Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2020 11:03 Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. visir/Friðrik Þór Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn. Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn.
Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53
Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00