Handbolti

Strákarnir hans Patreks misstigu sig gegn Finnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrekur og félagar töpuðu óvænt fyrir Finnum.
Patrekur og félagar töpuðu óvænt fyrir Finnum. vísir/getty
Austurríska handboltalandsliðið, sem Patrekur Jóhannesson þjálfar, tapaði óvænt fyrir Finnum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Lokatölur 27-31, Finnlandi í vil.

Austurríkismenn fóru illa að ráði sínu á lokakafla leiksins. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka kom Raul Santos Austurríki tveimur mörkum yfir, 23-21.

Þá tóku Finnar heldur betur við sér, unnu síðasta stundarfjórðunginn 10-4 og leikinn með fjórum mörkum, 27-31.

Finnar eru með tvö stig í riðli 3, líkt og Spánverjar sem unnu öruggan níu marka sigur, 30-21, á Bosníu.

Alls fóru 11 leikir fram í undankeppninni í kvöld.

Íslendingar unnu eins marks sigur, 25-24, á Tékkum í miklum spennuleik í riðli 4. Ísland er með tvö stig líkt og Makedónía sem vann Úkraínu, 27-21.

Evrópumeistarar Þýskalands unnu stórsigur á Portúgal, 35-24, í riðli 5. Í sama riðli bar Slóvenía sigurorð af Sviss, 32-27.

Norðmenn fóru létt með Belga í riðli 7 og unnu níu marka sigur, 35-26.

Úrslit kvöldsins:

Riðill 1:

Ungverjaland 24-16 Lettland

Riðill 2:

Hvíta-Rússland 23-26 Rúmenía

Riðill 3:

Austurríki 27-31 Finnland

Spánn 30-21 Bosnía

Riðill 4:

Ísland 25-24 Tékkland

Makedónía 27-21 Úkraína

Riðill 5:

Þýskaland 35-24 Portúgal

Slóvenía 32-27 Sviss

Riðill 6:

Rússland 31-31 Slóvakía

Riðill 7:

Noregur 35-26 Belgía


Tengdar fréttir

Lazarov skaut Úkraínumenn í kaf

Makedónía bar sigurorð af Úkraínu, 27-21, í fyrsta leik D-riðils í undankeppni EM 2018 í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×