Fréttir Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. Innlent 22.8.2024 18:28 Andlát í Neskaupstað, hjón með Downs og gangagerð Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við við yfirlögregluþjón á Austurlandi og forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um alvarlegt atvik á Norðfirði en hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 22.8.2024 18:06 Stofnanir megi nota samfélagsmiðla til að skera úr um rétt til bóta Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekkert óeðlilegt við það að stofnanir eða eftirlitsstofnanir noti upplýsingar á opnum samfélagsmiðlum fólks til að skera úr um það hvort það eigi rétt á bótum eða annars konar stuðningi úr opinberum og sameiginlegum sjóðum. Innlent 22.8.2024 18:06 Velti bíl sínum með lögregluna á hælunum á Reykjanesbraut Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum á flótta undan lögreglunni á Reykjanesbraut nú síðdegis. Bíllinn valt yfir vegrið á milli akreina. Innlent 22.8.2024 17:57 Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. Innlent 22.8.2024 17:03 „Aldrei verið eins mikilvægt að standa saman“ Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir aldrei hafa verið eins mikilvægt og núna að Norðfirðingar og Íslendingar allir standi saman og styðji hvert annað. Innlent 22.8.2024 16:47 Maðurinn handtekinn eftir að honum var veitt eftirför Viðbúnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra á Snorrabraut í dag þar sem maður var handtekinn tengist atburði í Neskaupstað þar sem tveir fundust látnir í heimahúsi í nótt. Innlent 22.8.2024 16:24 Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. Erlent 22.8.2024 16:16 Rólegri eftir fregnir af syninum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist rólegri um sinn eftir að hafa fengið fregnir af afdrifum sonar síns. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni eftir að fjölskyldan leitaði til lögreglu en þá hafði hún ekki heyrt frá honum í nokkrun tíma. Innlent 22.8.2024 15:45 Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 22.8.2024 15:23 „Það þarf að afrugla þessa rugludalla“ Mikillar óánægju gætir meðal íbúa Húsavíkur um fyrirhugaða skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík. Búið er að herfa rásir í mólendinu, sem var vinsælt svæði fyrir berjatínslu og aðra útivist. Formaður Framsýnar furðar sig á að menn velji ekki önnur svæði til skógræktar en besta mólendið. Stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, fyrirtækisins á bak við aðgerðirnar, segist taka þetta alvarlega og fyrirtækið muni skoða málið. Innlent 22.8.2024 15:13 „Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði“ „Enn einn – en þó einhver vanstilltasti og orðljótasti leiðari Morgunblaðsins sem ég hef lesið birtist í morgun. Tilefnið ætti að vera ánægjuefni. Óvissunni hefur verið eytt um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins með undirritun í gær. Innlent 22.8.2024 15:03 Vara við hættu á skriðuföllum Aukin hætta er á skriðuföllum á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum fram á laugardag. Spáð er mikilli uppsafnaðri úrkomu á norðanverðu landinu dagana 22. til 24. ágúst. Veður 22.8.2024 14:36 Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Erlent 22.8.2024 13:48 Hart deilt um þúsund ára íslenskt leikfang Fornleifagröftur á landnámsbænum Firði í Seyðisfirði hefur gengið eins og í sögu þetta sumarið en þetta er fimmta og síðasta sumarið sem uppgröftur við bæinn fer fram. Fornleifafræðingur segir í samtali við Vísi að 700 til 800 gripir hafi fundist á svæðinu sem eru allir frá árinu 940 til ársins 1100. Innlent 22.8.2024 13:43 Sjö slasaðir vegfarendur á sex dögum á höfuðborgarsvæðinu Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu. Innlent 22.8.2024 13:19 Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. Innlent 22.8.2024 12:51 Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. Innlent 22.8.2024 12:42 Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Innlent 22.8.2024 12:23 Áskorun að fá mannafla í allar framkvæmdir samgöngusáttmála Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans. Innlent 22.8.2024 11:57 Tæplega 40 lekar komið upp Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Innlent 22.8.2024 11:39 Samgöngubæturnar verða áskorun Í hádegisfréttum okkar fjöllum við áfram um uppfærðan samgöngusáttmála sem kynntur var í gær. Innlent 22.8.2024 11:39 Áfall fyrir allt samfélagið Í kvöld fer fram minningarstund í Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað í kjölfar banaslyss við Hálslón á mánudag þegar maður varð fyrir voðaskoti. Presturinn segir mikilvægt að ná sem best utan um samfélögin fyrir austan. Innlent 22.8.2024 11:37 Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara „Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“ Innlent 22.8.2024 11:25 Kominn með nóg af „tuðandi“ Sjálfstæðismönnum Borgarstjóri er kominn með nóg af tuðandi Sjálfstæðismönnum sem mótmælt hafa nýundirrituðum samgöngusáttmála og segist halda að ekki séu til kjörnir fulltrúar í þessu landi sem barist hafa jafnhart gegn hagsmunum kjósenda sinna. Innlent 22.8.2024 10:28 Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. Veður 22.8.2024 10:26 Ekki spurst til Þóris síðan í júlí Alþjóðalögreglan Interpol hefur auglýst á vef sínum eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára Íslendingi. Að sögn lögreglu hefur ekki spurst til Þóris frá 27. júlí síðastliðnum. Innlent 22.8.2024 10:19 Kvartar enn til umboðsmanns Hvalur hf. hefur enn á ný kvartað undan stjórnsýslu ráðherra, í tengslum við útgáfu hvalveiðileyfis, til umboðsmanns. Innlent 22.8.2024 09:09 „Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Erlent 22.8.2024 08:30 Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Veður 22.8.2024 07:06 « ‹ 111 112 113 114 115 116 117 118 119 … 334 ›
Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. Innlent 22.8.2024 18:28
Andlát í Neskaupstað, hjón með Downs og gangagerð Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við við yfirlögregluþjón á Austurlandi og forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um alvarlegt atvik á Norðfirði en hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 22.8.2024 18:06
Stofnanir megi nota samfélagsmiðla til að skera úr um rétt til bóta Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekkert óeðlilegt við það að stofnanir eða eftirlitsstofnanir noti upplýsingar á opnum samfélagsmiðlum fólks til að skera úr um það hvort það eigi rétt á bótum eða annars konar stuðningi úr opinberum og sameiginlegum sjóðum. Innlent 22.8.2024 18:06
Velti bíl sínum með lögregluna á hælunum á Reykjanesbraut Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum á flótta undan lögreglunni á Reykjanesbraut nú síðdegis. Bíllinn valt yfir vegrið á milli akreina. Innlent 22.8.2024 17:57
Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. Innlent 22.8.2024 17:03
„Aldrei verið eins mikilvægt að standa saman“ Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir aldrei hafa verið eins mikilvægt og núna að Norðfirðingar og Íslendingar allir standi saman og styðji hvert annað. Innlent 22.8.2024 16:47
Maðurinn handtekinn eftir að honum var veitt eftirför Viðbúnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra á Snorrabraut í dag þar sem maður var handtekinn tengist atburði í Neskaupstað þar sem tveir fundust látnir í heimahúsi í nótt. Innlent 22.8.2024 16:24
Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. Erlent 22.8.2024 16:16
Rólegri eftir fregnir af syninum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist rólegri um sinn eftir að hafa fengið fregnir af afdrifum sonar síns. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni eftir að fjölskyldan leitaði til lögreglu en þá hafði hún ekki heyrt frá honum í nokkrun tíma. Innlent 22.8.2024 15:45
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 22.8.2024 15:23
„Það þarf að afrugla þessa rugludalla“ Mikillar óánægju gætir meðal íbúa Húsavíkur um fyrirhugaða skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík. Búið er að herfa rásir í mólendinu, sem var vinsælt svæði fyrir berjatínslu og aðra útivist. Formaður Framsýnar furðar sig á að menn velji ekki önnur svæði til skógræktar en besta mólendið. Stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, fyrirtækisins á bak við aðgerðirnar, segist taka þetta alvarlega og fyrirtækið muni skoða málið. Innlent 22.8.2024 15:13
„Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði“ „Enn einn – en þó einhver vanstilltasti og orðljótasti leiðari Morgunblaðsins sem ég hef lesið birtist í morgun. Tilefnið ætti að vera ánægjuefni. Óvissunni hefur verið eytt um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins með undirritun í gær. Innlent 22.8.2024 15:03
Vara við hættu á skriðuföllum Aukin hætta er á skriðuföllum á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum fram á laugardag. Spáð er mikilli uppsafnaðri úrkomu á norðanverðu landinu dagana 22. til 24. ágúst. Veður 22.8.2024 14:36
Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Erlent 22.8.2024 13:48
Hart deilt um þúsund ára íslenskt leikfang Fornleifagröftur á landnámsbænum Firði í Seyðisfirði hefur gengið eins og í sögu þetta sumarið en þetta er fimmta og síðasta sumarið sem uppgröftur við bæinn fer fram. Fornleifafræðingur segir í samtali við Vísi að 700 til 800 gripir hafi fundist á svæðinu sem eru allir frá árinu 940 til ársins 1100. Innlent 22.8.2024 13:43
Sjö slasaðir vegfarendur á sex dögum á höfuðborgarsvæðinu Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu. Innlent 22.8.2024 13:19
Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. Innlent 22.8.2024 12:51
Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. Innlent 22.8.2024 12:42
Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Innlent 22.8.2024 12:23
Áskorun að fá mannafla í allar framkvæmdir samgöngusáttmála Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans. Innlent 22.8.2024 11:57
Tæplega 40 lekar komið upp Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Innlent 22.8.2024 11:39
Samgöngubæturnar verða áskorun Í hádegisfréttum okkar fjöllum við áfram um uppfærðan samgöngusáttmála sem kynntur var í gær. Innlent 22.8.2024 11:39
Áfall fyrir allt samfélagið Í kvöld fer fram minningarstund í Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað í kjölfar banaslyss við Hálslón á mánudag þegar maður varð fyrir voðaskoti. Presturinn segir mikilvægt að ná sem best utan um samfélögin fyrir austan. Innlent 22.8.2024 11:37
Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara „Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“ Innlent 22.8.2024 11:25
Kominn með nóg af „tuðandi“ Sjálfstæðismönnum Borgarstjóri er kominn með nóg af tuðandi Sjálfstæðismönnum sem mótmælt hafa nýundirrituðum samgöngusáttmála og segist halda að ekki séu til kjörnir fulltrúar í þessu landi sem barist hafa jafnhart gegn hagsmunum kjósenda sinna. Innlent 22.8.2024 10:28
Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. Veður 22.8.2024 10:26
Ekki spurst til Þóris síðan í júlí Alþjóðalögreglan Interpol hefur auglýst á vef sínum eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára Íslendingi. Að sögn lögreglu hefur ekki spurst til Þóris frá 27. júlí síðastliðnum. Innlent 22.8.2024 10:19
Kvartar enn til umboðsmanns Hvalur hf. hefur enn á ný kvartað undan stjórnsýslu ráðherra, í tengslum við útgáfu hvalveiðileyfis, til umboðsmanns. Innlent 22.8.2024 09:09
„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Erlent 22.8.2024 08:30
Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Veður 22.8.2024 07:06