Tennis

Fréttamynd

Federer vann Wimbledon-mótið | Bið Breta lengist

Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla.

Sport
Fréttamynd

Williams-systur unnu í tvíliðaleiknum

Serena Williams vann líka síðari úrslitaleikinn sinn á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Hún bar þá sigur úr býtum í tvíliðaleik kvenna ásamt systur sinni, Venus.

Sport
Fréttamynd

Serena vann Wimbledon-mótið í fimmta sinn

Serena Williams vann sitt fyrsta stórmót í tvö ár þegar hún bar sigur úr býtum á Wimbledon-mótinu í tennis í dag eftir sigur á Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í úrslitum. Þetta var hennar fimmti sigur í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu frá upphafi.

Sport
Fréttamynd

Marray og Murray eru hetjur Breta

Andy Murray verður á morgun fyrsti Bretinn í 74 ár til að keppa til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. En landi hans, Jonny Marray, komst einnig í sögubækurnar.

Sport
Fréttamynd

Bretar lifa í voninni eftir sigur Murray

Skotinn Andy Murray tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Murray lagði Spánverjann David Ferrer að velli í fjögurra setta leik.

Sport
Fréttamynd

Murray í fjórðungsúrslitin

Skotinn Andy Murray komst loksins áfram í fjórðungsúrslit Wimbledon-mótsins í tennis eftir að leik hafði verið frestað tvívegis vegna veðurs.

Sport
Fréttamynd

Ótrúleg endurkoma Federer og tennisáhugafólk andar léttar

Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik.

Sport
Fréttamynd

Sharapova auðveldlega í aðra umferð

Maria Sharapova, efsta kona heimslistans í tennis, var ekki í miklum erfiðleikum með hina áströlsku Anastasiu Rodionovu í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í dag.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Djokovic

Serbinn Novak Djokovic hóf titilvörn sína í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu með þægilegum sigri á Spánverjanum Juan Carlos Ferrero 6-3, 6-3 og 6-1.

Sport
Fréttamynd

Venus úr leik við fyrstu hindrun

Venus Williams heltist úr lestinni í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu sem hófst í London í dag. Williams tapaði í tveimur settum 6-1 og 6-3 gegn hinni rússnesku Elena Vesninu.

Sport