Þorbjörn Þórðarson

Fréttamynd

Hentistefna

Þótt Bandaríkjamenn bæti aðstöðu sína á Keflavíkurflugvelli í gegnum samstarf við Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu þýðir það ekki að þeir geti gengið að því sem vísu að vera hér með fasta viðveru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ásýnd og traust

Þótt stjórnendur fjármálafyrirtækja taki ákvarðanir í góðri trú með rétta hagsmuni að leiðarljósi er það ekki nóg þegar störf þeirra eru metin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afleikur ársins

Það væri algjör afleikur hjá ríkisstjórninni að selja eignarhlut í Landsbankanum núna og það myndi ganga gegn hagsmunum eigandans, íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað liggur á?

Í nokkur ár hefur verið heimild í fjárlögum til að einkavæða allt að 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Happdrættisvinningur í efnahagslögsögunni

Tjón íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja vegna innflutningsbanns Rússa undirstrikar vel mikilvægi makrílsins fyrir þjóðarbúið. Hvað gerist ef makríllinn, sem kom eins og happdrættisvinningur inn í efnahagslögsöguna, fer aftur suður á bóginn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Breytið þessu kerfi fyrir okkur öll

Skattgreiðendur borga 16-18 milljarða króna með íslenska landbúnaðarkerfinu á ári hverju. Kerfi sem allir tapa á og engri ríkisstjórn virðist takast að breyta vegna sterkrar stöðu sérhagsmunaafla sem standa vörð um það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki sofna á verðinum

Ef löggjafinn klárar ekki lagabreytingar til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar strax í haust gætum við horft fram á óbætanlegt tjón í mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grikkir þurfa að segja nei

Ef Grikkir fallast á skilyrði hinna evruríkjanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun það þýða kreppu í landinu um ókomin ár. Þá gæti útganga þeirra úr myntsamstarfinu verið til góðs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrægammar brosa út í annað

Hvers vegna eru stærstu kröfuhafar slitabúa föllnu bankanna svona ánægðir með samkomulagið um stöðugleikaframlagið? Er það vegna þess að íslenska ríkið samdi af sér?

Fastir pennar
Fréttamynd

Virðingarleysið birtist í launaumslaginu

Það er rétt hjá Kára Stefánssyni að háskólamenntun ein og sér á ekki að vera grundvöllur launahækkana heldur hverju umrædd störf skila samfélaginu. En ef framlag ákveðinna háskólamenntaðra stétta verður ekki metið til fjár?

Fastir pennar
Fréttamynd

Fylgispekt er óvinur vaxtar

Fylgispekt við ríkjandi hugmyndir er vandamál í vestrænum samfélögum því fólk heldur að framtíðin verði betri útgáfa samfélagsins eins og það er í dag en ekki allt öðruvísi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Of fáir ferðamenn á Íslandi

Það er útbreiddur misskilningur að Ísland sé að mettast þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Við höfum aðeins nýtt brot af því svigrúmi sem við höfum til að auka verðmætasköpum í ferðaþjónustu með fjölgun ferðamanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjöf á eignum ríkisins

Salan á eignarhlut ríkisbankans Landsbankans á eignarhlut í Borgun hf. á að því er virðist undirverði var eiginleg gjöf á eignum ríkisins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fórnað á altari stöðugleikans

Aðild að ESB og upptaka evru er ekki eitt af stóru málunum í íslensku samfélagi í augnablikinu en gæti verið nátengt eldfimasta viðfangsefni þjóðmálanna í dag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjafir okkar til þeirra

Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári.

Skoðun
Fréttamynd

Símtalið ekki aðalatriði málsins

Það var ómaklegt hjá höfundi Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um liðna helgi að reyna að skrifa söguna sér í hag þannig að ákvörðun um 500 milljóna evra neyðarlán til Kaupþings banka 6. október 2008, banka sem við vitum núna að var að fara á hausinn á þeim tíma, hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar en ekki Seðlabankans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinir klæðalausu keisarar

Það er mat tveggja af virtustu prófessum Vesturlanda í fjármálum og hagfræði að bankakerfi hins vestræna heims hafi í grundvallaratriðum ekkert breyst frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og að bankamenn séu ennþá fastir í hjólförum nákvæmlegu sömu aðferða og hugmyndafræði og leiddu til hrunsins.

Skoðun
Fréttamynd

Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það

Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem við þykjumst vita

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja gerði tilraun til að svara pistli mínum, "Hvað höfum við lært?“ á þessum vettvangi í síðustu viku. Yngvi svaraði ekki gagnrýni minni á bónusvæðingu bankakerfisins eftir hrun en notaði þess í stað dálksentímetrana sína til að reyna að fræða lesendur um kenningar Adams Smith, eins og þær séu einhver ný tíðindi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað höfum við lært?

Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Krafa um kredduleysi

Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu.

Skoðun
Fréttamynd

Stærsta velferðarmálið

Þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær er vaxtakostnaður, eða 84 milljarðar króna. Þrátt fyrir að tekist hafi að lækka kostnaðinn milli ára er ljóst að þetta er ævintýralega há fjárhæð og þessi kostnaður hefur engan veginn lækkað nægilega hratt á síðustu árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engin ríkisábyrgð á innistæðum

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49.

Skoðun