Golf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stál­heppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu

Það ríkir mikil spenna á PGA-meistaramótinu eftir tvo daga af fjórum. Venesúelabúinn Jhonattan Vegas er óvænt efstur en hann var stálheppinn á næstsíðustu holunni í gær. Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim setti met þegar hann náði holu í höggi og er í toppbaráttunni.

Golf
Fréttamynd

Brjálaðist og gaf vellinum fokk­merki

Óhætt er að segja að Írinn Shane Lowry hafi orðið bálreiður á öðrum degi PGA-meistaramótsins í golfi í dag. „Til fjandans með þennan stað,“ öskraði kylfingurinn í bræði sinni á áttundu brautinni.

Golf
Fréttamynd

Gunn­laugur keppir á besta áhugamannamóti heims

Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur gert það gott í golfinu vestanhafs síðustu misseri og fær nú ærið verkefni. Hann verður meðal þátttakenda á Arnold Palmer-mótinu, sterkasta áhugamannamóti heims, í byrjun júní.

Golf
Fréttamynd

McIlroy vann Masters í bráða­bana

Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Masters og kláraði þar með alslemmuna eftirsóttu, þrátt fyrir að lenda í heilmiklum vandræðum á lokadeginum og þurfa að fara í bráðabana gegn Justin Rose.

Golf
Fréttamynd

Hræddur um að McIlroy klúðri málunum

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús kveðst smeykur um að Rory McIlroy fari á taugum á lokadegi Masters-mótsins í golfi. Sá norður-írski er með tveggja högga forystu fyrir lokahring mótsins og seilist eftir langþráðum sigri.

Golf
Fréttamynd

Fylgstu með þessum tíu á Masters

Masters-mótið í golfi hófst í dag er keppt verður um hinn fræga græna jakka. Vísir hefur tekið saman tíu af 95 kylfingum mótsins sem vert er að fylgjast vel með.

Golf