Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Arnar Geir Halldórsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. júní 2019 22:30 Uppþvotabursta beint að Emre í flugstöðinni í Keflavík. Blóðheitir stuðningsmenn Tyrkja vilja komast að því hver hann er. Gera þeir ráð fyrir að um íslenskan blaðamann sé að ræða, sem er ekki tilfellið. Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira