Fréttir Ný Evrópureglugerð um erfðaupplýsingar geri ráð fyrir ætluðu samþykki Ný Evrópureglugerð um sameiginlegt heilbrigðisgagnasvæði mun hafa það í för með sér að gert verður ráð fyrir ætluðu samþykki þátttakenda í rannsóknum um að fá mikilvægar upplýsingar um eigið heilsufar. Innlent 9.7.2024 12:55 „Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. Innlent 9.7.2024 12:02 Nýr verjandi Quang Le segir búið að dæma skjólstæðing sinn Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið við máli Quang Lé og er nú verjandi hans. Sveinn segir skjólstæðing sinn grátt leikinn, og enginn Íslendingur hefði mátt þola annað eins. Innlent 9.7.2024 11:53 Líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu vikum Landris undir Svartsengi hefur verið stöðugt síðustu daga og kvikuflæði heldur þar áfram. Líkur eru á öðru kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum eða mánuðum. Innlent 9.7.2024 11:46 Búvörulögin umdeildu og læti á Litla-Hrauni Í hádegisfréttum okkar fjöllum við áfram um kaup KS á Kjarnafæði Norðlenska sem greint var frá í gær. Innlent 9.7.2024 11:39 Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Innlent 9.7.2024 11:24 Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. Innlent 9.7.2024 11:05 Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Árlegur meðalfjöldi nýrra krabbameinstilfella á Íslandi verður allt að 2.903 árið 2040 en um er að ræða 57 prósent fjölgun miðað við árslok 2022. Mannfjöldabreytingar munu knýja þróunina, ekki síst ört hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Innlent 9.7.2024 10:23 Sérnám í bæklunarlækningum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mats- og hæfisnefnd um sérnám lækna hefur viðurkennt Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem kennslustofnun til að annast sérnám lækna í bæklunarlækningum, í samvinnu við bæklunarlækningar á Landspítala. Innlent 9.7.2024 09:58 Bein útsending: Guðmundur Fertram tilnefndur til virtra nýsköpunarverðlauna Evrópsku nýsköpunarverðlaunin, European Inventor Award, verða veitt við við hátíðlega athöfn í Valetta á Möltu klukkan 10 að íslenskum tíma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, er einn þriggja tilnefndra í flokki iðnaðar fyrir uppfinningu sína á því hvernig nota megi fiskroð til að græða sár. Innlent 9.7.2024 09:30 Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. Erlent 9.7.2024 09:12 Gagnaleki á Messenger mögulega það versta sem gæti komið fyrir Gunnar Ingi Reykjalín forstöðumaður forstöðumaður skýja- og netreksturs Origo segir netárásum stöðugt fjölga. Fólk þurfi að vita meira til að geta brugðist við. Opin umræða sé mikilvæg og forvarnir áríðandi. En líka viðbragðsáætlanir við mögulegum árásum. Innlent 9.7.2024 09:02 Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur. Innlent 9.7.2024 08:35 Hlýjast á Norðausturlandi í dag Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi. Veður 9.7.2024 07:31 Fjórir skjálftar stærri en 3 við Kolbeinsey Fjórir jarðskjálftar stærri en 3 að stærð mældust við Kolbeinseyjarhrygg í gær. Skjálftarnir voru staðsettur um 200 kílómetra norður af landi. Innlent 9.7.2024 07:29 Skilaboð frá íslenskri ljósmóður á Gasa Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi er við störf á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Þar sinnir hún konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Starfið hennar er krefjandi en hún segir að á fæðingardeildinni sjái fólk meiri hamingju en sorg Innlent 9.7.2024 07:03 Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. Innlent 9.7.2024 06:54 Grunsamlegir menn reyndust dósasafnarar Tilkynnt var um tvo grímuklædda og grunsamlega aðila á rafhlaupahjólum í Kópavogi í gær eða nótt. Í dagbók lögreglu segir að þegar lögregla kom á vettvang hafi komið í ljós að mennirnir tveir voru að tína upp dósir og flöskur. Innlent 9.7.2024 06:49 Alelda bifreið við Rauðavatn Bíll valt við Rauðavatn í gær. Eftir að ökumanni var bjargað úr bílnum kviknaði í honum. Fjallað er um málið í dagbók lögreglu og færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Innlent 9.7.2024 06:42 „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. Erlent 9.7.2024 06:29 Umræða um útlendinga oft harkaleg og ekki uppbyggileg Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umræðu um útlendinga hafa verið harkalega og ekki uppbyggilega. Hann kynnti nýlega fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Markmiðið með stefnunni er að búa til samfélag sem er jafnara og býður upp á sömu tækifæri fyrir alla, óháð uppruna. Í haust mun hann leggja fram tillögu til þingsályktunarum stefnuna til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára. Innlent 9.7.2024 06:25 NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. Innlent 8.7.2024 23:18 Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi vegfarenda Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar. Innlent 8.7.2024 23:16 Réttindi íslenskra sjómanna séu færð marga áratugi aftur í tímann Sjómannasamband Íslands segir Brim hf., Sjómannafélag Íslands og SFS standa að réttindamissi sjómanna og færi þá marga áratugi aftur í tímann með nýjum kjarasamningi. Samningurinn kveður á um að sjómennirnir landi aflanum sjálfir fyrir smánarlaun. Innlent 8.7.2024 22:07 Vaxandi vanskil merki um víðtækari vanda framundan Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín. Innlent 8.7.2024 22:07 Ríkið taki við uppbyggingu hjúkrunarheimila Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur birt til umsagnar í samráðsgátt breytingu á lögum sem fellir brott skyldu sveitarfélaga til að greiða fimmtán prósent stofnkostnaðar við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist fagna breytingunum og að þær komi til með að létta byrði smærri sveitarfélaga sem gætu átt erfitt með að standa undir sínum hluta. Innlent 8.7.2024 21:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. Erlent 8.7.2024 21:07 Bíll í ljósum logum eftir veltu við Rauðavatn Einn er slasaður eftir að bíll valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á Suðurlandsvegi við Rauðavatn fyrir stuttu. Innlent 8.7.2024 21:03 Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. Erlent 8.7.2024 20:13 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. Innlent 8.7.2024 19:20 « ‹ 228 229 230 231 232 233 234 235 236 … 334 ›
Ný Evrópureglugerð um erfðaupplýsingar geri ráð fyrir ætluðu samþykki Ný Evrópureglugerð um sameiginlegt heilbrigðisgagnasvæði mun hafa það í för með sér að gert verður ráð fyrir ætluðu samþykki þátttakenda í rannsóknum um að fá mikilvægar upplýsingar um eigið heilsufar. Innlent 9.7.2024 12:55
„Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. Innlent 9.7.2024 12:02
Nýr verjandi Quang Le segir búið að dæma skjólstæðing sinn Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið við máli Quang Lé og er nú verjandi hans. Sveinn segir skjólstæðing sinn grátt leikinn, og enginn Íslendingur hefði mátt þola annað eins. Innlent 9.7.2024 11:53
Líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu vikum Landris undir Svartsengi hefur verið stöðugt síðustu daga og kvikuflæði heldur þar áfram. Líkur eru á öðru kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum eða mánuðum. Innlent 9.7.2024 11:46
Búvörulögin umdeildu og læti á Litla-Hrauni Í hádegisfréttum okkar fjöllum við áfram um kaup KS á Kjarnafæði Norðlenska sem greint var frá í gær. Innlent 9.7.2024 11:39
Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Innlent 9.7.2024 11:24
Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. Innlent 9.7.2024 11:05
Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Árlegur meðalfjöldi nýrra krabbameinstilfella á Íslandi verður allt að 2.903 árið 2040 en um er að ræða 57 prósent fjölgun miðað við árslok 2022. Mannfjöldabreytingar munu knýja þróunina, ekki síst ört hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Innlent 9.7.2024 10:23
Sérnám í bæklunarlækningum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mats- og hæfisnefnd um sérnám lækna hefur viðurkennt Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem kennslustofnun til að annast sérnám lækna í bæklunarlækningum, í samvinnu við bæklunarlækningar á Landspítala. Innlent 9.7.2024 09:58
Bein útsending: Guðmundur Fertram tilnefndur til virtra nýsköpunarverðlauna Evrópsku nýsköpunarverðlaunin, European Inventor Award, verða veitt við við hátíðlega athöfn í Valetta á Möltu klukkan 10 að íslenskum tíma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, er einn þriggja tilnefndra í flokki iðnaðar fyrir uppfinningu sína á því hvernig nota megi fiskroð til að græða sár. Innlent 9.7.2024 09:30
Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. Erlent 9.7.2024 09:12
Gagnaleki á Messenger mögulega það versta sem gæti komið fyrir Gunnar Ingi Reykjalín forstöðumaður forstöðumaður skýja- og netreksturs Origo segir netárásum stöðugt fjölga. Fólk þurfi að vita meira til að geta brugðist við. Opin umræða sé mikilvæg og forvarnir áríðandi. En líka viðbragðsáætlanir við mögulegum árásum. Innlent 9.7.2024 09:02
Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur. Innlent 9.7.2024 08:35
Hlýjast á Norðausturlandi í dag Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi. Veður 9.7.2024 07:31
Fjórir skjálftar stærri en 3 við Kolbeinsey Fjórir jarðskjálftar stærri en 3 að stærð mældust við Kolbeinseyjarhrygg í gær. Skjálftarnir voru staðsettur um 200 kílómetra norður af landi. Innlent 9.7.2024 07:29
Skilaboð frá íslenskri ljósmóður á Gasa Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi er við störf á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Þar sinnir hún konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Starfið hennar er krefjandi en hún segir að á fæðingardeildinni sjái fólk meiri hamingju en sorg Innlent 9.7.2024 07:03
Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. Innlent 9.7.2024 06:54
Grunsamlegir menn reyndust dósasafnarar Tilkynnt var um tvo grímuklædda og grunsamlega aðila á rafhlaupahjólum í Kópavogi í gær eða nótt. Í dagbók lögreglu segir að þegar lögregla kom á vettvang hafi komið í ljós að mennirnir tveir voru að tína upp dósir og flöskur. Innlent 9.7.2024 06:49
Alelda bifreið við Rauðavatn Bíll valt við Rauðavatn í gær. Eftir að ökumanni var bjargað úr bílnum kviknaði í honum. Fjallað er um málið í dagbók lögreglu og færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Innlent 9.7.2024 06:42
„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. Erlent 9.7.2024 06:29
Umræða um útlendinga oft harkaleg og ekki uppbyggileg Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umræðu um útlendinga hafa verið harkalega og ekki uppbyggilega. Hann kynnti nýlega fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Markmiðið með stefnunni er að búa til samfélag sem er jafnara og býður upp á sömu tækifæri fyrir alla, óháð uppruna. Í haust mun hann leggja fram tillögu til þingsályktunarum stefnuna til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára. Innlent 9.7.2024 06:25
NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. Innlent 8.7.2024 23:18
Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi vegfarenda Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar. Innlent 8.7.2024 23:16
Réttindi íslenskra sjómanna séu færð marga áratugi aftur í tímann Sjómannasamband Íslands segir Brim hf., Sjómannafélag Íslands og SFS standa að réttindamissi sjómanna og færi þá marga áratugi aftur í tímann með nýjum kjarasamningi. Samningurinn kveður á um að sjómennirnir landi aflanum sjálfir fyrir smánarlaun. Innlent 8.7.2024 22:07
Vaxandi vanskil merki um víðtækari vanda framundan Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín. Innlent 8.7.2024 22:07
Ríkið taki við uppbyggingu hjúkrunarheimila Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur birt til umsagnar í samráðsgátt breytingu á lögum sem fellir brott skyldu sveitarfélaga til að greiða fimmtán prósent stofnkostnaðar við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist fagna breytingunum og að þær komi til með að létta byrði smærri sveitarfélaga sem gætu átt erfitt með að standa undir sínum hluta. Innlent 8.7.2024 21:20
Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. Erlent 8.7.2024 21:07
Bíll í ljósum logum eftir veltu við Rauðavatn Einn er slasaður eftir að bíll valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á Suðurlandsvegi við Rauðavatn fyrir stuttu. Innlent 8.7.2024 21:03
Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. Erlent 8.7.2024 20:13
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. Innlent 8.7.2024 19:20