Enski boltinn

United fær þrítugan framherja frá Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ighalo í leik með nígeríska landsliðinu.
Ighalo í leik með nígeríska landsliðinu. vísir/getty

Nú hefur verið staðfest að Manchester United hefur fengið Odion Ighalo að láni út leiktíðina.

Vísir greindi frá því að Ighalo væri í viðræðum við United en hann hafði verið á mála hjá Shanghai Shenhua frá febrúarmánuði 2019.

Nú er hann hins vegar kominn til Englands þar sem hann mun spila með rauðu djöflunum út leiktíðina.







Ighalo var einnig orðaður við Tottenham og Inter Milan en hann er sagður hafa neitað báðum liðum til þess að komast til United.

Hann hélt með liðunum á sínum yngri árum en hann hefur komið víða við á sínum ferli.

Flestu mörkin skoraði hann fyrir Watford í Evrópu en hann gerði 36 mörk í 90 leikjum fyrir félagið á árunum 2014 til 2017.

Hann verður ekki með United gegn Wolves á morgun en United fer svo í vetrafrí. Hann verður væntanlega klár í fyrsta leik eftir frí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×