Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 | Höskuldur hetja Blika Haraldur Árni Hróðmarsson á Kópavogsvelli skrifar 20. maí 2015 13:09 Hetjan Höskuldur er hér á ferðinni í kvöld. vísir/ernir Breiðablik bjargaði sér með naumindum frá því að gera fjórða jafntefli sitt í röð þegar þeir tóku á móti Völsurum á Kópavogsvelli í kvöld. Valsarar unnu frækinn sigur á FH í síðustu umferð en hvorugt liðið náði einhverjum hæðum í kvöld. Leikurinn var illa leikinn að mestu og bragðdaufur en Höskuldur Gunnlaugsson bjargaði því sem bjargað varð og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu Fyrri hálfleikur var bragðdaufur með eindæmum og komst hvorugt liðið almennilega í gang. Valsarar misstu fyrirliða sinn, Hauk Pál Sigurðsson, meiddan af velli eftir 20 mínútna leik og Ian Williamson kom í hans stað. Þrátt fyrir það voru Hlíðarendapiltar sterkari lungan úr hálfleiknum og fengu besta færi hálfleiksins á 23. mínútu þegar Bjarni Ólafur komst inn í dapra sendingu Damirs Muminovic. Bjarni sendi boltann á Kristinn Frey sem lagði hann innfyrir vörn Blika og á Bjarna en skot hans var hræðilegt og lak í fangið á Gunnleifi Gunnleifssyni. Blikar áttu nokkrar fyrirgjafir frá vinstri vængnum, eina frá Arnþóri Ara og tvær frá Kristni Jónssyni, sem sköpuðu skotfæri en Blikar náðu ekki góðum tilraunum á markið. Kristinn Freyr Sigurðsson var langbesti maður vallarins í fyrri hálfleik og áttu Blikar í miklum erfiðleikum með hann en liðsfélagar hans náði ekki að fylgja fordæmi hans. Breiðablik mættu sterkari til leiks í síðari hálfleik og stoppuðu upp í öll göt á vörninni. Valsarar áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi og létu sér lynda að skjóta af löngu færi trekk í trekk. Gunnleifur Gunnleifsson stóð vaktina að prýði í marki Blika og þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleiknum. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 81. mínútu. Kristinn Jónsson lék upp vinstri vænginn og gaf fasta fyrirgjöf meðfram jörðinni. Boltinn hafnaði hjá Höskuldi rétt utan markteigs sem stýrði boltanum í netið af yfirvegun. Gott mark hjá þessum efnilega leikmanni sem var óheppinn að skora ekki annað mark tveimur mínútum síðar en þá sá Ingvar Kale við honum. Valsarar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og þrýstu Blikunum djúpt á sinn vallarhelming en allt kom fyrir ekki. Guðjón Pétur Lýðsson fékk loks dauðafæri í uppbótartíma en Daninn Thomas Guldborg Christensen bjargaði frá honum með frábærri tæklingu. Blikar geta hrósað happi yfir sigri kvöldsins því þeir léku ekkert sérstaklega. Oliver átti ágætan síðari hálfleik, Gunnleifur var öruggur og Kristinn Jónsson var líflegur en sóknarleikur liðsins var hugmyndasnauður og Ellert Hreinsson sást ekki í leiknum. Jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik. Valsarar náðu ekki að fylgja eftir glæstum sigri á sunnudagskvöld gegn FH-ingum. Sigurður Egill, sem var frábær í síðasta leik, sást varla. Kristinn Freyr var besti maður Vals ásamt Dananum Christensen og Andri Adolphsson átti nokkra lipra spretti en liðið hélt ekki dampi í kvöld og geta nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki fengið stig í kvöld.Arnar: Ágætt að jafnteflisumræðunni sé lokið Arnari Grétarssyni, þjálfara Blika, var létt í leikslok. „Ég er gríðarlega sáttur með að ná í fyrsta sigurinn, leikurinn var afar erfiður og jafn og hefði getað fallið á báða bóga en ég er feginn að hann féll okkar megin," sagði Arnar sem hrósaði sínu liði fyrir vinnusemi. Blikar hefðu sett óheppilegt met með jafntefli. „Það er ágætt að umræðunni um jafnteflismetið sem við hefðum getað sett sé lokið og við getum litið fram veginn." En hvernig lítur framhaldið út hjá Blikum? „Við eigum erfiðan leik uppi á Skaga í næstu umferð þurfum að vera vel gíraðir fyrir hann því við viljum vera í efri kantinum og þá þurfa menn að vera vel gíraðir í hvern einasta leik," sagði Arnar.Ólafur: Hundfúlt að fá engin stig Aðspurður hvort ekki hefði verið óþarfi að tapa leik kvöldsins sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Mér fannst grátlegt að tapa þessum leik og er mjög fúll með það. Leikurinn var í jafnvægi lungan úr leiknum en það er hundfúlt að fara héðan með núll stig." Valur sigraði FH í síðustu umferð og lék á alls oddi en náðu ekki að byggja ofan á þá frammistöðu: „Sigurinn í síðasta leik telur ekkert, það er nú bara þannig." Ólafur var ekki tilbúinn til að staldra of lengi við leik kvöldsins. „Það er mikið eftir af þessu móti og við vildum vinna þennan leik en það tókst því miður ekki," sagði Ólafur JóhannessonHöskuldur: Kærkomið að vinna leik Kantmaðurinn ungi Höskuldur Gunnlaugsson, hetja Blika, var sáttur í leikslok. „Valsarar voru góðir í fyrri hálfleik og Gulli stóð stig vel í markinu en mér fannst við sterkari aðilinn síðasta hálftíma leiksins," sagði Höskuldur. Hann vann sér sæti í liðinu á undirbúningstímabilinu og hefur verið líflegur í upphafi móts. „Það var virkilega góð tilfinning að skora sigurmarkið í þessum leik, ég hefði viljað skorað aftur stuttu eftir markið sem tókst ekki en það er kærkomið að vinna leik loksins og skora sigurmarkið." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Breiðablik bjargaði sér með naumindum frá því að gera fjórða jafntefli sitt í röð þegar þeir tóku á móti Völsurum á Kópavogsvelli í kvöld. Valsarar unnu frækinn sigur á FH í síðustu umferð en hvorugt liðið náði einhverjum hæðum í kvöld. Leikurinn var illa leikinn að mestu og bragðdaufur en Höskuldur Gunnlaugsson bjargaði því sem bjargað varð og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu Fyrri hálfleikur var bragðdaufur með eindæmum og komst hvorugt liðið almennilega í gang. Valsarar misstu fyrirliða sinn, Hauk Pál Sigurðsson, meiddan af velli eftir 20 mínútna leik og Ian Williamson kom í hans stað. Þrátt fyrir það voru Hlíðarendapiltar sterkari lungan úr hálfleiknum og fengu besta færi hálfleiksins á 23. mínútu þegar Bjarni Ólafur komst inn í dapra sendingu Damirs Muminovic. Bjarni sendi boltann á Kristinn Frey sem lagði hann innfyrir vörn Blika og á Bjarna en skot hans var hræðilegt og lak í fangið á Gunnleifi Gunnleifssyni. Blikar áttu nokkrar fyrirgjafir frá vinstri vængnum, eina frá Arnþóri Ara og tvær frá Kristni Jónssyni, sem sköpuðu skotfæri en Blikar náðu ekki góðum tilraunum á markið. Kristinn Freyr Sigurðsson var langbesti maður vallarins í fyrri hálfleik og áttu Blikar í miklum erfiðleikum með hann en liðsfélagar hans náði ekki að fylgja fordæmi hans. Breiðablik mættu sterkari til leiks í síðari hálfleik og stoppuðu upp í öll göt á vörninni. Valsarar áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi og létu sér lynda að skjóta af löngu færi trekk í trekk. Gunnleifur Gunnleifsson stóð vaktina að prýði í marki Blika og þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleiknum. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 81. mínútu. Kristinn Jónsson lék upp vinstri vænginn og gaf fasta fyrirgjöf meðfram jörðinni. Boltinn hafnaði hjá Höskuldi rétt utan markteigs sem stýrði boltanum í netið af yfirvegun. Gott mark hjá þessum efnilega leikmanni sem var óheppinn að skora ekki annað mark tveimur mínútum síðar en þá sá Ingvar Kale við honum. Valsarar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og þrýstu Blikunum djúpt á sinn vallarhelming en allt kom fyrir ekki. Guðjón Pétur Lýðsson fékk loks dauðafæri í uppbótartíma en Daninn Thomas Guldborg Christensen bjargaði frá honum með frábærri tæklingu. Blikar geta hrósað happi yfir sigri kvöldsins því þeir léku ekkert sérstaklega. Oliver átti ágætan síðari hálfleik, Gunnleifur var öruggur og Kristinn Jónsson var líflegur en sóknarleikur liðsins var hugmyndasnauður og Ellert Hreinsson sást ekki í leiknum. Jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik. Valsarar náðu ekki að fylgja eftir glæstum sigri á sunnudagskvöld gegn FH-ingum. Sigurður Egill, sem var frábær í síðasta leik, sást varla. Kristinn Freyr var besti maður Vals ásamt Dananum Christensen og Andri Adolphsson átti nokkra lipra spretti en liðið hélt ekki dampi í kvöld og geta nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki fengið stig í kvöld.Arnar: Ágætt að jafnteflisumræðunni sé lokið Arnari Grétarssyni, þjálfara Blika, var létt í leikslok. „Ég er gríðarlega sáttur með að ná í fyrsta sigurinn, leikurinn var afar erfiður og jafn og hefði getað fallið á báða bóga en ég er feginn að hann féll okkar megin," sagði Arnar sem hrósaði sínu liði fyrir vinnusemi. Blikar hefðu sett óheppilegt met með jafntefli. „Það er ágætt að umræðunni um jafnteflismetið sem við hefðum getað sett sé lokið og við getum litið fram veginn." En hvernig lítur framhaldið út hjá Blikum? „Við eigum erfiðan leik uppi á Skaga í næstu umferð þurfum að vera vel gíraðir fyrir hann því við viljum vera í efri kantinum og þá þurfa menn að vera vel gíraðir í hvern einasta leik," sagði Arnar.Ólafur: Hundfúlt að fá engin stig Aðspurður hvort ekki hefði verið óþarfi að tapa leik kvöldsins sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Mér fannst grátlegt að tapa þessum leik og er mjög fúll með það. Leikurinn var í jafnvægi lungan úr leiknum en það er hundfúlt að fara héðan með núll stig." Valur sigraði FH í síðustu umferð og lék á alls oddi en náðu ekki að byggja ofan á þá frammistöðu: „Sigurinn í síðasta leik telur ekkert, það er nú bara þannig." Ólafur var ekki tilbúinn til að staldra of lengi við leik kvöldsins. „Það er mikið eftir af þessu móti og við vildum vinna þennan leik en það tókst því miður ekki," sagði Ólafur JóhannessonHöskuldur: Kærkomið að vinna leik Kantmaðurinn ungi Höskuldur Gunnlaugsson, hetja Blika, var sáttur í leikslok. „Valsarar voru góðir í fyrri hálfleik og Gulli stóð stig vel í markinu en mér fannst við sterkari aðilinn síðasta hálftíma leiksins," sagði Höskuldur. Hann vann sér sæti í liðinu á undirbúningstímabilinu og hefur verið líflegur í upphafi móts. „Það var virkilega góð tilfinning að skora sigurmarkið í þessum leik, ég hefði viljað skorað aftur stuttu eftir markið sem tókst ekki en það er kærkomið að vinna leik loksins og skora sigurmarkið."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira