Fótbolti

„Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“

„Ég elska þetta, djöfull er gaman að vinna loksins aftur, búið að vera langt síðan“ sagði Valgeir Valgeirsson eftir 2-1 sigur Breiðabliks gegn Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildarinnar. Valgeir var allt í öllu, skoraði jöfnunarmarkið og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn.

Fótbolti

Nú fengu Blikabanarnir stóran skell

Pólska félagið Lech Poznan steinlá 1-5 á heimavelli í kvöld í fyrri leik sínum í umspili um sæti í Evrópudeildinni og geta farið að undirbúa sig fyrir að spila í Sambandsdeildinni í vetur.

Fótbolti

Upp­gjörið: Breiða­blik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir

Breiðablik vann 2-1 gegn Virtus frá San Marínó í fyrri umspilsleik liðanna. Blikar voru mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, en gáfu klaufalega vítaspyrnu og nýttu sín færi illa. Einvígið ráðast eftir viku í San Marínó en sæti í Sambandsdeildinni og um hálfur milljarður króna er undir.

Fótbolti

Ný dýrasta knattspyrnukona heims

Olivia Smith er ekki lengur dýrasta knattspyrnukona heims. Metið hefur skipt ört um hendur síðustu misseri og nú er það komið í hendurnar á mexíkóskri landsliðskonu aðeins mánuði eftir að Smith eignaðist það.

Fótbolti

„Við erum ekki undir neinni pressu“

Virtus frá San Marínó er mætt hingað til lands fyrir umspilseinvígi gegn Breiðabliki upp á sæti í Sambandsdeildinni en framkvæmdastjóri félagsins segir enga pressu á leikmönnum að komast áfram, liðið hefur nú þegar náð sögulegum árangri.

Fótbolti

„Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“

Eftir átta leiki í röð án sigurs eru Íslandsmeistarar Breiðabliks þó í þeirri stöðu að geta með góðum úrslitum í kvöld tekið stórt skref í átt að aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson segir menn staðráðna í að gera betur en að undanförnu.

Fótbolti

„Ætla ekki að segja það í þessu við­tali“

„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld.

Fótbolti

Wirtz strax kominn á hættu­svæði

Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik.

Enski boltinn