Fréttir Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Innlent 21.3.2024 12:24 Innviðaráðherra vonsvikinn með að stýrivextir lækki ekki Innviðaráðherra segir það hafa verið vonbrigði að Seðlabankinn skyldi ekki lækka stýrivexti í vikunni í takt við nýgerða kjarasamninga. Innlent 21.3.2024 11:35 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. Innlent 21.3.2024 11:22 Tveimur úr mansalsmálinu sleppt úr haldi Tveimur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu mansalsmáli var sleppt úr haldi síðdegis í gær þar sem þeirra hlutur í málinu telst upplýstur. Innlent 21.3.2024 11:06 Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. Innlent 21.3.2024 11:00 Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. Innlent 21.3.2024 10:59 Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til landsins Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Um er að ræða breska skipið Ambition. 258 skipakomur eru áætlaðar í ár sem er örlítil fækkun frá því á síðasta ár þegar metfjöldi farþegaskipa kom til landsins. Markaðsstjóri segir nú frekar horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur af ferðamönnum frekar en að fjölga þeim. Innlent 21.3.2024 10:49 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. Erlent 21.3.2024 10:44 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. Erlent 21.3.2024 10:38 Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. Innlent 21.3.2024 10:23 Börn drepa dýr með teygjubyssum og deila myndefni á WhatsApp Rannsókn Sky News hefur varpað ljósi á hópa á samskiptamiðlinum WhatsApp þar sem um 500 einstaklingar á Bretlandseyjum, aðallega ungmenni, deilir myndum og myndskeiðum þar sem dýr eru skotin, særð og drepin með teygjubyssum. Erlent 21.3.2024 08:41 Marta hafði betur gegn 38 sem vildu verða sérfræðingur Marta Nordal, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafði betur gegn 38 umsækjendum um stöðu sérfræðings í sviðslistum hjá ráðuneyti menningarmála. Innlent 21.3.2024 08:00 Játaði að hafa drepið þúsundir skalla- og gullarna Bandarískur maður hefur játað að hafa skotið þúsundir verndaðra fugla á síðustu árum og selt fjaðrir þeirra og parta á svörtum markaði. Í skilaboðum til kaupanda talaði hann frjálslega um að hafa brotið lög og drepið marga fugla á skömmum tíma. Erlent 21.3.2024 08:00 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. Veður 21.3.2024 07:13 Ræða að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag en á dagskránni verða meðal annars umdeildar hugmyndir um að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu. Erlent 21.3.2024 07:09 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. Innlent 21.3.2024 07:00 Kúvending eftir grjótkastið við Stjórnarráðshúsið „Það er auðvitað ekkert sérstaklega góð tilfinning að hafa ekki fullkomna stjórn á aðstæðum. En það er hlutverk lögreglu að koma inn í aðstæður þar sem ekki er stjórn á hlutunum, og reyna með einhverjum tiltækum ráðum að ná þeirri stjórn. Og við litum á það sem verkefnið, í öllum þessum tilvikum, að ná þessari stjórn.“ Innlent 21.3.2024 06:25 Bankarnir geti lækkað eigin vexti án aðkomu Seðlabankans Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda meginvöxtum óbreyttum. Forsendur hafi verið fyrir því að lækka vexti í dag. Markmið nýgerðra samninga standi þó enn og væntanlega verði myndarlegrar vaxtalækkunar í maí. Viðskiptabankarnir geti hins vegar lækkað sína vexti. Innlent 20.3.2024 23:41 Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. Innlent 20.3.2024 22:55 Hreppti áttunda sæti og tryggði sér þátttökurétt Sindri Sigurðsson náði áttunda sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d'Or matreiðslukeppninnar í Þrándheimi í vikunni. Árangur Sindra veitir honum þátttökurétt í aðalkeppninni sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í janúar 2025. Bocuse d'Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Innlent 20.3.2024 22:15 Skólaliði grunaður um að mynda börn í búningsklefa Mál starfsmanns Laugarnesskóla í Reykjavík, sem handtekinn var um miðjan október síðastliðinn, er komið á borð ákærusviðs. Hann starfaði sem skólaliði við skólann og er grunaður um kynferðisbrot með því að taka myndir í búningsklefa ungra drengja. Innlent 20.3.2024 22:06 Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. Innlent 20.3.2024 21:30 Gera tilraunir með skafrenningsmæli Tilraunir hafa verið gerðar með skafrenningsmæli á Steingrímsfjarðarheiði í vetur en vonir standa til að mælirinn komi til með að nýtast við að meta snjóflóðahættu. Innlent 20.3.2024 21:01 Hjálpaði manni að losa bílinn og réðst á hann Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Svo virðist sem upp úr hafi soðið á bílastæði eftir að maðurinn hjálpaði öðrum að losa bíl sem hann hafði fest í snjó. Innlent 20.3.2024 20:55 Bjarni Ólafsson AK í slipp á Akureyri Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson AK hélt áleiðis til Akureyrar frá Neskaupsstað í morgun. Skipið hefur legið við höfn Neskaupsstaðar síðastliðið ár en fer nú í slipp á Akureyri. Skipið var síðast notað á loðnuvertíðinni 2023. Innlent 20.3.2024 19:56 Íslensk ungmenni óhamingjusamari en eldri kynslóðir Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við. Innlent 20.3.2024 19:48 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. Innlent 20.3.2024 19:37 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. Innlent 20.3.2024 19:12 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. Innlent 20.3.2024 18:55 Grindvíkingar þrýsta á húsnæðismarkað Ný vísitala íbúðaverðs bendir til skarprar verðhækkunar á íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Talið er að íbúðakaup Grindvíkinga séu helstu áhrifavaldurinn, og að áhrifin gætu orðið meiri á næstu mánuðum. Innlent 20.3.2024 18:49 « ‹ 299 300 301 302 303 304 305 306 307 … 334 ›
Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Innlent 21.3.2024 12:24
Innviðaráðherra vonsvikinn með að stýrivextir lækki ekki Innviðaráðherra segir það hafa verið vonbrigði að Seðlabankinn skyldi ekki lækka stýrivexti í vikunni í takt við nýgerða kjarasamninga. Innlent 21.3.2024 11:35
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. Innlent 21.3.2024 11:22
Tveimur úr mansalsmálinu sleppt úr haldi Tveimur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu mansalsmáli var sleppt úr haldi síðdegis í gær þar sem þeirra hlutur í málinu telst upplýstur. Innlent 21.3.2024 11:06
Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. Innlent 21.3.2024 11:00
Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. Innlent 21.3.2024 10:59
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til landsins Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Um er að ræða breska skipið Ambition. 258 skipakomur eru áætlaðar í ár sem er örlítil fækkun frá því á síðasta ár þegar metfjöldi farþegaskipa kom til landsins. Markaðsstjóri segir nú frekar horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur af ferðamönnum frekar en að fjölga þeim. Innlent 21.3.2024 10:49
Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. Erlent 21.3.2024 10:44
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. Erlent 21.3.2024 10:38
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. Innlent 21.3.2024 10:23
Börn drepa dýr með teygjubyssum og deila myndefni á WhatsApp Rannsókn Sky News hefur varpað ljósi á hópa á samskiptamiðlinum WhatsApp þar sem um 500 einstaklingar á Bretlandseyjum, aðallega ungmenni, deilir myndum og myndskeiðum þar sem dýr eru skotin, særð og drepin með teygjubyssum. Erlent 21.3.2024 08:41
Marta hafði betur gegn 38 sem vildu verða sérfræðingur Marta Nordal, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafði betur gegn 38 umsækjendum um stöðu sérfræðings í sviðslistum hjá ráðuneyti menningarmála. Innlent 21.3.2024 08:00
Játaði að hafa drepið þúsundir skalla- og gullarna Bandarískur maður hefur játað að hafa skotið þúsundir verndaðra fugla á síðustu árum og selt fjaðrir þeirra og parta á svörtum markaði. Í skilaboðum til kaupanda talaði hann frjálslega um að hafa brotið lög og drepið marga fugla á skömmum tíma. Erlent 21.3.2024 08:00
Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. Veður 21.3.2024 07:13
Ræða að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag en á dagskránni verða meðal annars umdeildar hugmyndir um að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu. Erlent 21.3.2024 07:09
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. Innlent 21.3.2024 07:00
Kúvending eftir grjótkastið við Stjórnarráðshúsið „Það er auðvitað ekkert sérstaklega góð tilfinning að hafa ekki fullkomna stjórn á aðstæðum. En það er hlutverk lögreglu að koma inn í aðstæður þar sem ekki er stjórn á hlutunum, og reyna með einhverjum tiltækum ráðum að ná þeirri stjórn. Og við litum á það sem verkefnið, í öllum þessum tilvikum, að ná þessari stjórn.“ Innlent 21.3.2024 06:25
Bankarnir geti lækkað eigin vexti án aðkomu Seðlabankans Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda meginvöxtum óbreyttum. Forsendur hafi verið fyrir því að lækka vexti í dag. Markmið nýgerðra samninga standi þó enn og væntanlega verði myndarlegrar vaxtalækkunar í maí. Viðskiptabankarnir geti hins vegar lækkað sína vexti. Innlent 20.3.2024 23:41
Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. Innlent 20.3.2024 22:55
Hreppti áttunda sæti og tryggði sér þátttökurétt Sindri Sigurðsson náði áttunda sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d'Or matreiðslukeppninnar í Þrándheimi í vikunni. Árangur Sindra veitir honum þátttökurétt í aðalkeppninni sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í janúar 2025. Bocuse d'Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Innlent 20.3.2024 22:15
Skólaliði grunaður um að mynda börn í búningsklefa Mál starfsmanns Laugarnesskóla í Reykjavík, sem handtekinn var um miðjan október síðastliðinn, er komið á borð ákærusviðs. Hann starfaði sem skólaliði við skólann og er grunaður um kynferðisbrot með því að taka myndir í búningsklefa ungra drengja. Innlent 20.3.2024 22:06
Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. Innlent 20.3.2024 21:30
Gera tilraunir með skafrenningsmæli Tilraunir hafa verið gerðar með skafrenningsmæli á Steingrímsfjarðarheiði í vetur en vonir standa til að mælirinn komi til með að nýtast við að meta snjóflóðahættu. Innlent 20.3.2024 21:01
Hjálpaði manni að losa bílinn og réðst á hann Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Svo virðist sem upp úr hafi soðið á bílastæði eftir að maðurinn hjálpaði öðrum að losa bíl sem hann hafði fest í snjó. Innlent 20.3.2024 20:55
Bjarni Ólafsson AK í slipp á Akureyri Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson AK hélt áleiðis til Akureyrar frá Neskaupsstað í morgun. Skipið hefur legið við höfn Neskaupsstaðar síðastliðið ár en fer nú í slipp á Akureyri. Skipið var síðast notað á loðnuvertíðinni 2023. Innlent 20.3.2024 19:56
Íslensk ungmenni óhamingjusamari en eldri kynslóðir Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við. Innlent 20.3.2024 19:48
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. Innlent 20.3.2024 19:37
Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. Innlent 20.3.2024 19:12
Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. Innlent 20.3.2024 18:55
Grindvíkingar þrýsta á húsnæðismarkað Ný vísitala íbúðaverðs bendir til skarprar verðhækkunar á íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Talið er að íbúðakaup Grindvíkinga séu helstu áhrifavaldurinn, og að áhrifin gætu orðið meiri á næstu mánuðum. Innlent 20.3.2024 18:49
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent