Heimir með Viðar Örn í hópnum á móti Tyrklandi og Kósóvó | Svona lítur hópurinn út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:23 Heimir Hallgrímsson tilkynnir hópinn. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Heimir og KSÍ héldu blaðamannafund í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og þar var farið yfir hvaða leikmenn fá það stóra verkefni að tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska liðið spilar fyrst út í Tyrklandi en kemur svo heim og mætir liði Kósóvó á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er eins og er við hlið Króatíu á toppi riðilsins en situr í öðru sætinu á lakari markatölu. Tyrkir og Úkraínumenn eru tveimur stigum á eftir og spennan því mikil fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins. Heimir gerir ekki stórar breytingar á hópnum sem lék á móti Finnlandi og Úkraínu í byrjun þessa mánaðar. Hann velur 25 manna hóp þar sem margir leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi og geta því verið í banni í seinni leiknum. Þetta er sami hópur og var síðast fyrir utan það að markvörðurinn Ingvar Jónsson dettur út og Ögmundur Kristinsson kemur inn. Þá bætist Arnór Smárason inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson er áfram í hópnum en Heimir tók hann inn á milli leikja í síðasta verkefni og ætlar Heimir að gefa Viðari fleiri tækifæri til að sýna sig á æfingum. Emil Hallfreðsson verður í leikbanni í leiknum út í Tyrklandi eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á móti Úkraínu í síðasta leik. Af þeim sökum er Heimir með fjölmennari hóp að þessu sinni eða alls 25 leikmenn.Landsliðshópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósovó.mynd/ksíHópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Rúnar Alex Rúnarsson, FC Nordsjæland Ögmundur Kristinsson, ExcelsiorVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan FC Kári Árnason, Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson, Brøndby IFMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Birkir Bjarnason, Aston Villa FC Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio (Í banni á móti Tyrklandi) Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson, Everton FC Rúrik Gíslason, 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Arnóri Ingvi Traustason, AEK Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Club Arnór Smárason, HammarbySóknarmenn Alfreð Finnbogason, FC Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Reading FC Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Viðar Örn Kjartansson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Heimir og KSÍ héldu blaðamannafund í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og þar var farið yfir hvaða leikmenn fá það stóra verkefni að tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska liðið spilar fyrst út í Tyrklandi en kemur svo heim og mætir liði Kósóvó á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er eins og er við hlið Króatíu á toppi riðilsins en situr í öðru sætinu á lakari markatölu. Tyrkir og Úkraínumenn eru tveimur stigum á eftir og spennan því mikil fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins. Heimir gerir ekki stórar breytingar á hópnum sem lék á móti Finnlandi og Úkraínu í byrjun þessa mánaðar. Hann velur 25 manna hóp þar sem margir leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi og geta því verið í banni í seinni leiknum. Þetta er sami hópur og var síðast fyrir utan það að markvörðurinn Ingvar Jónsson dettur út og Ögmundur Kristinsson kemur inn. Þá bætist Arnór Smárason inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson er áfram í hópnum en Heimir tók hann inn á milli leikja í síðasta verkefni og ætlar Heimir að gefa Viðari fleiri tækifæri til að sýna sig á æfingum. Emil Hallfreðsson verður í leikbanni í leiknum út í Tyrklandi eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á móti Úkraínu í síðasta leik. Af þeim sökum er Heimir með fjölmennari hóp að þessu sinni eða alls 25 leikmenn.Landsliðshópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósovó.mynd/ksíHópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Rúnar Alex Rúnarsson, FC Nordsjæland Ögmundur Kristinsson, ExcelsiorVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan FC Kári Árnason, Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson, Brøndby IFMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Birkir Bjarnason, Aston Villa FC Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio (Í banni á móti Tyrklandi) Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson, Everton FC Rúrik Gíslason, 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Arnóri Ingvi Traustason, AEK Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Club Arnór Smárason, HammarbySóknarmenn Alfreð Finnbogason, FC Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Reading FC Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Viðar Örn Kjartansson
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira