíðis af því að það var eitthvað dularfullt í töskunni minni, segir Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður, sem sigraði nýverið í alþjóðlegri bókarkeppni, The Ravenheart Award, fyrir bókarkápu skáldsögunnar Power & Majesti sem hún hannaði. Í myndskeiðinu sýnir Ólöf Erla, sem starfar í grafíkdeildinni á RÚV, verðlaunagripina, verðlaunakápuna og verk eftir hana. Lífið 22.6.2011 09:43 Gusgus gerði allt vitlaust Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrri útgáfutónleikum GusGus á Nasa við Austurvöll í kvöld en hljómsveitin hélt tvenna tónleika og voru fyrri í beinni útsendingu á Lífinu á Vísi. Nýjasta plata GusGus, Arabian Horse, er að gera allt vitlaust og hefur fengið toppdóma. Á plötunni stillir GusGus upp einvalaliði, með söngvarana Daníel Ágúst, Urði Hákonardóttur og Högna Egilsson í Hjaltalín í forgrunni og skipstjóra sveitarinnar, þá Stebba Steph og Bigga Veiru, við stjórnvölinn. Lífið 19.6.2011 01:47 Fjölmennt á Grímunni 2011 Meðfylgjandi myndir voru teknar af prúðbúnum gestum Grímunnar sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þéttsetið var á verðlaunaafhendingunni sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2. Sýningin Lér konungur eftir William Shakespeare í sviðssetningu Þjóðleikhússins var valin leiksýning ársins, leikstjóri sýningarinnar, Benedict Andrews var valinn besti leikstjórinn, þá var Arnar Jónsson valinn besti leikarinn fyrir burðarhlutverkið í sýningunni en hann var fjarri góðu gamni eins og svo margir verðlaunahafar kvöldsins. Margrét Vilhjálmsdóttir, sem var líka fjarverandi, var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Lé konungi og Atli Rafn Sigurðsson besti leikari í aukahlutverki í sömu sýningu. Unnur Ösp Stefánsdóttir var valin leikkona ársins. Lífið 17.6.2011 10:52 Alíslensk sleipiefni sem svínvirka Ásta Kristín Sýrusdóttir framkvæmdastjóri og Rannveig B. Hrafnkelsdóttir framleiðslustjóri hjá Purity Herbs á Akureyri segja í meðfylgjandi myndskeiði frá kynörvandi sleipiefnum sem nefnast Ástareldur og Unaðsolía, sem þær framleiða fyrir íslenskan og erlendan markað en allar vörur sem þær framleiða eru 100% náttúrulegar. Purity Herbs á Facebook Purityherbs.is Lífið 16.6.2011 13:38 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 30 ›
Bíddu á þetta að vera dans? Meðfylgjandi má sjá félagana Heiðar Austmann og Svala á FM957 gera tilraun til að dansa eftir áskorun á Facebooksíðunni þeirra. Um er að ræða Blinkmints-leik á FM957 sem gengur út á að hlustendur senda inn myndband af sér dansandi við sérstak Blinkmintslag. Sjá nánar hér (Facebooksíða FM957). Lífið 19.8.2011 14:47
Dorrit stal senunni Hæ! Sæl og gott kvöld, takk fyrir að bjóða mér, sagði Dorrit Moussaieff sem stal senunni á fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Dorrit var áberandi hlý og innileg í gær eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þegar hún faðmar sigurvegarana. Takið eftir þegar sonur Hörpu Einars, sigurvegara keppninnar, faðmar mömmu sína eftir að úrslitin voru kynnt. Lífið 19.8.2011 11:04
Harpa Einars sigraði Ég er bara rosalega þakklát að fá þetta tækifæri, segir Harpa Einarsdóttir meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði en hún sigraði fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu í gær. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið verður áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni eru myndir frá Reykjavík Runway. Lífið 19.8.2011 09:33
Fjölmenni á Reykjavík Runway Reykjavik Runway stóð fyrir glæsilegu úrslitakvöldi í fatahönnunarkeppni í Hafnarhúsinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Fjórir hönnuðir voru valdir í úrslit í keppninni; þær Eygló Margrét Lárusdóttir, Sólveig og Edda Guðmundsdætur, og Rosa Denise Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir og sigurvegarinn, Harpa Einarsdóttir. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið er áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá gesti, Dorrit Moussaieff afhenda Hörpu Einarsdóttur verðlaunin og Sigríði Sigurðardóttur taka við lyklunum af Mercedes-Benz bifreið en hún vann afnot af Mercedes-Benz GLK sportjeppa í fimm daga. Lífið 19.8.2011 08:27
Ertu með rass eins og Kim Kardashian? Guðlaug Dagmar Jónasdóttir sem landaði 2. sæti í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland í ár og vinkona hennar, Eva Rakel Jónsdóttir, sem var valin ljósmyndafyrirsæta í sömu keppni, sýna í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að velja hárrétta gallabuxnasniðið á auðveldan máta. Eva Rakel, sem starfar í Levi´s búðinni í Kringlunni finnur út hvaða gallabuxnasnið fer Guðlaugu best. Gallabuxnaframleiðandinn Levi´s gerði mælingar á 60 konum til að sjá hvernig best væri að finna rétt snið fyrir konur út frá vexti. Útfærslurnar urðu þrjár: Slight, Demi eða Bold en sjónvarpsraunveruleikastjarnan Kim Kardashian er einmitt þekkt fyrir síðastnefnda vaxtarlagið. Lífið 17.8.2011 13:48
Rifja upp 16 ára ástarfund Það var í Þjóðleikhúskjallaranum. Þá sé ég þessa fallegu konu koma inn í salinn..." segir Baldvin Örn Berndsen í meðfylgjandi myndskeiði en hann kynntist elskunni sinni, Berglindi Helgadóttur, fyrir 16 árum. Í dag eru þau hamingjusamlega gift og eiga saman þrjú börn. Sögu þeirra má finna á Ástarkorti TM sem er einstakt kort af Íslandi því þar getur fólk getur séð hvar Facebookvinir þeirra sem og aðrir, sem hafa sett merkt inn skemmtilegar minningar, varð ástfangið. Margar skemmtilegar ástarsögur eru nú þegar komnar inn á ástarkortið. Ef fólk á góða ástarsögu getur það merkt hana inn á kortið nákvæmlega þar sem ástin kviknaði. Sjá nánar astarkort.tm.is. Föstudaginn 19. ágúst verður valin besta sagan og parið sem setti söguna inn fær í verðlaun rómantíska helgarferð innanlands með öllu tilheyrandi. Einnig verða önnur minni verðlaun í boði næstu vikurnar. Lífið 16.8.2011 07:58
Ósk Norðfjörð syngur í beinni fyrir Ásdísi Rán Sjáðu Ósk Norðfjörð syngja afmælissöng fyrir vinkonu sína, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, sem er stödd í Bulgaríu, í beinni útsendingu hjá Heiðari Austmann... Lífið 12.8.2011 15:04
Styrkja hjartveik börn í ár Kolbrún, á 18 mánaða gamla dóttur, Helenu, sem er með tvenns konar galla, op á milli gátta og þrengsli í lungnaslagæðaloku og Anna á 5 ára dreng, Aron, sem fæddist með mjög alvarlegan hjartagalla og fór aðeins 3ja daga gamall til Boston í aðgerð. Lífið 11.8.2011 16:39
Winwin vefur opnar formlega Hjónin Kitty Johansen og Ágúst Reynir Þorsteinsson opnuðu formlega vefsíðuna Winwin.is í Nauthólsvík í gær. Eins og myndirnar sýna mætti fjöldi manns og gleðin var allsráðandi. Skoða Winwin hér. Lífið 5.8.2011 11:43
Konukvöld í Grímsbæ Meðfylgjandi myndir voru teknar á konukvöldi í Grímsbæ á vegum verslananna Örnu og Arcadesign. Fjöldi kvenna mætti enda margt spennandi í boði eins og spákonuhorn þar sem boðið var upp á fría spá, endalaus tilboð, prúttmarkaður, fljótandi veitingar og veglegt happadrætti þar sem Iceland Express, Tímadjásn, Ársól, Eldofninn, Blómastofan Grímsbæ og Rakarastofan Grímsbæ gáfu vinninga. Arna verslun á Facebook. Arcadesign Iceland á Facebook. Lífið 5.8.2011 08:58
Myndir frá Þjóðhátíð í Eyjum 2011 Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Lífið 3.8.2011 10:03
Greinilega í góðum gír Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gogoyoko, Macland og Hemmi og Valdi héltu partý í portinu á Laugaveginum. Gnúsi Yones, RVK soundsystem og Dj Gauti spiluðu þægilega reggí tóna og gestir nutu sín í sólinni. Lífið 28.7.2011 15:56
Ekki nóg að póka á Facebook ef þú ert á lausu Íslenskir karlmenn eru svolítið huglausir, pínkulítið. Nei það er ekki nóg að póka á Facebook, svarar Sigga Kling spákona spurð hvað virkar fyrir fólk sem leitar sér að maka. Í myndskeiðinu segja Sigga og Halla Himintungl stjörnufræðingur hvað þær ætla að gera á SÁÁ hátíðinni sem haldin verður haldin að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina. Sjá dagskrána hér. Lífið 28.7.2011 11:35
Steindi á sjúklega fræga vini Steindi jr hélt útgáfupartý á skemmtistaðnum Austur síðasta föstudag í tilefni af því að diskurinn hans er loksins kominn út með tónlistinni úr þáttunum hans. Um var að ræða stórt Smirnoff partý í anda þáttanna. Fram komu meðal annars Bjartmar Guðlaugs, Gnúsi Jones, Þórunn Antonía, Berndsen og svo Steindi sjálfur með Bent og Ásgeiri. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið stuð og flestir gestirnir sjúklega frægir. Lífið 27.7.2011 09:49
Fullyrðir að Ásdís Rán er með listahæfileika Eygló Gunnþórsdóttir málari fullyrðir að dóttir hennar, Ásdís Rán, er með listahæfileika eins og hún sjálf í meðfylgjandi myndskeiði sem var tekið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þegar Eygló sýndi okkur verkin sín. Lokadagur sýningarinnar er á morgun, þriðjudag. Facebooksíða Eyglóar. Lífið 25.7.2011 17:58
ELLA opnar í miðborginni Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar ELLA, fyrsta kvenfataverslun Elínrósu Líndal, opnaði að Ingólfsstræti 5 í miðborginni. ,,Viðtökurnar voru framar öllum væntingum. Ég held að það hafi verið í kringum 300 manns sem komu við og fögnuðu þessum áfanga með okkur," sagði Elínrós eigandi. Herdís Anna Þorvaldsdóttir hannaði verslunina. Þetta er fyrsta verslunin sem Herdís hannar en Herdís hefur tekið að sér verkefni tengd heimilum og þyrluþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Lífið 25.7.2011 10:15
Elítan tók formlega á móti Ásdísi Rán "Þetta var Ásdís Rán welcome party sem var haldið til heiðurs mér," útskýrir Ásdís Rán fyrirsæta sem flutti nýverið aftur til Búlgaríu spurð út í meðfylgjandi myndaseríu sem var tekin 20. júlí síðastliðinn þegar búlgarska elítan tók á móti henni, Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar og syni, Róbert Andra. Það var Evgeni Minchev, einn þekktasti blaðamógullinn í Búlgaríu sem hélt það fyrir mig. Þetta var alveg yndislegt og gott að fá svona hlýjar móttökur. Gestirnir voru allskonar þekkt fólk úr viðskipta- og entertainment heiminum, fulltrúar tímarita, verslana og svo framvegis, segir Ásdís og bætir við: Bio effect íslensku droparnir voru með kynningu í partýinu þar sem þeir eru að setja vöruna á markað hér í Búlgaríu og kynntu þá í samstarfi við mig. Ég er að selja part af fyrirtækinu mínu hérna í Búlgaríu núna og er að fara á fullt í IceQueen framleiðslu fyrir erlendan markað. Það er að taka mestan minn tíma. Einnig er ég að byrja að hanna fyrir Hagkaup undirfatalínu, casual línu og fleira," svarar Ásdís spurð hvað hún er að brasa um þessar mundir. Ég er á forsíðunni á ítalska World & pleasure í ágúst og annari búlgarskri forsíðu sem kemur út í september en einmitt það blað kemur til með að halda svaka IceQueen þema event í tilefni af útkomu blaðsins þannig að skemmtanaglaðir Íslendingar ættu að gera sig ready fyrir trip to Búlgaríu," segir hún. Ég er líka að vinna að gerð raunveruleika sjónvarpsþáttar sem verður sýndur á Íslandi og Búlgaríu ef allt gengur eftir óskum. Mig vantar bara kostanda núna," segir Ásdís. Lífið 25.7.2011 08:40
Gæti verið á leið í Playboy (myndband) "Ég er að taka þátt í keppni sem snýst um það að koma fram í Playboy og hosta partý á Playboy mansion hjá Hefner," segir Bryndís Gyða fyrirsæta í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í umrædda keppni. Lífið 22.7.2011 10:08
Loksins var haldið almennilegt partý Félag tónskálda og textahöfunda hélt ógleymanlegt partý í húsakynnum FTT á Laufásvegi síðasta föstudag. Gleðskapurinn fór fram eftir árlega garðveislu FTT sem haldin var í Hljómskálagarðinum fyrr um kvöldið. Meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar Hjálmar Hjálmarsson kynnti Erp Eyvindarson og Helga Björns til leiks áður en þeir sungu með gestum lagið Ég er kominn heim. Þá má sjá Árna Pál Árnason, Óla Palla, Jón Kaldal, Kolfinnu Baldvinsdóttur, Karl Sigurðsson í Baggalút, Jón Ólafsson og fleiri. Lífið 18.7.2011 16:41
Leiðar á krepputali "Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu var að við vorum svo leiðar á þessu krepputali," segir Karlotta Sigurðardóttir í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í félagsskap sem hún tilheyrir, sem kallast Maddömurnar frá Sauðárkróki, en þær bökuðu gómsætar lummur fyrir börnin á Landsmóti hestamanna í ár. Sjá myndir frá Landsmóti hér. Lífið 4.7.2011 18:19
Með fjörutíu feta gám á Landsmót „Við bara fórum norður með fjörutíu feta gám þó það væri þriggja stiga hiti. Okkur leist ekki á blikuna en létum vaða," sögðu Bergþóra Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri verslunarinnar Lífland og Rúnar Þór Guðbrandsson. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði tóku þau sig til og fluttu heila verslun norður á Landsmót hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði. Lífland.is Sjá myndir frá Landsmóti hér. Lífið 4.7.2011 17:39
Fjölbreytt mannlíf á Landsmóti hestamanna Í meðfylgjandi myndasafni má greinilega sjá þá góðu stemningu sem ríkti á meðal fjölda gesta sem nutu þess að fylgjast með flestum af fallegustu gæðingum landsins á Landsmóti hestamanna sem lauk í gær. Lífið 4.7.2011 13:51
Leikaraliðinu leiddist greinilega ekki Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Kex í gærkvöldi á árshátíð Brynjanna og Útlaganna sem eru félög leikkvenna og leikara sem lærðu erlendis. Félögin eru nú orðin þriggja ára og fara ört stækkandi enda sífellt fleiri sem sækja nám sitt utan landsteinanna. Síða Brynjanna á Facebook. Síða Útlaganna á Facebook. Facebook-leikur Lífsins. Vertu með hér! Lífið 29.6.2011 09:05
Ætlar þú ekki örugglega á Þjóðhátíð í Eyjum? Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær á N1 við Hringbraut þegar forsalan á Þjóðhátíð í Eyjum hófst formlega. Þjónustustöðvar N1 um land allt selja miða á þjóðhátíð í ár og af því tilefni var fagnað á N1 þar sem Friðrik Dór og Blaz Roca tóku lagið fyriir nærstadda. Þeir fóru á kostum eins og vanalega. Lífið 24.6.2011 20:57
Helgi Björns er svo með´etta Stappfullt var í Eldborg í Hörpu á 17. júní á tónleikum Helga Björns og gesta. Uppselt var á tónleikana viku eftir að miðasala hófst enda eftirvæntingin mikil að fá að heyra þessa tónlist þar sem ólíku meistararnir leiddu saman hesta sína. Selja varð í sæti bak við sviðið og hefur sætanýting salarins aldrei verið fullnýtt þar fyrr. Þegar fjölmennast var á sviðinu voru áttatíu manns að flytja tónlist: karlakór, strengjasveit, rokkhljómsveit, og söngstjörnur. Svo rafmögnuð varð stemningin að þegar gestgjafinn Helgi Björns var að fara að syngja lagið Brennið þið vitar, ....varð brunakerfinu nóg boðið og hóf einnig upp raust sína. Stærsti kór landsins söng sig svo inn í bjarta sumarnóttina, þegar samtals 1623 gestir tónleikanna stóðu upp og sungu saman þjóðsönginn. Sjá myndir frá tónleikunum í meðfylgjandi myndasafni. Lífið 24.6.2011 19:39
Purity Herbs í Kína Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar framleiðslufyrirtækið Purity Herbs fagnaði í nýju húsnæði við Freyjunes 4 á Akureyri. Eigendur Purity Herbs fögnuðu nýjum áfanga í sögu fyrirtækisins sem er komið með framtíðaraðstöðu þar sem allar aðstæður eru eins og best verður á kosið og mögulegt að taka á móti viðskiptavinum, ekki síst erlendum dreifingaraðilum sem ætla sér stóra hluti með Purity Herbs í sínu heimalandi. Hitt gleðitilefnið var stór samningur um útflutning til Kína þar sem barnalína Purity Herbs er komin á markað þar í landi. Um er að ræða þrjár vörutegundir, barnakrem, barnaolía og barnasápa og allt 100% náttúrulegt. Á annað hundrað manns mættu til að samgleðjast og skoða nýja húsnæð Purity Herbs og allir voru sammála um að vel hafi tekist til með allar framkvæmdir og staðsetningin einstök með fögru útsýni hvert sem litið er. Sleipiefni Purity Herbs eru vinsæl á meðal sjómanna á Íslandi (video). Purity Herbs á Facebook. Lífið 23.6.2011 12:32
Tekin í tollinum Ég var tekin afsíðis af því að það var eitthvað dularfullt í töskunni minni, segir Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður, sem sigraði nýverið í alþjóðlegri bókarkeppni, The Ravenheart Award, fyrir bókarkápu skáldsögunnar Power & Majesti sem hún hannaði. Í myndskeiðinu sýnir Ólöf Erla, sem starfar í grafíkdeildinni á RÚV, verðlaunagripina, verðlaunakápuna og verk eftir hana. Lífið 22.6.2011 09:43
Gusgus gerði allt vitlaust Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrri útgáfutónleikum GusGus á Nasa við Austurvöll í kvöld en hljómsveitin hélt tvenna tónleika og voru fyrri í beinni útsendingu á Lífinu á Vísi. Nýjasta plata GusGus, Arabian Horse, er að gera allt vitlaust og hefur fengið toppdóma. Á plötunni stillir GusGus upp einvalaliði, með söngvarana Daníel Ágúst, Urði Hákonardóttur og Högna Egilsson í Hjaltalín í forgrunni og skipstjóra sveitarinnar, þá Stebba Steph og Bigga Veiru, við stjórnvölinn. Lífið 19.6.2011 01:47
Fjölmennt á Grímunni 2011 Meðfylgjandi myndir voru teknar af prúðbúnum gestum Grímunnar sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þéttsetið var á verðlaunaafhendingunni sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2. Sýningin Lér konungur eftir William Shakespeare í sviðssetningu Þjóðleikhússins var valin leiksýning ársins, leikstjóri sýningarinnar, Benedict Andrews var valinn besti leikstjórinn, þá var Arnar Jónsson valinn besti leikarinn fyrir burðarhlutverkið í sýningunni en hann var fjarri góðu gamni eins og svo margir verðlaunahafar kvöldsins. Margrét Vilhjálmsdóttir, sem var líka fjarverandi, var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Lé konungi og Atli Rafn Sigurðsson besti leikari í aukahlutverki í sömu sýningu. Unnur Ösp Stefánsdóttir var valin leikkona ársins. Lífið 17.6.2011 10:52
Alíslensk sleipiefni sem svínvirka Ásta Kristín Sýrusdóttir framkvæmdastjóri og Rannveig B. Hrafnkelsdóttir framleiðslustjóri hjá Purity Herbs á Akureyri segja í meðfylgjandi myndskeiði frá kynörvandi sleipiefnum sem nefnast Ástareldur og Unaðsolía, sem þær framleiða fyrir íslenskan og erlendan markað en allar vörur sem þær framleiða eru 100% náttúrulegar. Purity Herbs á Facebook Purityherbs.is Lífið 16.6.2011 13:38