„Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 22:39 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar síðan á miðnætti í nótt en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir um að ræða „gríðarlegt magn.“ „Ég get alveg sagt þér strax að það er ekkert hægt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um næstu vendingar í jarðhræringum við Grímsey. „En þetta er bara stöðugt. Í dag voru eitthvað í kringum tíu skjálftar yfir þremur og þetta er gríðarlegt magn. Þetta eru alveg rúmlega 1500 skjálftar, ef ekki meira, í dag og heldur bara áfram.“Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag eins og sést á þessu korti.Veðurstofa íslandsAukið mannafl þurft til að vakta Enginn stór skjálfti hefur þó mælst síðan fyrri part dags. „En við höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist, það verður bara að koma í ljós,“ segir Salóme en bætir við að enginn gosórói hafi enn fylgt skjálftunum.Sjá einnig: Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Salóme segir mikið álag á starfsfólki Veðurstofunnar sem vinni við að vakta skjálftana. Aukið mannafl hafi þurft við skjálftavaktina og sérfræðingar kallaðir sérstaklega út. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar við Grímsey undanfarin misseri og þá hefur ein slík nú staðið nær óslitið síðan 14. febrúar. Margir skjálftanna hafa fundist í Grímsey, einn Grímseyingur flúði til að mynda hús sitt í vikunni og svaf um borð í báti sínum. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," sagði Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, í samtali við fréttastofu. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12 Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00 Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar síðan á miðnætti í nótt en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir um að ræða „gríðarlegt magn.“ „Ég get alveg sagt þér strax að það er ekkert hægt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um næstu vendingar í jarðhræringum við Grímsey. „En þetta er bara stöðugt. Í dag voru eitthvað í kringum tíu skjálftar yfir þremur og þetta er gríðarlegt magn. Þetta eru alveg rúmlega 1500 skjálftar, ef ekki meira, í dag og heldur bara áfram.“Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag eins og sést á þessu korti.Veðurstofa íslandsAukið mannafl þurft til að vakta Enginn stór skjálfti hefur þó mælst síðan fyrri part dags. „En við höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist, það verður bara að koma í ljós,“ segir Salóme en bætir við að enginn gosórói hafi enn fylgt skjálftunum.Sjá einnig: Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Salóme segir mikið álag á starfsfólki Veðurstofunnar sem vinni við að vakta skjálftana. Aukið mannafl hafi þurft við skjálftavaktina og sérfræðingar kallaðir sérstaklega út. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar við Grímsey undanfarin misseri og þá hefur ein slík nú staðið nær óslitið síðan 14. febrúar. Margir skjálftanna hafa fundist í Grímsey, einn Grímseyingur flúði til að mynda hús sitt í vikunni og svaf um borð í báti sínum. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," sagði Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, í samtali við fréttastofu.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12 Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00 Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12
Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00
Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46
Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15