Tennis

Fréttamynd

Bretar lifa í voninni eftir sigur Murray

Skotinn Andy Murray tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Murray lagði Spánverjann David Ferrer að velli í fjögurra setta leik.

Sport
Fréttamynd

Murray í fjórðungsúrslitin

Skotinn Andy Murray komst loksins áfram í fjórðungsúrslit Wimbledon-mótsins í tennis eftir að leik hafði verið frestað tvívegis vegna veðurs.

Sport
Fréttamynd

Ótrúleg endurkoma Federer og tennisáhugafólk andar léttar

Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik.

Sport
Fréttamynd

Sharapova auðveldlega í aðra umferð

Maria Sharapova, efsta kona heimslistans í tennis, var ekki í miklum erfiðleikum með hina áströlsku Anastasiu Rodionovu í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í dag.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Djokovic

Serbinn Novak Djokovic hóf titilvörn sína í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu með þægilegum sigri á Spánverjanum Juan Carlos Ferrero 6-3, 6-3 og 6-1.

Sport
Fréttamynd

Venus úr leik við fyrstu hindrun

Venus Williams heltist úr lestinni í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu sem hófst í London í dag. Williams tapaði í tveimur settum 6-1 og 6-3 gegn hinni rússnesku Elena Vesninu.

Sport
Fréttamynd

Enn syrtir í álinn hjá sparkvissa tenniskappanum

Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti.

Sport
Fréttamynd

Strik í reikninginn hjá Wimbledon-meistaranum

Tenniskonan Petra Kvitova féll úr leik í fyrstu umferð á Eastbourne-mótinu í tennis í Englandi í dag. Mótið er iðulega hugsað sem upphitunarmót fyrir Wimbledon-mótið sem hefst í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara

Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara.

Sport
Fréttamynd

Maria Sharapova vann úrslitaleikinn létt - risamótafernan í húsi

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova tryggði sér sigur á opna franska meistaramótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á Sara Errani frá Ítalíu í tveimur hrinum í úrslitaleiknum, 6-3 og 6-2. Það tók Sharapovu aðeins 89 mínútur að tryggja sér sigur í úrslitaleiknum.

Sport