Fréttir

Þrír liggja undir grun en eru lík­legast komnir úr landi

Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot.

Innlent

Gróðureldar villa um fyrir Veður­stofunni

„Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“

Innlent

Full­yrða að gíslar hafi fundist í haldi blaða­manns

Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar.

Erlent

Mánaðarverkfalli í Fær­eyjum lýkur

Verkfall sem staðið hefur yfir síðastliðnar fjórar vikur í Færeyjum lauk í gærkvöldi. Til þess að binda enda á verkfallið skrifuðu félag atvinnurekenda þar í landi og fimm stórra verkalýðsfélaga undir kjarasamning.

Erlent

Furða sig á að starfs­fólkið þegi enn­þá

Konur sem segjast sem unglingar hafa orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu stjórnenda á meðferðarheimili á Laugalandi áður Varpholti, furða sig á þögn annarra starfsmanna. Þá er fyrrverandi forstjóri Barnarverndarstofu sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð um heimilið fyrir opinberri nefnd.

Innlent

For­sætis­ráð­herrann segir af sér

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti tárvotur í kvöld að hann myndi segja af sér frá og með morgundeginum. Hann segir kvöldið hafa verið „einstaklega erfitt.“

Erlent

Benny Gantz hættur í þjóð­stjórn Netanjahús

Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús.

Erlent

Ný ógn við ís­lensk fyrir­tæki og pönnukökumeistari krýndur

Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn forstjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það mjög alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum gegn Íslandi. Netöryggismálin verða í öndvegi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

Lög­regla sendi fólk aftur inn úr blíðunni

Gesti á Kaffibrennslunni í miðbænum var vísað inn af útisvæði staðarins eftir að í ljós kom að tilskilin leyfi til veitinga utandyra voru ekki til staðar. Lögreglumenn fóru á nokkra veitingastaði og bari niðri í bæ til að athuga hvort þeir væru með leyfi til veitingareksturs utandyra.

Innlent

Snjórinn hverfur fljótt og blíða tekur við fyrir norðan

Einar Sveinbjörnsson hjá Bliku segir svalt fyrir norðan og að það verði það enn á morgun en að snjóinn taki nú rólega upp. Á þriðjudaginn mjakist hæðarhryggur í háloftunum inn yfir landið og að snúist í suðlægan vind á miðvikudag með aðstreymi af mildu lofti.

Veður

„Hvorum megin í sögunni ætlar þú að skipa þér, Sig­mundur Davíð?“

Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tókust á í Sprengisandi um eðli aðstoðar íslenska ríkisins við Úkraínu ásamt Orra Páli Jóhannssyni. Diljá Mist líkti Sigmundi Davíð við breska forsætisráðherrann Neville Chamberlain sem vildi hemja útþenslu Þýskalands nasismans með friðsamlegum leiðum.

Innlent

„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“

Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn.

Erlent