Kosningar 2013
Fylgistapið vonbrigði - verðum að sækja fram
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fylgistap flokksins í síðustu skoðanakönnunum séu mikil vonbrigði. Eina í stöðunni núna sé að sækja fram og trúa á boðskapinn.
Árni Páll skorar á Sigmund Davíð að mæta sér
Það hefur ekki blásið sérstaklega byrlega fyrir Samfylkingunni í skoðannakönnunum síðustu vikna. Það var hinsvegar hugur í þeim sem mættu á baráttugleði flokksins í Gamla Bíói í dag.
Hrikalegt fylgistap hjá stjórninni
Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Ætlaði að draga upp mynd af áhugaverðum leiðtoga
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, segir að tilgangur viðtals síns við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formanns Framsóknarflokksins, hafi verið að draga upp mynd af áhugaverðum og umtöluðum stjórnmálaleiðtoga.
Bjarni segir stefnu flokks síns vera í þágu heimilanna
Fylgishrun, neikvæð umfjöllun og þrýstingur um formannsskipti. Þetta eru verkefni Sjálfstæðismanna þessa dagana. Bjarni Benediktsson fomaður flokksins segir tölurnar ekki snúast um sig og hann langi ekki að hætta í stjórnmálum.
Jákvæðar fréttir af Framsókn en neikvæðar af Sjálfstæðisflokki
Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir forstöðumaður Fjölmiðlavaktarinnar sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina.
Nýju framboðin höfða til yngri kjósenda
Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt.
Framboð Sturlu Jónssonar heitir Sturla Jónsson
Sturla Jónsson, sem þekktastur er fyrir störf sín sem vöruflutningabílstjóri, hefur ákveðið að breyta nafni flokks síns úr Framfaraflokknum og mun flokkurinn nú heita Sturla Jónsson - K listinn. Ástæða breytingarinnar segir Sturla vera þá að miklu fleiri þekki nafnið sitt heldur en nafnið Framfaraflokkurinn. Í samtali við Vísi segir Sturla að flokkurinn sé ekki smáframboð, ekki frekar en önnur framboð. "Það eru ekkert færri menn á listanum hjá okkur heldur en hjá Framsóknarflokknum til dæmis,“ segir hann.
Sigmundur Davíð gerir ísbíltúrinn upp
Sigmundur Davíð gerir mjög svo óhefðbundið viðtal sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, átti við hann og birtist í blaðinu í dag. Í uppgjörinu, sem birtist á vef Sigmundar, segist Sigmundur áður hafa farið í viðtöl hjá blaðamönnum sem voru á öndverðri skoðun í pólitík en þá hafi ekki komið upp vandamál. Viðtalið var tekið á meðan Sigríður Dögg, Sigmundur Davíð og Haraldur Jónasson ljósmyndari skruppu í ísbíltúr á Þingvelli.
Oddviti Samfylkingarinnar vill að Árni segi af sér
Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, krefst afsagnar Árna Sigfússonar bæjarstjóra eða að hann biðjist afsökunar. Friðjón segir að það sé staðfest að Árni hafi brotið stjórnsýslulög og samþykktir Reykjanesbæjar þegar hann ákvað að leggja ekki fyrir bæjarráð innsend drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu innviða í Helguvík og Reykjanesbæ frá Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd Ríkistjórnar Íslands.
Vinstri grænir hvergi bangnir
Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna segir flokkinn þurfa að leggja meiri áherslu á sérstöðu sína.
Eygló Harðardóttir: Margir sem taka undir forgangsröðun okkar
"Við höfum auðvitað fundið fyrir miklum meðbyr,“ segir Eygló Harðardóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, um gott gengi flokksins í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins og birtist í blaðinu í dag.
„Höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum“
Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, telur flokkinn njóta góðs af framgöngu gömlu flokkanna í stjórnarskrármálinu. Píratar mælast með 5,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Reynir að kæra sig inn á kjörskrá
„Svona er þetta bara,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, sem uppgötvaði í gær að hann væri ekki á kjörskrá og þar af leiðandi ekki kjörgengur í komandi alþingiskosningum.
Framsókn nærri meirihluta
Framsóknarflokkinn vantar einn mann upp á þingmeirihluta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fylgishrun Sjálfstæðisflokks heldur áfram. Aðrir flokkar undir tíu prósentum. Píratar ná yfir fimm prósent.
Framsókn tekur fylgi frá öllum
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur helmingast frá því í janúar. Tæp 18 prósent styðja flokkinn nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn er meira en tvöfalt stærri. Stjórnarflokkarnir eru með samanlagt 15 prós
Ísbíltúr með Sigmundi Davíð
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er í viðtali í Fréttatímanum sem kemur út á morgun. Segja má að viðtalið sé í óvenjulegri kantinum enda eru svör Sigmundar ítrekað sett í sögulegt samhengi og orð hans frá fyrri tíð rifjuð upp.
Guðmundur Franklín ekki kjörgengur - hættir sem oddviti í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, er ekki á kjörskrá og því ekki kjörgengur. "Það lítur út fyrir að við verðum að finna nýjan oddvita í kraganum,“ sagði Guðmundur Franklín þegar Vísir hafði samband við hann en þá var hann nýbúinn að frétta að hann væri ekki kjörgengur hér á landi.
Stjórnarmyndun gæti orðið erfið
Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi.
Þrýstingur á að Bjarni fari frá
Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar.
Kjósendur seinni að velja á milli flokka
Flokkarnir hafa tækifæri til að ná til um helmings kjósenda fram í síðustu vikuna fyrir kosningar. Nær helmingur kjósenda ákvað hvað hann ætlaði að kjósa innan við viku fyrir síðustu þingkosningar. Kjósendur nýrra framboða ákveða sig seinna.
Árni Johnsen segir að sér hafi verið bolað burt - Mærir Davíð Oddsson
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi "rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni“ eins og hann orðar það.
Sjálfstæðisflokkurinn á að halda sig til hlés við stjórnarmyndun
Sjálfstæðisflokkurinn á að halda sig til hlés við næstu stjórnarmyndun ef hann fær það fylgi sem honum er spáð í skoðanakönnunum. Þetta sagði Elín Hirst, nýr frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, á fésbókarvegg sínum í gærkvöldi.
Bjarni segir botninum náð
"Nú er botninum náð," segir Bjarni Benediktsson í tölvupósti til flokksbundinna sjálfstæðismanna í dag. Hann segir að Þjóðarpúls Gallup í gær hafi valdið sjálfstæðismönnum vonbrigðum. Sú staða að mælast fjórum vikum fyrir kosningar með 22,4% fylgi sé eitthvað sem sjálfstæðismenn hafi talið óhugsandi fyrir fjórum vikum.
Stefnir í aðra hrunkosningu Sjálfstæðisflokksins
Prófessor í stjórnmálafræði segir að kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins hljóti að vera í uppnámi eftir að hann mældist með aðeins 22% fylgi í nýjustu skoðanakönnun Gallup. Hann segir óhugsandi að Bjarni Benediktsson verði áfram formaður ef þetta verður niðurstaða kosninganna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu könnunarinnar vissulega vonbrigði en hann sé viss um að fylgi flokksins muni aukast fram að kosningum.
Framsókn bætir enn við fylgi sitt
Framsóknarflokkurinn bætir enn við sig fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn fengi 28,3 % atkvæða ef kosið yrði nú. Rúv greinir frá þessu.
Ætla ekki að bjóða sameiginlega fram
Píratar, Dögun og Lýðræðisvaktin ætla ekki að bjóða fram sameiginlega til alþingiskosninga 27. apríl næstkomandi. Í tilkynningu segir að stefnur og áherslumál flokkanna séu að sumu leyti misjöfn og rétt þykir að halda sérkennum þeirra, sérstöðu og sjálfstæði til haga.
Nýju framboðin ræddu mögulegt samstarf
Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref.
„Þetta kemur Dögun ekkert við“
Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, hefur enn ekki fengið greiddar 614 þúsund krónur, auk dráttarvaxta, sem flokkurinn var dæmdur til að greiða henni árið 2009. Margrét furðar sig á því að Dögun, sem Frjálslyndi flokkurinn er nú runninn inn í, skuli hafa ráð á að auglýsa fyrir komandi kosningar en hún sitji eftir án greiðslu.
„Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar“
Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýringu á fylgistapi einfalda.