Fréttir Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. Innlent 5.7.2024 11:22 Hafa áhyggjur af göngumanni á Skálafellsjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið með tvo björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu að grennslast eftir göngumanni á Skálafellsjökli í Vatnajökli. Innlent 5.7.2024 11:18 Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Innlent 5.7.2024 11:13 Svindlsíður herja á landsmótsgesti Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík. Innlent 5.7.2024 11:06 Sunak segir af sér og hættir sem leiðtogi Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær. Erlent 5.7.2024 10:42 Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verðskulda líf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum. Innlent 5.7.2024 09:40 Hvetur fólk til að skipta sér meira af öðrum Afbrotafræðingur segir fólk ekki eiga að vera hrætt við að vera afskiptasamt ef það telur annað fólk í hættu eða í þörf á aðstoð. Ábyrgðarþynning [e. bystander effect] geri það að verkum að fólk bregðist síður við. Innlent 5.7.2024 09:03 Skjálfta varð vart á höfuðborgarsvæðinu Klukkan 07:17 varð jarðskjálfti rétt vestan við Lambafell í Þrengslum í Svínahrauni af stærðinni 3,1. Innlent 5.7.2024 07:51 Tímamót í samningaviðræðum en enn langt í land Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að senda teymi samningamanna til að reyna að komast að samkomulagi við Hamas um vopnahlé og frelsun gíslanna sem enn eru í haldi Hamas. Daginn áður sendi Hamas Ísrael svar sitt við friðartillögu forseta Bandaríkjanna sem lögð var fram í maí. Erlent 5.7.2024 07:43 Besta veðrið áfram á Suðvesturlandi Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum. Veður 5.7.2024 07:24 Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Erlent 5.7.2024 06:57 Allsgáður en ók niður ljósastaur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni. Innlent 5.7.2024 06:32 Stöðug fjölgun tilfella þar sem eggvopnum er beitt Líklegast er að egg- eða stunguvopnum sé beitt í þeim útköllum þar sem sérsveit er kölluð til vegna vopnaðs einstaklings. Á síðasta ári var eggvopnum beitt í 361 skipti eða 69 prósent tilfella og 64 prósent árið áður. Þá voru tilkynningar 274. Innlent 5.7.2024 06:22 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Innlent 4.7.2024 22:44 Skilur ekki hægagang dómsmálaráðuneytisins Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands skilur ekki hvers vegna dómsmálaráðuneytið hefur ekki tekið skref í áttina að breytingu á lögum um veðmálastarfsemi. Það verði að bregðast við sem fyrst. Innlent 4.7.2024 22:29 Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Erlent 4.7.2024 21:43 Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. Erlent 4.7.2024 21:17 Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Innlent 4.7.2024 20:47 Syngjandi hundur í Mosfellsbæ Hundurinn Snjólfur í Mosfellsbæ er engin venjulegur hundur því það allra skemmtilegasta sem hann gerir er að syngja. Röddin brenglaðist reyndar aðeins í honum þegar hann var geldur á dögunum. Innlent 4.7.2024 20:04 Vaknaði með tíu ósvöruð símtöl og frétti svo af uppsögninni Næstum hundrað og þrjátíu manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu Skaganum 3x, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Uppsagnirnar eru áfall fyrir Akranesbæ segir bæjarstjórinn en starfsmaður segir fréttirnar hafa komið flatt upp á sig þegar hann vaknaði í morgun. Innlent 4.7.2024 19:16 Mátti ekki pissa á starfsmann svo hann meig á glugga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um mann sem hótaði að pissa á starfsmann verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar manninum var vísað út meig hann á glugga verslunarinnar. Innlent 4.7.2024 18:51 Alvarlega slasaður eftir mótorhjólaslys Alvarlegt umferðarslys varð við Gígjukvísl á fimmta tímanum í dag þegar ökumaður mótorhjóls féll af hjólinu og hafnaði utan vegar. Innlent 4.7.2024 18:31 Akranesbær í sárum eftir gjaldþrot eins stærsta vinnustaðarins Stálsmiður hjá Skaganum 3X á Akranesi segir þrot fyrirtækisins hafa legið í loftinu en nú sé óljóst hvað taki við. Yfir hundrað manns urðu atvinnulausir á einu bretti í bænum í dag. Bæjarstjóri segir það mikið áfall að missa svo stóran vinnustað. Við förum upp á Skaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 4.7.2024 18:14 Fimmtán mánaða skilorð fyrir vörslu barnaníðsefnis Karlmaður um fimmtugt var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í vörslu sinni ljósmyndir og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt, og fyrir að hafa dreift slíku myndefni til ótilgreindra aðila í gegn um spjallhópa á netinu. Innlent 4.7.2024 18:04 Kirkjan skaðabótaskyld gagnvart Kristni Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jens Sigurþórssyni, fyrrverandi presti í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, en prestakallið var lagt niður árið 2019. Í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkrikjan að það boð hefði fallið niður. Innlent 4.7.2024 17:25 Tuttugu stéttarfélög skrifuðu undir kjarasamninga Samninganefnd sveitarfélaga skrifaði í gær undir nýja kjarasamninga við tuttugu stéttarfélög, annars vegar innan Starfsgreinasambands Íslands og hins vegar við þrjú stéttarfélög innan Alþýðusambandisns Innlent 4.7.2024 16:42 Býður þingmönnum að „fá hrollkaldan veruleikan í andlitið“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar vill bjóða þingmönnum og ráðherrum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina til að þeir fái að sjá hve slæmt ástandið á henni sé orðið. Innlent 4.7.2024 15:52 Slæleg vinnubrögð álagi og tímapressu að kenna Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal. Innlent 4.7.2024 15:22 Fundu sautján poka af ónýtum kannabisplöntum og úrgangi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 26. júní síðastliðinn leifar af kannabisræktun við Krýsuvíkurveg nálægt Bláfjallavegi. Þar fundust sautján svartir ruslapokar fullir af mold, áburði, úrgangi og ónýtum kannabisplöntum. Efnunum hefur verið fargað og er málinu lokið af hálfu lögreglunnar. Innlent 4.7.2024 14:52 Sigmundur Davíð þvær hendur sínar af Mannréttindastofnun Íslands Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lítinn sem engan áhuga á því að Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, takist að gera Miðflokkinn ábyrgan fyrir nýrri Mannréttastofnun Íslands. Innlent 4.7.2024 14:24 « ‹ 232 233 234 235 236 237 238 239 240 … 334 ›
Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. Innlent 5.7.2024 11:22
Hafa áhyggjur af göngumanni á Skálafellsjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið með tvo björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu að grennslast eftir göngumanni á Skálafellsjökli í Vatnajökli. Innlent 5.7.2024 11:18
Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Innlent 5.7.2024 11:13
Svindlsíður herja á landsmótsgesti Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík. Innlent 5.7.2024 11:06
Sunak segir af sér og hættir sem leiðtogi Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær. Erlent 5.7.2024 10:42
Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verðskulda líf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum. Innlent 5.7.2024 09:40
Hvetur fólk til að skipta sér meira af öðrum Afbrotafræðingur segir fólk ekki eiga að vera hrætt við að vera afskiptasamt ef það telur annað fólk í hættu eða í þörf á aðstoð. Ábyrgðarþynning [e. bystander effect] geri það að verkum að fólk bregðist síður við. Innlent 5.7.2024 09:03
Skjálfta varð vart á höfuðborgarsvæðinu Klukkan 07:17 varð jarðskjálfti rétt vestan við Lambafell í Þrengslum í Svínahrauni af stærðinni 3,1. Innlent 5.7.2024 07:51
Tímamót í samningaviðræðum en enn langt í land Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að senda teymi samningamanna til að reyna að komast að samkomulagi við Hamas um vopnahlé og frelsun gíslanna sem enn eru í haldi Hamas. Daginn áður sendi Hamas Ísrael svar sitt við friðartillögu forseta Bandaríkjanna sem lögð var fram í maí. Erlent 5.7.2024 07:43
Besta veðrið áfram á Suðvesturlandi Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum. Veður 5.7.2024 07:24
Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Erlent 5.7.2024 06:57
Allsgáður en ók niður ljósastaur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni. Innlent 5.7.2024 06:32
Stöðug fjölgun tilfella þar sem eggvopnum er beitt Líklegast er að egg- eða stunguvopnum sé beitt í þeim útköllum þar sem sérsveit er kölluð til vegna vopnaðs einstaklings. Á síðasta ári var eggvopnum beitt í 361 skipti eða 69 prósent tilfella og 64 prósent árið áður. Þá voru tilkynningar 274. Innlent 5.7.2024 06:22
Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Innlent 4.7.2024 22:44
Skilur ekki hægagang dómsmálaráðuneytisins Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands skilur ekki hvers vegna dómsmálaráðuneytið hefur ekki tekið skref í áttina að breytingu á lögum um veðmálastarfsemi. Það verði að bregðast við sem fyrst. Innlent 4.7.2024 22:29
Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Erlent 4.7.2024 21:43
Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. Erlent 4.7.2024 21:17
Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Innlent 4.7.2024 20:47
Syngjandi hundur í Mosfellsbæ Hundurinn Snjólfur í Mosfellsbæ er engin venjulegur hundur því það allra skemmtilegasta sem hann gerir er að syngja. Röddin brenglaðist reyndar aðeins í honum þegar hann var geldur á dögunum. Innlent 4.7.2024 20:04
Vaknaði með tíu ósvöruð símtöl og frétti svo af uppsögninni Næstum hundrað og þrjátíu manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu Skaganum 3x, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Uppsagnirnar eru áfall fyrir Akranesbæ segir bæjarstjórinn en starfsmaður segir fréttirnar hafa komið flatt upp á sig þegar hann vaknaði í morgun. Innlent 4.7.2024 19:16
Mátti ekki pissa á starfsmann svo hann meig á glugga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um mann sem hótaði að pissa á starfsmann verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar manninum var vísað út meig hann á glugga verslunarinnar. Innlent 4.7.2024 18:51
Alvarlega slasaður eftir mótorhjólaslys Alvarlegt umferðarslys varð við Gígjukvísl á fimmta tímanum í dag þegar ökumaður mótorhjóls féll af hjólinu og hafnaði utan vegar. Innlent 4.7.2024 18:31
Akranesbær í sárum eftir gjaldþrot eins stærsta vinnustaðarins Stálsmiður hjá Skaganum 3X á Akranesi segir þrot fyrirtækisins hafa legið í loftinu en nú sé óljóst hvað taki við. Yfir hundrað manns urðu atvinnulausir á einu bretti í bænum í dag. Bæjarstjóri segir það mikið áfall að missa svo stóran vinnustað. Við förum upp á Skaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 4.7.2024 18:14
Fimmtán mánaða skilorð fyrir vörslu barnaníðsefnis Karlmaður um fimmtugt var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í vörslu sinni ljósmyndir og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt, og fyrir að hafa dreift slíku myndefni til ótilgreindra aðila í gegn um spjallhópa á netinu. Innlent 4.7.2024 18:04
Kirkjan skaðabótaskyld gagnvart Kristni Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jens Sigurþórssyni, fyrrverandi presti í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, en prestakallið var lagt niður árið 2019. Í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkrikjan að það boð hefði fallið niður. Innlent 4.7.2024 17:25
Tuttugu stéttarfélög skrifuðu undir kjarasamninga Samninganefnd sveitarfélaga skrifaði í gær undir nýja kjarasamninga við tuttugu stéttarfélög, annars vegar innan Starfsgreinasambands Íslands og hins vegar við þrjú stéttarfélög innan Alþýðusambandisns Innlent 4.7.2024 16:42
Býður þingmönnum að „fá hrollkaldan veruleikan í andlitið“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar vill bjóða þingmönnum og ráðherrum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina til að þeir fái að sjá hve slæmt ástandið á henni sé orðið. Innlent 4.7.2024 15:52
Slæleg vinnubrögð álagi og tímapressu að kenna Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal. Innlent 4.7.2024 15:22
Fundu sautján poka af ónýtum kannabisplöntum og úrgangi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 26. júní síðastliðinn leifar af kannabisræktun við Krýsuvíkurveg nálægt Bláfjallavegi. Þar fundust sautján svartir ruslapokar fullir af mold, áburði, úrgangi og ónýtum kannabisplöntum. Efnunum hefur verið fargað og er málinu lokið af hálfu lögreglunnar. Innlent 4.7.2024 14:52
Sigmundur Davíð þvær hendur sínar af Mannréttindastofnun Íslands Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lítinn sem engan áhuga á því að Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, takist að gera Miðflokkinn ábyrgan fyrir nýrri Mannréttastofnun Íslands. Innlent 4.7.2024 14:24