Fótbolti

„Gott að vera komin heim“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld þegar þær kjöldrógu nágrana sína í Stjörnunni 6-1 í fyrstu umferð Bestu deild kvenna. Frábær byrjun á mótinu hjá Íslandsmeisturunum.

Íslenski boltinn

Ó­vænt vand­ræði á Villa Park en PSG í undanúr­slit

París Saint-Germain lenti í allskonar vandræðum gegn Aston Villa á Villa Park í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Lokatölur í kvöld 3-2 heimamönnum í vil en þökk sé 3-1 sigri á heimavelli vinnur PSG einvígið 5-4 samanlagt.

Fótbolti

Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona

Borussia Dortmund lagði Barcelona 3-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem Barcelona vann fyrri leikinn 4-0 eru lærisveinar Hansi Flick komnir áfram á meðan Dortmund er úr leik.

Fótbolti

Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal

Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld.

Fótbolti

„Það verður alltaf talað um hana“

Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu.

Íslenski boltinn

„Við erum búnir að brenna skipin“

Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip.

Íslenski boltinn

Mark­menn Bestu deildar kvenna: Há­sætið laust

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis.

Íslenski boltinn