Þórður Snær Júlíusson Andúð á erlendu Þegar íslensku bankarnir hrundu var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa þeirra "taka höggið“ með því að gera innstæður að forgangskröfum. Íslendingar ákváðu að breyta reglunum eftir á og því var sýndur skilningur á alþjóðavísu, enda blasti kerfishrun við þjóðinni ef önnur leið hefði verið valin. Erlendu kröfuhafarnir voru samt "brenndir“ og það kostaði þá þúsundir milljarða króna. Til viðbótar voru þeir sem settu peninga inn á Icesave-reikninga "brenndir“, enda innstæður útlendinga ekki taldar jafn mikilvægar og innstæður Íslendinga. Fastir pennar 11.10.2012 22:13 Íslenskur veruleiki Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu. Fastir pennar 26.9.2012 21:37 Hagstjórnarmistök Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur Fastir pennar 16.9.2012 22:23 Besti tíminn Íslensk umræða um Evrópusambandið (ESB) snýst að mestu um hversu mikil upplausn ríkir innan sambandsins. Stóryrtir andstæðingar þess að aðildarferli Ísland fái að klárast með þjóðaratkvæðagreiðslu leggja línurnar með einföldunum, dómsdagsvísum og þjóðrembu. Þeim tókst meira að segja að láta kosningar um forseta Íslands snúast um ESB. Sigurstranglegur frambjóðandi þurfti meira að segja að þvo af sér aðildarsinna-stimpil sem sitjandi forseti klíndi á hann með því að líkja inngöngu í sambandið við það að leigja herbergi í brennandi húsi. Fastir pennar 13.9.2012 19:45 Falin skuld er samt skuld Ísland og Grikkland eru, með réttu eða röngu, holdgervingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ástæður hamfara þeirra eru þó afar ólíkar. Ísland féll vegna þess að ofurskuldsettur einkageiri dró þjóðríkið með sér niður en Grikkland felldi sig sjálft með gegndarlausri ríkisskuldabréfaútgáfu og hömlulausu útgjaldafylleríi. Fastir pennar 5.9.2012 18:01 Efnahagurinn, bjáni! Vorið 2009 hefðu alþingiskosningarnar átt að snúast um nokkur lykilatriði í endurreisn fallins efnahags Íslands. Þess í stað lagði fyrsta vinstrisinnaða meirihlutastjórnin upp með stærsta stjórnarsáttmála Íslandssögunnar. Hann innihélt víðtækar breytingar á mörgum sviðum samfélagsins. Því fer fjarri að eining og sátt ríki hjá þjóðinni um þær breytingar. Á tímum þegar samstaða var nauðsynleg hefur sundrung og tortryggni aukist frekar en hitt. Það er eins og stjórnarflokkarnir hafi séð yfirstandandi kjörtímabil sem sitt eina tækifæri til að ýta í gegn öllum sínum hugðarefnum. Fastir pennar 29.8.2012 21:57 Óvirðing Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri olíurisans N1, kastaði blautri tusku framan í íslenska neytendur í viðtali við Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag. Þar er haft eftir Hermanni að eldsneytisverð verði alltaf eins hátt og markaðurinn leyfi vegna þess að "menn vilja hafa þessa arðsemi“ í geiranum. Hann bætti við að "jafnvel þótt stjórnendur N1 hafi gert sér grein fyrir því að félagið hefði burði til þess að lækka verðið þá bar okkur líka skylda til þess að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett“. Hermann rökstyður líka skort á eðlilegri samkeppni með því að markaðsráðandi staða stóru olíufélaganna geri það að verkum að þau megi helst ekki keppa! "Það þarf að ganga varlega um þennan garð og af einhverri virðingu,“ segir Hermann. Fastir pennar 17.8.2012 21:40 Íslensk ábyrgð Þegar íslenska ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að taka yfir byggingu og rekstur Hörpunnar í byrjun árs 2009 var það gert á grundvelli svokallaðrar yfirtökuáætlunar. Hún snerist bæði um ætlaðan kostnað vegna byggingar hússins, hver rekstrargjöld þess yrðu þegar það væri tilbúið og hvers konar tekjum það myndi skila. Líkt og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu á undanförnum dögum þá stóðust þessar áætlanir varla að nokkru leyti. Byggingarkostnaður hefur verið mun hærri en upphaflega var áætlað, rekstrarkostnaður meiri og tekjur mun lægri. Mest sláandi er að tekjur af ráðstefnuhaldi hafa verið 80 prósentum lægri en tilgreint var í upphaflegum áætlunum. Fastir pennar 8.8.2012 21:29 Óréttlæti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst að þeirri niðurstöðu nýverið að kaup nýju bankanna þriggja á ónýtum skuldabréfum úr átta fjárfestingasjóðum, þar á meðal peningamarkaðssjóðum, væri samræmanleg EES-samningnum. Í niðurstöðu þeirra segir: ?ESA lítur svo á að kaupin á skuldabréfasöfnunum, sem sýnilega höfðu skerst verulega í virði, hafi verið fjármögnuð af ríkisfjármunum og að ákvarðanirnar um kaupin megi rekja til íslenska ríkisins?. Síðar segist Fastir pennar 22.7.2012 22:07 Endurteknar staðfestingar Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. Fastir pennar 4.7.2012 09:12 Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. Fastir pennar 19.6.2012 21:22 Vöntun á plani Ferðamönnum sem heimsækja Ísland fer ört fjölgandi. Í fyrra komu hingað 566.600 manns sem var um 15,7 prósentum fleiri en árið áður. Fjöldi þeirra hefur nær tvöfaldast frá aldamótum. Samhliða hefur ferðaþjónusta orðin ein af meginstoðum Íslands við öflun gjaldeyristekna. Fastir pennar 11.6.2012 21:25 Landsfaðirinn Fyrstu kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands fóru fram á sunnudagskvöld. Í þeim steig Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur stórt skref í átt að tryggja sér starfið í fjögur ár til viðbótar þar sem aðrir þátttakendur voru fjarri því að skáka honum. Í stuttu máli fór umræðan fram á vígvelli forsetans. Og það gengur glimrandi vel hjá honum að halda henni þar, enda hefur Ólafur Ragnar margoft sýnt að hann er mjög klókur stjórnmálamaður. Fastir pennar 4.6.2012 17:07 Að elska kvalarann Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. Fastir pennar 30.5.2012 21:55 Ríkisbónus Í desember 2009 var samið um uppgjör milli gamla og nýja Landsbankans. Í því fólst meðal annars að tvö gömul lánasöfn voru færð yfir í þann nýja á mjög, mjög lágu verði. Ef tækist að innheimta meira af lánunum myndu 85 prósent þess fjár renna til gamla bankans, sem í staðinn myndi láta eftir 18,7 prósenta eignarhlut í þeim nýja. Fastir pennar 17.5.2012 21:56 Brjótið lög! Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið sett mikinn þrýsting á lífeyrissjóði landsins um að brjóta lög og taka þátt í að hjálpa þeim að ná skammtímamarkmiðum sínum, á kostnað langtímahagsmuna eigenda sjóðanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskaði eftir því í byrjun október 2008 að lífeyrissjóðirnir flyttu heim helming erlendra eigna sinna, sem þá voru um 250 milljarða króna virði. Ekki þarf að tíunda hvað slík aðgerð hefði haft í för með sér hefðu bankarnir ekki hrunið til grunna og komið í veg fyrir að á hana reyndi. Féð hefði enda væntanlega verið fest, að minnsta kosti að hluta, í fjármálagerningum föllnu bankanna eða ógjaldfærra skuldara þeirra. Fastir pennar 15.5.2012 16:50 Óþolandi ógagnsæi Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það. Fastir pennar 10.5.2012 16:35 Öfgar stela umræðu Það er tískufyrirbrigði að tala niður kosti Íslands og láta líkt og hér sé vart búandi. En auðvitað er margt sem er eftirsóknarvert við Ísland. Hér er eitt besta velferðarkerfi í heimi, andrúmsloftið er hreint og öryggi meira en þekkist víðast hvar annars staðar. Hér ríkir mikið frjálslyndi, virðing fyrir mannréttindum og jafnrétti. Og hér eru auðvitað náttúruauðlindir á borð við fisk, orku og náttúru sem tryggja þjóðinni efnahagslega fótfestu. Fastir pennar 19.4.2012 22:25 Belti, axlabönd og keðjur Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, "Endurreisn fyrirtækja 2012 – Aflaklær eða uppvakningar“, kemur fram að 71% stjórnenda 120 stærstu rekstrarfyrirtækja landsins telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál í atvinnulífinu. Þar er vitnað til athugasemda sem stjórnendurnir gerðu við þetta ástand. Einn stjórnandinn sagði að "lánasamningar og veðskjöl í dag eru orðin með þeim hætti að bankarnir stjórna fyrirtækjunum í reynd. Þannig er algengt að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans […] Fyrirtækin og ákvarðanataka innan þeirra er því í raun á valdi lánveitenda“. Annar stjórnandi sagði að "öll lánaskilyrði bankanna bera með sér að bankinn telji nauðsynlegt að hafa vit fyrir stjórnendum og þeim ekki treyst til að taka ákvarðanir um fjárfestingar og önnur útgjöld þrátt fyrir traust veð“. Fastir pennar 4.4.2012 17:01 Pólitísk kreppa Sitjandi ríkisstjórn er almennt illa liðin. Einungis 31% þjóðarinnar styður hana og ólíklegt virðist að það fylgi muni aukast verulega. Fyrir því eru fjórar ástæður. Í fyrsta lagi hefur hún þurft að taka erfiðari og óvinsælli ákvarðanir en líkast til nokkur önnur ríkisstjórn til að rétta af ríkisreksturinn. Margar þeirra hafa verið algjörlega nauðsynlegar og því marki brenndar að vera hugsaðar með langtímahagsmuni í huga frekar en skammtímavinsældir. Fastir pennar 1.4.2012 22:42 Verðlaunuð áhætta Fréttablaðið greindi frá því í gær að höfuðstóll gengistryggðra lána væri um helmingur af höfuðstól jafnhárra verðtryggðra lána ef miðað er við að bæði lánin hafi verið jafnhá og tekin í júní 2002. Samkvæmt útreikningum sem KPMG vann fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, stendur tíu milljóna króna verðtryggt lán sem tekið var fyrir tæpum tíu árum í 15,3 milljónum króna í dag. Sambærilegt gengistryggt lán stendur í tæpum átta milljónum króna. Fastir pennar 28.3.2012 16:58 Þjóðnýting og misnotkun Íslendingar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði. Hver launamaður greiðir hundruð þúsunda hið minnsta í þá á ári hverju. Í staðinn er þeim lofað "greiðslu lífeyris til æviloka, örorku eða andláts“ samkvæmt lögum um lífeyrissjóði. Til að standa við þetta loforð er sjóðunum gert að skila 3,5% raunávöxtun á ári. Fastir pennar 15.3.2012 19:26 Blásið í bólu Af íslenskri umræðu má á stundum ráða að Ísland sé eina landið sem hafi blásið upp fasteignabólu á góðærisárunum fyrir efnahagshrunið. Það er vitanlega ekki svo. Aukið aðgengi almennings að ódýrum lánum gerði það að verkum að þessi þróun átti sér stað úti um allan heim. Fastir pennar 4.6.2007 12:50 Vítisvélin fóðruð Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að óhjákvæmilegt væri að ráðast í almenna niðurfellingu á húsnæðisskuldum. Þær aðgerðir eru þó ekki almennari en svo að þær eiga að takmarkast við að lækka skuldir afmarkaðs hóps sem tók verðtryggð lán á árunum 2004 til 2008 um 50 milljarða króna. Helgi fylgir ekki nýmóðins tískustraumum og sleppir því að tala um peningaprentun sem raunhæfa leið í þessum efnum. Hann lýðskrumar heldur ekki um að erlendu Fastir pennar 27.2.2012 17:31 Baldur Hæstiréttur dæmdi á föstudag Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Baldur seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192,6 milljónir króna 17. og 18. september 2008, þremur vikum fyrir fall bankans, þrátt fyrir að hann sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Baldur hafi í fimm tilgreindum tilvikum, frá 22. júlí til 16. september 2008 búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans vegna setu sinnar í hópnum þegar hann seldi bréf sín. Fastir pennar 19.2.2012 21:55 Skartgripaafleiða Hinn 6. október 2008 ákvað Seðlabanki Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra, um 80 milljarða króna. Lánið var upphaflega til fjögurra daga og sem veð voru tekin öll hlutabréf Kaupþings í danska bankanum FIH. Í bók Árna Mathiesen "Frá bankahruni til byltingar“ segir að Seðlabankinn hafi "látið Kaupþing hafa allan gjaldeyrisforðann sem þeir voru með hérna heima þannig að það voru engir peningar eftir í Seðlabankanum“. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Kastljósinu sama dag og lánið var veitt að hann "réttlæti það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka […] Ég get sagt það kinnroðalaust“. Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði daginn eftir í sama þætti að ef lánið fengist ekki greitt þá myndi "Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH“. Kaupþing féll þremur dögum síðar. Síðar hefur komið í ljós að FIH bankinn var ekki jafnmikill klettur í hafinu og menn vildu meina. Bankinn þurfti að fá fyrirgreiðslu upp á tæpa 1.100 milljarða króna frá danska ríkinu sumarið 2009. Fastir pennar 14.2.2012 20:49 Lífeyrissjóðirnir plataðir Forsvarsmenn lífeyrissjóða keppast nú um að túlka niðurstöðu nefndar sem gerði úttekt á starfsemi sjóðanna fyrir hrun sér í hag eða segja hana fulla af rangfærslum. Þeir virðast ekki ætla að taka helstu niðurstöðu skýrslunnar til sín. Þá að þeir voru, allt of oft, plataðir til að fjárfesta í vafasömum gerningum. Fastir pennar 8.2.2012 10:41 Kostnaður krónu Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku skýrslu sína um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í henni kom fram að verð á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauðsynjavörum heimila, hefði hækkað um 60% á síðustu sex árum. Sú verðhækkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnað um meira en helming gagnvart evru á umræddu tímabili. Fastir pennar 29.1.2012 22:10 Skattpíning? Þegar íslenska bankakerfið fór á hliðina, gengi krónunnar hrundi og skuldir ríkisins margfölduðust bjuggu flestir sig undir erfiða tíma. Tekjur ríkissjóðs voru enda 478,5 milljörðum króna minni en gjöld hans á árunum 2008-2010. Í fjárlögum áranna 2011 og 2012 var gert ráð fyrir um 58 milljarða króna viðbótarhalla. Ljóst var að gatið sem þurfti að brúa var risavaxið. Það hefur verið gert með lántökum. Til frambúðar var þó ljóst að auka þyrfti tekjur og draga mjög úr kostnaði til að ná jöfnuði. Fastir pennar 17.1.2012 21:47 Gangið lengra Sitjandi ríkisstjórn efndi vilyrði úr stjórnarsáttmála sínum á gamlársdag þegar hún fækkaði ráðuneytum í níu og kynnti áform um að fækka þeim í átta. Opinberar umræður um þessa aðgerð hafa að mestu snúist um persónur þeirra sem þurftu að standa upp úr ráðherrastólum sínum og þá meintu pólitísku óvild sem bjó að baki brottvikningu þeirra. Mun minna hefur verið rætt um hversu skynsamlegt það er að ráðast í skipulagsbreytingar í íslensku stjórnkerfi. Og enn minna um hversu nauðsynlegt er að halda þeim áfram. Fastir pennar 6.1.2012 17:24 « ‹ 1 2 3 ›
Andúð á erlendu Þegar íslensku bankarnir hrundu var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa þeirra "taka höggið“ með því að gera innstæður að forgangskröfum. Íslendingar ákváðu að breyta reglunum eftir á og því var sýndur skilningur á alþjóðavísu, enda blasti kerfishrun við þjóðinni ef önnur leið hefði verið valin. Erlendu kröfuhafarnir voru samt "brenndir“ og það kostaði þá þúsundir milljarða króna. Til viðbótar voru þeir sem settu peninga inn á Icesave-reikninga "brenndir“, enda innstæður útlendinga ekki taldar jafn mikilvægar og innstæður Íslendinga. Fastir pennar 11.10.2012 22:13
Íslenskur veruleiki Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu. Fastir pennar 26.9.2012 21:37
Hagstjórnarmistök Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur Fastir pennar 16.9.2012 22:23
Besti tíminn Íslensk umræða um Evrópusambandið (ESB) snýst að mestu um hversu mikil upplausn ríkir innan sambandsins. Stóryrtir andstæðingar þess að aðildarferli Ísland fái að klárast með þjóðaratkvæðagreiðslu leggja línurnar með einföldunum, dómsdagsvísum og þjóðrembu. Þeim tókst meira að segja að láta kosningar um forseta Íslands snúast um ESB. Sigurstranglegur frambjóðandi þurfti meira að segja að þvo af sér aðildarsinna-stimpil sem sitjandi forseti klíndi á hann með því að líkja inngöngu í sambandið við það að leigja herbergi í brennandi húsi. Fastir pennar 13.9.2012 19:45
Falin skuld er samt skuld Ísland og Grikkland eru, með réttu eða röngu, holdgervingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ástæður hamfara þeirra eru þó afar ólíkar. Ísland féll vegna þess að ofurskuldsettur einkageiri dró þjóðríkið með sér niður en Grikkland felldi sig sjálft með gegndarlausri ríkisskuldabréfaútgáfu og hömlulausu útgjaldafylleríi. Fastir pennar 5.9.2012 18:01
Efnahagurinn, bjáni! Vorið 2009 hefðu alþingiskosningarnar átt að snúast um nokkur lykilatriði í endurreisn fallins efnahags Íslands. Þess í stað lagði fyrsta vinstrisinnaða meirihlutastjórnin upp með stærsta stjórnarsáttmála Íslandssögunnar. Hann innihélt víðtækar breytingar á mörgum sviðum samfélagsins. Því fer fjarri að eining og sátt ríki hjá þjóðinni um þær breytingar. Á tímum þegar samstaða var nauðsynleg hefur sundrung og tortryggni aukist frekar en hitt. Það er eins og stjórnarflokkarnir hafi séð yfirstandandi kjörtímabil sem sitt eina tækifæri til að ýta í gegn öllum sínum hugðarefnum. Fastir pennar 29.8.2012 21:57
Óvirðing Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri olíurisans N1, kastaði blautri tusku framan í íslenska neytendur í viðtali við Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag. Þar er haft eftir Hermanni að eldsneytisverð verði alltaf eins hátt og markaðurinn leyfi vegna þess að "menn vilja hafa þessa arðsemi“ í geiranum. Hann bætti við að "jafnvel þótt stjórnendur N1 hafi gert sér grein fyrir því að félagið hefði burði til þess að lækka verðið þá bar okkur líka skylda til þess að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett“. Hermann rökstyður líka skort á eðlilegri samkeppni með því að markaðsráðandi staða stóru olíufélaganna geri það að verkum að þau megi helst ekki keppa! "Það þarf að ganga varlega um þennan garð og af einhverri virðingu,“ segir Hermann. Fastir pennar 17.8.2012 21:40
Íslensk ábyrgð Þegar íslenska ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að taka yfir byggingu og rekstur Hörpunnar í byrjun árs 2009 var það gert á grundvelli svokallaðrar yfirtökuáætlunar. Hún snerist bæði um ætlaðan kostnað vegna byggingar hússins, hver rekstrargjöld þess yrðu þegar það væri tilbúið og hvers konar tekjum það myndi skila. Líkt og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu á undanförnum dögum þá stóðust þessar áætlanir varla að nokkru leyti. Byggingarkostnaður hefur verið mun hærri en upphaflega var áætlað, rekstrarkostnaður meiri og tekjur mun lægri. Mest sláandi er að tekjur af ráðstefnuhaldi hafa verið 80 prósentum lægri en tilgreint var í upphaflegum áætlunum. Fastir pennar 8.8.2012 21:29
Óréttlæti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst að þeirri niðurstöðu nýverið að kaup nýju bankanna þriggja á ónýtum skuldabréfum úr átta fjárfestingasjóðum, þar á meðal peningamarkaðssjóðum, væri samræmanleg EES-samningnum. Í niðurstöðu þeirra segir: ?ESA lítur svo á að kaupin á skuldabréfasöfnunum, sem sýnilega höfðu skerst verulega í virði, hafi verið fjármögnuð af ríkisfjármunum og að ákvarðanirnar um kaupin megi rekja til íslenska ríkisins?. Síðar segist Fastir pennar 22.7.2012 22:07
Endurteknar staðfestingar Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. Fastir pennar 4.7.2012 09:12
Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. Fastir pennar 19.6.2012 21:22
Vöntun á plani Ferðamönnum sem heimsækja Ísland fer ört fjölgandi. Í fyrra komu hingað 566.600 manns sem var um 15,7 prósentum fleiri en árið áður. Fjöldi þeirra hefur nær tvöfaldast frá aldamótum. Samhliða hefur ferðaþjónusta orðin ein af meginstoðum Íslands við öflun gjaldeyristekna. Fastir pennar 11.6.2012 21:25
Landsfaðirinn Fyrstu kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands fóru fram á sunnudagskvöld. Í þeim steig Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur stórt skref í átt að tryggja sér starfið í fjögur ár til viðbótar þar sem aðrir þátttakendur voru fjarri því að skáka honum. Í stuttu máli fór umræðan fram á vígvelli forsetans. Og það gengur glimrandi vel hjá honum að halda henni þar, enda hefur Ólafur Ragnar margoft sýnt að hann er mjög klókur stjórnmálamaður. Fastir pennar 4.6.2012 17:07
Að elska kvalarann Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. Fastir pennar 30.5.2012 21:55
Ríkisbónus Í desember 2009 var samið um uppgjör milli gamla og nýja Landsbankans. Í því fólst meðal annars að tvö gömul lánasöfn voru færð yfir í þann nýja á mjög, mjög lágu verði. Ef tækist að innheimta meira af lánunum myndu 85 prósent þess fjár renna til gamla bankans, sem í staðinn myndi láta eftir 18,7 prósenta eignarhlut í þeim nýja. Fastir pennar 17.5.2012 21:56
Brjótið lög! Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið sett mikinn þrýsting á lífeyrissjóði landsins um að brjóta lög og taka þátt í að hjálpa þeim að ná skammtímamarkmiðum sínum, á kostnað langtímahagsmuna eigenda sjóðanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskaði eftir því í byrjun október 2008 að lífeyrissjóðirnir flyttu heim helming erlendra eigna sinna, sem þá voru um 250 milljarða króna virði. Ekki þarf að tíunda hvað slík aðgerð hefði haft í för með sér hefðu bankarnir ekki hrunið til grunna og komið í veg fyrir að á hana reyndi. Féð hefði enda væntanlega verið fest, að minnsta kosti að hluta, í fjármálagerningum föllnu bankanna eða ógjaldfærra skuldara þeirra. Fastir pennar 15.5.2012 16:50
Óþolandi ógagnsæi Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það. Fastir pennar 10.5.2012 16:35
Öfgar stela umræðu Það er tískufyrirbrigði að tala niður kosti Íslands og láta líkt og hér sé vart búandi. En auðvitað er margt sem er eftirsóknarvert við Ísland. Hér er eitt besta velferðarkerfi í heimi, andrúmsloftið er hreint og öryggi meira en þekkist víðast hvar annars staðar. Hér ríkir mikið frjálslyndi, virðing fyrir mannréttindum og jafnrétti. Og hér eru auðvitað náttúruauðlindir á borð við fisk, orku og náttúru sem tryggja þjóðinni efnahagslega fótfestu. Fastir pennar 19.4.2012 22:25
Belti, axlabönd og keðjur Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, "Endurreisn fyrirtækja 2012 – Aflaklær eða uppvakningar“, kemur fram að 71% stjórnenda 120 stærstu rekstrarfyrirtækja landsins telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál í atvinnulífinu. Þar er vitnað til athugasemda sem stjórnendurnir gerðu við þetta ástand. Einn stjórnandinn sagði að "lánasamningar og veðskjöl í dag eru orðin með þeim hætti að bankarnir stjórna fyrirtækjunum í reynd. Þannig er algengt að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans […] Fyrirtækin og ákvarðanataka innan þeirra er því í raun á valdi lánveitenda“. Annar stjórnandi sagði að "öll lánaskilyrði bankanna bera með sér að bankinn telji nauðsynlegt að hafa vit fyrir stjórnendum og þeim ekki treyst til að taka ákvarðanir um fjárfestingar og önnur útgjöld þrátt fyrir traust veð“. Fastir pennar 4.4.2012 17:01
Pólitísk kreppa Sitjandi ríkisstjórn er almennt illa liðin. Einungis 31% þjóðarinnar styður hana og ólíklegt virðist að það fylgi muni aukast verulega. Fyrir því eru fjórar ástæður. Í fyrsta lagi hefur hún þurft að taka erfiðari og óvinsælli ákvarðanir en líkast til nokkur önnur ríkisstjórn til að rétta af ríkisreksturinn. Margar þeirra hafa verið algjörlega nauðsynlegar og því marki brenndar að vera hugsaðar með langtímahagsmuni í huga frekar en skammtímavinsældir. Fastir pennar 1.4.2012 22:42
Verðlaunuð áhætta Fréttablaðið greindi frá því í gær að höfuðstóll gengistryggðra lána væri um helmingur af höfuðstól jafnhárra verðtryggðra lána ef miðað er við að bæði lánin hafi verið jafnhá og tekin í júní 2002. Samkvæmt útreikningum sem KPMG vann fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, stendur tíu milljóna króna verðtryggt lán sem tekið var fyrir tæpum tíu árum í 15,3 milljónum króna í dag. Sambærilegt gengistryggt lán stendur í tæpum átta milljónum króna. Fastir pennar 28.3.2012 16:58
Þjóðnýting og misnotkun Íslendingar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði. Hver launamaður greiðir hundruð þúsunda hið minnsta í þá á ári hverju. Í staðinn er þeim lofað "greiðslu lífeyris til æviloka, örorku eða andláts“ samkvæmt lögum um lífeyrissjóði. Til að standa við þetta loforð er sjóðunum gert að skila 3,5% raunávöxtun á ári. Fastir pennar 15.3.2012 19:26
Blásið í bólu Af íslenskri umræðu má á stundum ráða að Ísland sé eina landið sem hafi blásið upp fasteignabólu á góðærisárunum fyrir efnahagshrunið. Það er vitanlega ekki svo. Aukið aðgengi almennings að ódýrum lánum gerði það að verkum að þessi þróun átti sér stað úti um allan heim. Fastir pennar 4.6.2007 12:50
Vítisvélin fóðruð Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að óhjákvæmilegt væri að ráðast í almenna niðurfellingu á húsnæðisskuldum. Þær aðgerðir eru þó ekki almennari en svo að þær eiga að takmarkast við að lækka skuldir afmarkaðs hóps sem tók verðtryggð lán á árunum 2004 til 2008 um 50 milljarða króna. Helgi fylgir ekki nýmóðins tískustraumum og sleppir því að tala um peningaprentun sem raunhæfa leið í þessum efnum. Hann lýðskrumar heldur ekki um að erlendu Fastir pennar 27.2.2012 17:31
Baldur Hæstiréttur dæmdi á föstudag Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Baldur seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192,6 milljónir króna 17. og 18. september 2008, þremur vikum fyrir fall bankans, þrátt fyrir að hann sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Baldur hafi í fimm tilgreindum tilvikum, frá 22. júlí til 16. september 2008 búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans vegna setu sinnar í hópnum þegar hann seldi bréf sín. Fastir pennar 19.2.2012 21:55
Skartgripaafleiða Hinn 6. október 2008 ákvað Seðlabanki Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra, um 80 milljarða króna. Lánið var upphaflega til fjögurra daga og sem veð voru tekin öll hlutabréf Kaupþings í danska bankanum FIH. Í bók Árna Mathiesen "Frá bankahruni til byltingar“ segir að Seðlabankinn hafi "látið Kaupþing hafa allan gjaldeyrisforðann sem þeir voru með hérna heima þannig að það voru engir peningar eftir í Seðlabankanum“. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Kastljósinu sama dag og lánið var veitt að hann "réttlæti það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka […] Ég get sagt það kinnroðalaust“. Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði daginn eftir í sama þætti að ef lánið fengist ekki greitt þá myndi "Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH“. Kaupþing féll þremur dögum síðar. Síðar hefur komið í ljós að FIH bankinn var ekki jafnmikill klettur í hafinu og menn vildu meina. Bankinn þurfti að fá fyrirgreiðslu upp á tæpa 1.100 milljarða króna frá danska ríkinu sumarið 2009. Fastir pennar 14.2.2012 20:49
Lífeyrissjóðirnir plataðir Forsvarsmenn lífeyrissjóða keppast nú um að túlka niðurstöðu nefndar sem gerði úttekt á starfsemi sjóðanna fyrir hrun sér í hag eða segja hana fulla af rangfærslum. Þeir virðast ekki ætla að taka helstu niðurstöðu skýrslunnar til sín. Þá að þeir voru, allt of oft, plataðir til að fjárfesta í vafasömum gerningum. Fastir pennar 8.2.2012 10:41
Kostnaður krónu Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku skýrslu sína um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í henni kom fram að verð á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauðsynjavörum heimila, hefði hækkað um 60% á síðustu sex árum. Sú verðhækkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnað um meira en helming gagnvart evru á umræddu tímabili. Fastir pennar 29.1.2012 22:10
Skattpíning? Þegar íslenska bankakerfið fór á hliðina, gengi krónunnar hrundi og skuldir ríkisins margfölduðust bjuggu flestir sig undir erfiða tíma. Tekjur ríkissjóðs voru enda 478,5 milljörðum króna minni en gjöld hans á árunum 2008-2010. Í fjárlögum áranna 2011 og 2012 var gert ráð fyrir um 58 milljarða króna viðbótarhalla. Ljóst var að gatið sem þurfti að brúa var risavaxið. Það hefur verið gert með lántökum. Til frambúðar var þó ljóst að auka þyrfti tekjur og draga mjög úr kostnaði til að ná jöfnuði. Fastir pennar 17.1.2012 21:47
Gangið lengra Sitjandi ríkisstjórn efndi vilyrði úr stjórnarsáttmála sínum á gamlársdag þegar hún fækkaði ráðuneytum í níu og kynnti áform um að fækka þeim í átta. Opinberar umræður um þessa aðgerð hafa að mestu snúist um persónur þeirra sem þurftu að standa upp úr ráðherrastólum sínum og þá meintu pólitísku óvild sem bjó að baki brottvikningu þeirra. Mun minna hefur verið rætt um hversu skynsamlegt það er að ráðast í skipulagsbreytingar í íslensku stjórnkerfi. Og enn minna um hversu nauðsynlegt er að halda þeim áfram. Fastir pennar 6.1.2012 17:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent