Heimir með Viðar Örn í hópnum á móti Tyrklandi og Kósóvó | Svona lítur hópurinn út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:23 Heimir Hallgrímsson tilkynnir hópinn. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Heimir og KSÍ héldu blaðamannafund í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og þar var farið yfir hvaða leikmenn fá það stóra verkefni að tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska liðið spilar fyrst út í Tyrklandi en kemur svo heim og mætir liði Kósóvó á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er eins og er við hlið Króatíu á toppi riðilsins en situr í öðru sætinu á lakari markatölu. Tyrkir og Úkraínumenn eru tveimur stigum á eftir og spennan því mikil fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins. Heimir gerir ekki stórar breytingar á hópnum sem lék á móti Finnlandi og Úkraínu í byrjun þessa mánaðar. Hann velur 25 manna hóp þar sem margir leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi og geta því verið í banni í seinni leiknum. Þetta er sami hópur og var síðast fyrir utan það að markvörðurinn Ingvar Jónsson dettur út og Ögmundur Kristinsson kemur inn. Þá bætist Arnór Smárason inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson er áfram í hópnum en Heimir tók hann inn á milli leikja í síðasta verkefni og ætlar Heimir að gefa Viðari fleiri tækifæri til að sýna sig á æfingum. Emil Hallfreðsson verður í leikbanni í leiknum út í Tyrklandi eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á móti Úkraínu í síðasta leik. Af þeim sökum er Heimir með fjölmennari hóp að þessu sinni eða alls 25 leikmenn.Landsliðshópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósovó.mynd/ksíHópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Rúnar Alex Rúnarsson, FC Nordsjæland Ögmundur Kristinsson, ExcelsiorVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan FC Kári Árnason, Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson, Brøndby IFMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Birkir Bjarnason, Aston Villa FC Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio (Í banni á móti Tyrklandi) Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson, Everton FC Rúrik Gíslason, 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Arnóri Ingvi Traustason, AEK Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Club Arnór Smárason, HammarbySóknarmenn Alfreð Finnbogason, FC Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Reading FC Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Viðar Örn Kjartansson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Heimir og KSÍ héldu blaðamannafund í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og þar var farið yfir hvaða leikmenn fá það stóra verkefni að tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska liðið spilar fyrst út í Tyrklandi en kemur svo heim og mætir liði Kósóvó á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er eins og er við hlið Króatíu á toppi riðilsins en situr í öðru sætinu á lakari markatölu. Tyrkir og Úkraínumenn eru tveimur stigum á eftir og spennan því mikil fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins. Heimir gerir ekki stórar breytingar á hópnum sem lék á móti Finnlandi og Úkraínu í byrjun þessa mánaðar. Hann velur 25 manna hóp þar sem margir leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi og geta því verið í banni í seinni leiknum. Þetta er sami hópur og var síðast fyrir utan það að markvörðurinn Ingvar Jónsson dettur út og Ögmundur Kristinsson kemur inn. Þá bætist Arnór Smárason inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson er áfram í hópnum en Heimir tók hann inn á milli leikja í síðasta verkefni og ætlar Heimir að gefa Viðari fleiri tækifæri til að sýna sig á æfingum. Emil Hallfreðsson verður í leikbanni í leiknum út í Tyrklandi eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á móti Úkraínu í síðasta leik. Af þeim sökum er Heimir með fjölmennari hóp að þessu sinni eða alls 25 leikmenn.Landsliðshópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósovó.mynd/ksíHópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Rúnar Alex Rúnarsson, FC Nordsjæland Ögmundur Kristinsson, ExcelsiorVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan FC Kári Árnason, Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson, Brøndby IFMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Birkir Bjarnason, Aston Villa FC Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio (Í banni á móti Tyrklandi) Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson, Everton FC Rúrik Gíslason, 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Arnóri Ingvi Traustason, AEK Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Club Arnór Smárason, HammarbySóknarmenn Alfreð Finnbogason, FC Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Reading FC Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Viðar Örn Kjartansson
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira