Erlent

Kastrup lokað vegna drónaflugs

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mynd er úr safni.
Mynd er úr safni. Arroyo Moreno/Getty Images

Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð kyrrsett vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi.

Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum.

Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hefur verið stefnt annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur starfsfólks. 

Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×