Fréttir

Bíla­kaup verðandi for­seta

Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörinn í samræmi við reglur fyrirtækisins.

Innlent

Engin merki um hlaupóróa lengur

Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin.

Innlent

Kort­leggja gamlar sundlaugabyggingar um allt land

Fornleifastofnun Íslands hefur í sumar staðið að rannsókn á sundlaugarbyggingum á landsbyggðinni sem reistar voru á fyrri hluta tuttugustu aldar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Hjörleif Stefánsson arkítekt og hófst árið 2020 með heimildakönnun og kortlagningu á laugum um land allt.

Innlent

Kynnir breytingar á hæsta­rétti og frið­helgi for­seta

Æviskipanir hæstaréttardómara heyra sögunni til og dómarar þurfa að starfa eftir siðareglum nái tillögur Joe Biden Bandaríkjaforseta fram að ganga. Fráfarandi forsetinn vill einnig breyta stjórnarskrá til þess að bregðast við nýlegum dómi um friðhelgi forseta.

Erlent

Fékk 549.127 krónur í af­slátt af bílnum

Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands og eiginmaður hennar fengu 549.127 króna afslátt af Volvo-bifreið sem þau keyptu hjá Brimborg á dögunum. Afsláttinn fengu þau vegna staðgreiðslu og „endurtekinna kaupa“.

Innlent

Enn hætta á vatna­vöxtum en dregur úr rigningunni

Dregið hefur úr rigningu á sunnanverðu landinu en enn má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna hennar. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu.

Veður

Hringvegurinn opnaður en öku­menn beðnir um að sýna til­lits­semi

Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi.

Innlent

Málum vegna dyra­bjöllu­mynda­véla muni fjölga

Kvörtunum og athugasemdum vegna dyrabjöllumyndavéla mun fjölga á næstu árum, að mati fulltrúa Persónuverndar. Varað er við því að fólk birti myndefni úr slíkum myndavélum á samfélagsmiðlum til að lýsa eftir innbrotsþjófum. Slíkt efni eigi frekar heima á borði lögreglu.

Innlent

Mikið undir í for­seta­kosningum Venesúela

Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í dag. Kjörstöðum átti að loka klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma en standa víða enn opnir vegna þess að enn stendur fólk í röð og bíður eftir að fá að kjósa. 

Erlent

Rann­saka mögu­leika til kolefnisförgunar í Hval­firði

Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga eða öðru, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Í stuttu máli felst aðferðin sem er til skoðunar í því að kanna hvort hægt sé að flýta náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í hafi með því að auka svokallaða basavirkni sjávar.

Innlent

Hringvegurinn opinn á ný

Hringvegurinn við Skálm hefur verið opnaður á ný eftir rúmlega sólarhringslanga lokun. Jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli seinni partinn í gær sem leiddi til þess að vegurinn fór undir vatn. Búið er að opna veginn með þeim takmörkunum að hann er einbreiður.

Innlent

Vatnsflaumur og vísinda­rann­sóknir í Hval­firði

Jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli er í rénum. Enn er hlaupvatn í ánni Skálm þó vatnshæðin hafi lækkað. Ástandið hefur bitnað helst á ferðamönnum á svæðinu. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í myndveri.

Innlent