Icesave

Fréttamynd

Fleiri búnir að skrifa undir núna en í fjölmiðlamálinu 2004

Forsetinn fékk lög vegna nýrra Icesave-samninga til undirritunar í dag, en tveir þriðju hlutar Alþingis samþykktu frumvarp vegna samninganna í dag. Fleiri hafa nú skrifað undir áskorun til forsetans en sumarið 2004 þegar forsetinn beitti synjunarvaldi í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.

Innlent
Fréttamynd

Mun hafa jákvæð áhrif á stöðu landsins

„Þessi niðurstaða, að svona sterkur meirihluti samþykki samninginn, er mikilvæg og vonandi sér nú senn fyrir endann á þessu erfiða máli. Lausn þess mun tvímælalaust hafa jákvæð áhrif á stöðu landsins og greiða götu þess að við komumst í eðlileg samskipti við umheiminn og þar með endurreisnar í efnahagsmálum " segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á vef fjármálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Icesave frumvarpið samþykkt á Alþingi

Icesave frumvarpið var samþykkt á Alþingi nú á fjórða tímanum. Alls greiddu 44 þingmenn frumvarpinu atkvæði sitt, 16 greiddu á móti en þrír sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Tvær tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur voru felldar með 33 atkvæðum gegn 30.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar koma fram sem fullvalda þjóð

„Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bart Simpson á móti Icesave á kjósum.is

Teitur Atlason bloggari á DV hefur sýnt fram á að auðvelt sé að svindla á vefsíðunni kjósum.is. Sjálfur hefur hann kosið tvisvar á síðunni, síðast undir nafninu Bart Simpson.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu Icesave fram á nótt

Þriðja og síðasta umræða um Icesave frumvarpið stóð langt fram á nótt, en hún hófst á fimmta tímanum í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Greining: Samþykkt Icesave markar tímamót

„Samþykkt Icesave-samkomulagsins mun marka tímamót í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun. Samþykkt hins nýja samkomulags mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynna undirskriftasöfnun gegn Icesave

Fjórtán manns sem standa á bak við undirskriftarsöfnun gegn Icesave-samningunum kynntu málstað í Þjóðmenningarhúsini nú rétt fyrir hádegið. Söfnun undirskrifta fer fram á vefsíðunni Kjósum.is en þar hafa nú safnast á tólfta þúsund undirskrifta.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu

„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvðagreiðslu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Undirskriftasöfnun gegn Icesave hafin

Undirskriftasöfnun gegn nýju Icesave-frumvarpi er hafin á netinu. Hægt er að nálgast síðuna með því að fara á Kjósa.is en ekki kemur fram hver stendur á bak við framtakið.

Innlent
Fréttamynd

Ítrekuð krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu

Bjarni Benediktsson var ítrekað hvattur til þess að beita sér fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um Icesave samniginn fundi í Valhöll í dag. „Ég vil þakka Bjarna fyrir þessa ræðu, hún sæmdi formanni vel. Það eina sem ég hefði viljað væri að málstaðurinn væri skárri,“ sagði Skafti Harðarson, einn fundarmanna.

Innlent
Fréttamynd

Komumst ekki undan tugmilljarða skuldbindingum

Íslenska þjóðin getur ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingum í Icesave málinu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum fundi í Valhöll í dag. Hann sagði að sú niðurstaða sem nú hefði fengist í samningaferlinu væri ekki fengin með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum. Þær hafi vissulega verið hafðar uppi á fyrri stigum málsins, til dæmis með hryðjuverkalögum sem sett voru á Ísland og innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar leið að endurskoðun efnahagsáælun Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Siv situr hjá í Icesave atkvæðagreiðslu

Framsóknarflokkurinn er ekki einhuga í andstöðu sinni við Icesave samkomulagið. Siv Friðleifsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu um Icesave samkomulagið nú fyrir skömmu. Hún sagði erfitt að benda á betri leið en að samþykkja samninginn og því sæti hún hjá.

Innlent
Fréttamynd

Styrmir Gunnarsson: Meiriháttar pólitísk mistök þingflokksins

„Það eru meiriháttar pólitísk mistök hjá meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins og forystu þess flokks að gera sér ekki grein fyrir þessu. Þess vegna er nú að rísa bylgja andstöðu innan flokksins vegna þessarar afstöðu meirihluta þingflokksins,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vef Evrópuvaktarinnar, en hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, leggi fram tillögu á Alþingi, þar sem lagt yrði til að almenningur fái að kjósa um Icesave-frumvarpið, sem nefndarmenn fjárlaganefndar hafa mælst til að verði samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Benediktsson fær kaldar kveðjur á Facebook

Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti í dag þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin.

Innlent
Fréttamynd

SUS gagnrýnir sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfingin leggst gegn Icesave samningnum

Hreyfingin telur nýja Icesave samninginn of áhættusaman til að hægt sé að samþykkja hann. Þetta kemur fram í nefndaráliti Þórs Saari, sem sæti á í fjárlaganefnd Alþingis. Þór segir í nefndarálitinu að skuldsetning ríkissjóðs og þjóðarbúsins sé nú þegar við þolmörk eða komin yfir þau og því sé of áhættusamt að bæta við skulda vegna Icesave sem geti numið 233 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn um Icesave: „Þetta er auðvitað miklu betri samningur“

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að nýja Icesave samkomulagið sé miklu betra en það gamla. Þetta kemur fram í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag en Ólafur er nú staddur í Davos í Sviss á árlegri ráðstefnu World Economic Forum. Hann segir að Bretar og Hollendingar hafi nú fallist á málflutning Íslendinga þess efnis að fyrri samningurinn hafi verið ósanngjarn í grundvallaratriðum. „Þetta er auðvitað mikið betri samningur," segir Ólafur Ragnar.

Innlent
Fréttamynd

Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd

Meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi Icesave frumvarpið út úr nefndinni í morgun. Málið fer nú til annarar umræðu í þinginu. Fulltrúar minnihlutans í fjárlaganefnd, þeir Höskuldur Þórhallsson Framsóknarflokki og Þór Saari, Hreyfingunni greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins. Reiknað er með að Alþingi taki málið fyrir í annarri umferð í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Almenningur á rétt á að kynna sér símtalið

„Ég vil að öll gögn verði birt nú þegar, það eru ýmsir fleiri sem vilja það innan Fjárlaganefndar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í Fjárlaganefnd, á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaði af símtali Davíðs og Kings verði aflétt

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann hefði óskað eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á að trúnaði af samtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, verði aflétt.

Innlent