Mata gerði útslagið gegn Úlfunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 21:30 Mata skorar eina mark leiksins. vísir/getty Manchester United er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 1-0 sigur á Wolves í endurteknum leik í kvöld. Fyrr í mánuðinum gerðu liðin markalaust jafntefli á Molineux. Juan Mata skoraði eina mark leiksins í kvöld. Hann slapp þá inn fyrir vörn Úlfanna eftir sendingu Anthonys Martial og vippaði skemmtilega yfir John Ruddy. United slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik þegar mark var dæmt af Úlfunum eftir að Raúl Jiménez handlék boltann. Wolves sló United út úr bikarkeppninni á síðasta tímabili en nú snerist dæmið við. Í 4. umferðinni mætir United annað hvort Watford eða Tranmere Rovers. Enski boltinn
Manchester United er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 1-0 sigur á Wolves í endurteknum leik í kvöld. Fyrr í mánuðinum gerðu liðin markalaust jafntefli á Molineux. Juan Mata skoraði eina mark leiksins í kvöld. Hann slapp þá inn fyrir vörn Úlfanna eftir sendingu Anthonys Martial og vippaði skemmtilega yfir John Ruddy. United slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik þegar mark var dæmt af Úlfunum eftir að Raúl Jiménez handlék boltann. Wolves sló United út úr bikarkeppninni á síðasta tímabili en nú snerist dæmið við. Í 4. umferðinni mætir United annað hvort Watford eða Tranmere Rovers.