Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Tugmilljarða tap á dag

Annan daginn í röð var nánast ekkert flogið í Norður-Evrópu. Mat samtaka áætlunarflugfélaga er að tap flugfélaga sé 200 milljónir dollara á dag. Meira en helmingur fluga í evrópskri lofthelgi var felldur niður.

Innlent
Fréttamynd

Slógu upp veislu eftir rýmingu

Hópur fjörutíu breskra skólakrakka þurfti að rjúka frá heitu lambalærinu á kvöldverðarborðinu á Hellishólum í Fljótshlíð á fimmtudagskvöld þegar kallið kom um rýmingu. Maturinn fór þó ekki til spillis heldur var slegið upp veislu í fjöldahjálparmiðstöðinni á Hellu.

Innlent
Fréttamynd

Verðmat eigna hærra en lánin

Skuldir Ólafar Nordal Sjálfstæðisflokki og eiginmanns hennar, Tómasar Más Sigurðssonar, sem námu 113 milljónum króna árið 2007 eru tilkomnar vegna fasteignakaupa.

Innlent
Fréttamynd

Svartur loðinn tuddi og augun öll á floti

Margar sagnir eru til um berdreymi, allt aftur til Íslendingasagnanna. Ef marka má Svein Runólfsson landgræðslustjóra, lifa þær góðu lífi í nútímanum. „Þetta er orðinn fullorðinn maður og kominn á eftirlaun og hann dreymdi draum í vetur, áður en goshrinan hófst. Þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi sagði hann mér frá þessu,“ segir Sveinn.

Innlent
Fréttamynd

Flúorið yfir hættumörkum

„Nú vitum við að þetta er yfir hættumörkum,“ segir Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Kirkjubæjarklaustri, um flúormengunina í öskunni sem fallið hefur úr gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Komust ekki í sjóbirtingsveiði

„Vegna eldgoss í Eyjafjallajökli verða þeir sem eiga veiðileyfi eystra líklegast að sitja heima nema veiðidellan sé svo mikil að farin sé norðurleiðin,“ sagði á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gær. Þá voru einmitt hollaskipti í Tungufljóti í Skaftárhreppi.

Innlent
Fréttamynd

Getur valdið lungnaskaða

Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn.

Innlent
Fréttamynd

Mörg tonn af ferskum fiski bíða eftir flugi

„Við eigum ein sjö tonn af ferskum flökum á Keflavíkurflugvelli sem bíða þess að komast í flug en staðan er vægast sagt mjög óljós. Við erum í stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar Noregi í gegnum smátölvu vegna eldgossins

Öskufallið úr Eyjafjallajökli hefur gríðarlega víðtæk áhrif en fjölmiðlar vestan hafs hafa undanfarið fjallað um hremmingar Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, en hann situr fastur í New York vegna öskufallsins.

Erlent
Fréttamynd

Enn seinkar flugi

Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins til London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Amsterdam í fyrramálið, að morgni 17. apríl, verði seinkað til klukkan 12.00 á hádegi að íslenskum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Rofar til á Eyjafjallajökli

Það er að rofa til yfir Eyjafjallajökli en á þessari mynd má sjá gosmökkinn yfir jöklinum vegna eldgossins. Mökkurinn hefur ekki sést undanfarna daga vegna veðurs. Myndin sem fylgir með fréttinni er tekin rétt fyrir utan Hvolsvöll.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingar kvíða Kötlugosi

Öngþveiti ríkir í samgöngum í Evrópu. Flugmálayfirvöld gera ekki ráð fyrir að flug komist í eðlilegt horf fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Menn eru þegar farnir að kvíða fyrir Kötlugosi.

Innlent
Fréttamynd

Hverfandi líkur á að vatnsból mengist vegna öskufalls

Hverfandi hætta er á að vatnsból spillist komi til öskufalls á þau, jafnvel þó þau séu opin samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Vatnsveita OR á höfuðborgarsvæðinu hefur um áratugaskeið eingöngu sótt vatn í borholur.

Innlent
Fréttamynd

Markarfljót hækkar

Um klukkan sex í kvöld mældist 50 sentímetra hækkun vatnsyfirborðs við gömlu Markarfljótsbrúna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra boðaði til fundar um fæðuöryggi

Jón Bjarnason Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í ráðuneytinu í dag um möguleg áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á landbúnað og sjávarútveg og viðbrögð við því.

Innlent
Fréttamynd

Iceland Express fer til Glasgow klukkan sex

Flugvél frá Iceland Express fer til Glasgow klukkan sex í dag, en flugheimild hefur fengist þangað. Flugið nýtist einkum þeim, sem áttu bókað til London Gatwick eða London Stansted, samkvæmt fréttatilkynningu frá Iceland Express.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt flóð að hefjast

Það er nýtt flóð á leiðinni úr Eyjafjallajökli, segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli. Flóðið er rétt að byrja og ekki ljóst á þessari stundu hversu stórt það er.

Innlent
Fréttamynd

Rykið úr gosinu alveg ógeðslegt

„Þetta var alveg svakalegt hérna í gær. Það var bara myrkur eins og þegar maður er að fara að sofa á kvöldin, segir Bjarney Sigvaldadóttir, bóndi á Bakkakoti við Kirkjubæjarklaustur. Hún og Torfi Jónsson eiginmaður hennar voru með barnabörnin hjá sér þegar að gosið hófst í Eyjafjallajökli og

Innlent
Fréttamynd

Veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs lokað

Vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er lokaður, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Kirkjubæjarklaustri búast menn við miklu öskufalli á næstu mínútum. Verið er að útbýtta grímum niðri í sveitum.

Innlent
Fréttamynd

Gosstrókar náðu 8 km hæð í morgun

Gosstrókar fóru upp fyrir 8 km hæð þrisvar í morgun en er að jafnaði í um 5 kílómetra hæð. Óróatoppar komu fram á svipuðum tíma á skjálftamælum. Þeir voru þó orkuminni en púlsar sem komu fram fyrir hlaupið í gær. Óróatopparnir sjálst á jarðskjálftamælum frá Kaldárseli í Hafnarfirði að Kálfafelli í Suðursveit.

Innlent
Fréttamynd

Komu mjólk yfir gömlu brúna

Þrír stórir mjólkurbílar fóru yfir gömlu brúnna á Markarfljóti klukkan hálf tíu í morgun og eru byrjaðir að safna mjólk af bæjum fyrir austan fljótið. Hún verður svo selflutt á léttum bíl vestur yfir brúnna.

Innlent
Fréttamynd

Öskulag sest á bíla í Danmörku

Öskulag hefur lagst á bíla á vesturhluta Jótlands í Danmörku, samkvæmt frétt Jyllands Posten. Á vefútgáfu blaðsins segir að burtséð frá þeirri röskun sem hafi orðið á flugi ætti það að vera ómögulegt að Danir upplifi öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli. Þetta hafi nú samt gerst.

Erlent
Fréttamynd

Flogið til Skotlands klukkan tvö

Icelandair efnir til aukaflugs til Glasgow í Skotlandi, og verður brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 14.00. Í tilkynningu frá félaginu segir að heimild hafi fengist til flugsins. Í ljósi þess hversu margir farþegar eru staðsettir hér á landi sem strandaglópar vegna eldgossins hefur verið ákveðið að bjóða upp á flug þangað.

Innlent
Fréttamynd

Opnun tefst enn um sinn - gamla brúin opin með takmörkunum

Ljóst er að hringvegurinn við Markarfljót verður ekki opnaður á hádegi eins og stefnt var að. Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að vegna flóðanna í gærkvöldi og í nótt hafa skapast nýjar aðstæður. Gamla brúin yfir Markarfljót hefur þó verið opnuð, með takmörkunum þó.

Innlent
Fréttamynd

Askan úr Eyjafjallajökli fyllti hótel í Kaupmannahöfn

Nær öll hótel í Kaupmannahöfn voru yfirfull af gestum í nótt vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Gestirnir voru flugfarþegar sem eru strandaglópar í borginni þar sem allt flug til og frá Danmörku leggur niðri. Svipuð staða hefur eflaust verið upp á teningnum í fleiri stórborgum um norðanverða Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Andlit eldgossins

Þessi magnaða mynd sem tekin var með sérstakri myndavél um borð í vél Landhelgisgæslunnar TF-SIF í gær. Myndin sýnir þrjú megin gosop eldgossins á Eyjafjallajökli. Gosopin eru 200 til 500 metrar í þvermál.

Innlent