Innlent

Kynna undirskriftasöfnun gegn Icesave

Símamynd

Fjórtán manns sem standa á bak við undirskriftarsöfnun gegn Icesave-samningunum kynntu málstað í Þjóðmenningarhúsini nú rétt fyrir hádegið. Söfnun undirskrifta fer fram á vefsíðunni Kjósum.is en þar hafa nú safnast á tólfta þúsund undirskrifta.

Sú áskorun sem fólk styður þar er: „Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Ég heiti jafnframt á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja því lagafrumvarpi staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi. Ég vil að þjóðin fái að úrskurða um þetta mál."

Meðal þeirra sem standa að undirskriftarsöfnuninni og voru á fundinum eru Baldur Ágústsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, og Jón Valur Jensson, guðfræðingur.

Hér er undirskriftalistinn.

Þá var vefsíðan ,,Icesave - já takk" opnuð í gær en þar gefst fólki kostur á að skrifa undir listann til stuðnings þess að Alþingi ljúki málinu fyrir hönd þjóðarinnar og að forseti lýðveldisins skrifi undir lögin án þess að vísa þeim til þjóðarinnar. Síðan í gærkvöld hafa tæplega eitt þúsund manns skrifað nafn sitt á listann, að sögn aðstandenda.

Hér er listinn til stuðnings samningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×