Mikael Torfason

Fréttamynd

Tækifærin sem urðu til í hruninu

Frá hruni hafa flest ný störf orðið til í ferðaþjónustu og fiski. Fiskiðnaðurinn einn og sér hefur skapað yfir ellefu hundruð ný störf og bara í hótel- og veitingahúsarekstri hafa skapast átján hundruð ný störf síðan árið 2008. Flest þessara starfa urðu til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta kom fram í úttekt í Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu fyrr í vikunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvöfalt heilbrigðiskerfi

Á Íslandi bólusetjum við ekki við hlaupabólu, en í fréttum okkar á Stöð 2 í gær og Fréttablaðinu í dag kemur fram að árlega lenda nítján einstaklingar á spítala vegna alvarlegra einkenna af völdum hlaupabólu. Mikill fjöldi barna fær hlaupabólu árlega, með tilheyrandi kláða og óþægindum. Það tekur flesta krakka um tíu daga að jafna sig og mamma og pabbi þurfa að sjálfsögðu að taka sér frí frá vinnu til að sinna börnunum. Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Sjúkdómurinn getur nefnilega farið illa í börn líkt og fullorðna.

Fastir pennar
Fréttamynd

300 ára gamlar kennsluaðferðir

Háskólaumhverfið eins og við þekkjum er um þrjú hundruð ára gamalt. Þótt prófessorar hafi fyrir löngu tekið upp á því að nota tæknina til að varpa upp glærum og festa hljóðnema við skyrtuflipana hefur lítið annað breyst. Margar námsgreinar eru fyrir löngu staðnaðar og fólk tekur milljónir í námslán til að ljúka við nám sem gagnast þeim lítið þegar komið er út á vinnumarkaðinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Staðlað svar: "The computer says no“

Talið er að tólf hundruð íslenskar konur beri með sér BRCA 2 genastökkbreytingu eins og Angelina Jolie. Hún komst í heimsfréttirnar í fyrradag þegar hún sagði frá því að hún hefði látið fjarlægja bæði brjóst sín.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmenningin blómstrar á Íslandi

Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega.

Skoðun
Fréttamynd

45.000 fleiri í hvalaskoðun

Í gær var fyrsta hrefnan drepin í Faxaflóa, rétt fyrir utan skoðunarlínuna svokölluðu. Í fyrra tókst að drepa fimmtíu og þrjú dýr og í ár ætla veiðimenn að gera enn betur. Þeir segja eftirspurnina mikla en kjötið er fyrir heimamarkað og sagt vinsælt á grillið. Kvótinn er tvö hundruð og sextán hrefnur í ár en ekki er talið líklegt að hann verði fullnýttur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sveitarfélögum fækkað um 62

Á Íslandi eru sjötíu og fjögur sveitarfélög. Þeim mætti fækka um sextíu og tvö samkvæmd tillögum svokallaðrar Verkefnastjórnar Samráðsvettvangs en þátttakendur í honum eru leiðtogar stjórnmálaflokka, vinnumarkaðar og atvinnulífs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaupum álfinn

Í dag hefst árleg álfasala SÁÁ og stendur út vikuna. SÁÁ eru félagasamtök sem reka sjúkrahúsið Vog og fjölda annarra meðferðarstofnana. Álfasalan er liður í að fjármagna barna- og fjölskyldudeild SÁÁ. Það má með sanni segja að fátt snerti börn okkar með jafn afdrifaríkum hætti og ofneysla áfengis. Og á Íslandi er áfengi misnotað fram úr hófi. Á Vog koma tveir af hverjum tíu karlmönnum einhvern tíma á lífsleiðinni og ein af hverjum tíu konum. Það er ótrúlegur fjöldi og í raun með ólíkindum hversu stór hluti þjóðarinnar á í vandræðum þegar kemur að áfengis- og vímuefnaneyslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jákvæð mismunun í Kauphöll Íslands

Fyrir fimm árum var aðeins einn af hverjum tíu stjórnarmönnum í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands kona. Ein af hverjum tíu. Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti, nýja tíð og framsýna hugsun komumst við ekki lengra. Fyrr en nú, þegar búið er að samþykkja lög um kynjahlutföll sem taka gildi í haust.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brottfall barna

Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá því að hundruð nemenda hrekjast úr námi á ári hverju vegna andlegra veikinda. Á Íslandi er brottfall úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu samkvæmt Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þriðjungur þeirra ungmenna sem hefja nám í menntaskólum landsins lýkur því ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reykingar eru fíknisjúkdómur

Um þrjátíu og sex þúsund Íslendingar reykja, en það eru innan við fimmtán prósent þjóðarinnar. Samkvæmt alþjóðlegum tölum reykir yfir milljarður jarðarbúa. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að berjast við alvarlegan fíknisjúkdóm. Samkvæmt rannsóknum má rekja eitt af hverjum tíu dauðsföllum fullorðinna í heiminum til reykinga. Fleiri deyja af völdum þessa sjúkdóms en deyja úr alnæmi, ofneyslu lyfja, vegna umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lengt í hengingarólinni

Fram til þessa hefur kosningabaráttan snúist um niðurfellingu á skuldum heimilanna. Reyndar bara þeirra heimila sem skulda húsnæðislán. Nokkrir flokkar tala um leiðréttingu og réttlætismál. Peningarnir eiga að koma úr samningaviðræðum við erlenda vogunarsjóði sem hafa fjárfest hér á landi og sitja fastir með peningana sína á Íslandi vegna gjaldeyrishafta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kleppur er hér enn

Englar alheimsins, sem nú eru til sýningar í Þjóðleikhúsinu, fá fullt hús í Fréttablaðinu í dag; fimm stjörnur. Uppsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar, leikstjóra sýningarinnar, er stórbrotin og svo miklu meira en bara leiksýning. Þarna er sett á stóra svið Þjóðleikhússins túlkun leikhópsins á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar og einnig kafað ofan í tilurð bókarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Margrét Thatcher, konur og við hin

Kvenkyns stjórnendur eru með 188 þúsund krónum lægri laun en karlar samkvæmt launakönnun Hagstofu Íslands. Vinnutíminn er svipaður, segir í könnuninni, en samt fá karlarnir 964 þúsund að meðaltali á mánuði en konurnar 745 þúsund. Þetta er hinn svokallaði óútskýrði launamunur sem okkur gengur hægt að útrýma þrátt fyrir góð fyrirheit.

Fastir pennar
Fréttamynd

Helmingi minna í háskólanema

Félag prófessora stóð fyrir ráðstefnu um málefni háskólanna í vikunni og voru nokkur áhugaverð erindi flutt. Páll Skúlason prófessor spurði hvort háskólabóla væri á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fordómar Þingvallanefndar

Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framsókn er nýi Besti flokkurinn

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 ætlar nærri annar hver Íslendingur að kjósa Framsóknarflokkinn. Hann er langstærsti flokkurinn. Framsókn er nýi Besti flokkurinn en nokkru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fékk Besti flokkurinn hreinan meirihluta í skoðanakönnunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningaloforðin eru rétt að byrja

Í dag eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn stærstur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins einu sinni mælst minni og stjórnarflokkarnir tveir, Vinstri græn og Samfylking, bíða afhroð. Stærsta nýja framboðið er Björt framtíð, afleggjari frá Besta flokknum sem vann stórsigur í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Námsmannabólan

Um aldamótin var næstum helmingur Íslendinga án framhaldsmenntunar en í dag er um þriðjungur Íslendinga einungis með svokallað grunnskólapróf. Fólki með háskólamenntun hefur fjölgað álíka mikið á þessu tímabili og í dag hafa aldrei fleiri Íslendingar verið skráðir í nám í háskóla. Þetta hljóta að teljast frábær tíðindi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skorið niður að slagæð lögreglu

Verkefni ríkisvaldsins númer eitt er stundum sagt vera að tryggja öryggi borgaranna. Til þess þurfum við öfluga lögreglu. Í nýrri skýrslu innanríkisráðuneytisins kemur fram að niðurskurður hjá lögreglu síðustu ár er óhugnanlega nálægt slagæð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjóræningjar stela stjórnarskránni

Ungir kjósendur sem kjósa í fyrsta sinn eru nærri 20 þúsund. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 kemur fram að ef unga fólkið fengi að ráða næði flokkur pírata fimm frambjóðendum á þing. Þegar heildarfjöldi kjósenda er skoðaður á enginn frambjóðandi Pírata möguleika á þingsæti. Þetta hljóta að teljast stórtíðindi og sjaldgæft að svo mikið beri á milli yngri kjósenda og þeirra eldri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að missa vitið en eiga afturkvæmt

Í dag fylgir Fréttablaðinu blað Geðhjálpar en samtökin voru stofnuð fyrir meira en þrjátíu árum. Þau hafa miklu breytt fyrir sína skjólstæðinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild.

Fastir pennar
Fréttamynd

Okkur er ekki treystandi

Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Stríðið gegn fíkniefnum

Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum.

Skoðun