Enski boltinn

Felldi tár eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Brighton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jahanbakhsh eftir að hafa skorað fyrsta mark sitt fyrir Brighton.
Jahanbakhsh eftir að hafa skorað fyrsta mark sitt fyrir Brighton. vísir/getty

Tilfinningarnar báru Íranann Alireza Jahanbakhsh ofurliði þegar hann kom Brighton yfir gegn Bournemouth í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.

Jahanbakhsh hélt um andlitið og felldi tár eftir markið sem kom strax á 3. mínútu.

Þetta var fyrsta mark Jahanbakhsh í búningi Brighton, í 27. leik sínum fyrir liðið, og því var þungi fargi létt af íranska landsliðsmanninum.



Jahanbakhsh skoraði síðast deildarmark fyrir 601 degi, í leik AZ Alkmaar og PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni.

Brighton keypti Jahanbakhsh frá AZ fyrir metverð sumarið 2018.

Staðan í hálfleik í leik Brighton og Bournemouth er 1-0. Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×