Bakþankar Lækhóran - listin að höfða til allra Bergsteinn Sigurðsson skrifar Hér er pistill sem höfðar til allra: Eineltisseggurinn Egill "Gillzenegger“ Einarsson er þekktur fyrir framlag sitt til klámvæðingar, staðalímynda og botnlausrar kvenfyrirlitningar. En nú hafa femínistar, eða ætti maður kannski að segja femínasistar, fellt grímuna og heimta blóð. Bakþankar 1.12.2012 08:00 Spilavítinu Melaskóla lokað Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Um miðjan tíunda áratuginn var enginn maður með mönnum á skólalóðinni án þess að eiga safn af Pox-spjöldum. Þessi litríku, kringlóttu spjöld lagði maður undir í keppni við aðra sem snerist um að kasta svokölluðum sleggjum á spjöldin með það fyrir augum að snúa þeim við, en þar með eignaðist maður þau. Vildi maður tefla virkilega djarft lagði maður sleggjurnar undir. Minnist ég þess að hafa eitt skiptið hlaupið grátandi heim eftir að hafa tapað flottustu sleggjunni minni. Hún var úr stáli, sjáið þið til. Poxið var reyndar ekki lengi að detta úr tísku en við dóum ekki ráðalausir. Við snerum okkur einfaldlega að harki með tíköllum eða þá Drakkó-köllum, svo önnur tískubóla æskuáranna sé nefnd. Skólalóð Melaskóla var nefnilega ekkert annað en spilavíti. Bakþankar 30.11.2012 08:00 Svaraðu manneskja! Friðrika Benónýs skrifar Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað,“ segir kollega mín öskupirruð þegar talið berst að útsiktuðum viðmælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? Bakþankar 29.11.2012 08:00 Stress yfir litlu stressi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég er ekki komin í nokkurt einasta jólaskap, finn ekki fyrir neinu, ekki einu sinni fiðringi í nösum þó ég gangi fram á nýflysjaða mandarínu og opinn piparkökudunk. Aðventan hefst á sunnudaginn og löngu búið að skreyta miðbæinn í borginni. Jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu og jólaauglýsingar dynja á hlustunum. Bakþankar 28.11.2012 08:00 Fiðrildin þrjú Erla Hlynsdóttir skrifar Í raun er skammarlegt hversu stutt er síðan ég kynnti mér sögu Mirabal-systranna. Þær kölluðu sig Las mariposas, Fiðrildin, og helguðu líf sitt baráttunni gegn einræðisherranum Rafael Trujillo sem stjórnaði Dóminíska lýðveldinu með hrottalegu ofbeldi í þrjá áratugi. Þær voru myrtar 25. nóvember 1960. Patría, Mínerva og María Teresa voru þá orðnar bæði þekktar og dáðar í heimalandinu. Bakþankar 27.11.2012 08:00 Hvenær byrjar dagurinn? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Bakþankar 26.11.2012 06:00 Þakkargjörðarkalkúnninn er kominn í IKEA Brynhildur Björnsdóttir skrifar Og ekki degi of snemma. Satt að segja hef ég beðið eftir því í mörg ár að þakkargjörðin næði fótfestu á Íslandi, að við tækjum upp þann frábæra sið að þakka fyrir að einhver hafi numið landið. Þetta nemur sig ekki sjálft. Bakþankar 24.11.2012 06:00 Grímulaust réttlæti Stígur Helgason skrifar Ég hef ekki tölu á þeim myndum sem ég hef séð af bandarískum frægðarmennum í annarlegu ástandi, teknum á lögreglustöð eftir að þau hafa skandalíserað svo yfir sig að yfirvöld þurfa að grípa í taumana. Elvis, James Brown, Paris Hilton, Hugh Grant, Lindsay Lohan, Nick Nolte, Johnny Cash, OJ Simpson, Vanilla Ice, Larry King, Al Pacino, Jane Fonda, Jay-Z, Janis Joplin, Frank Sinatra…það væri hægt að fylla þennan pistil af nöfnum. Fólkið er misljótt, misútgrátið, með misvírað hár og misblóðhlaupin augu. Enda kallast þessi fyrirbæri "mugshots“ upp á ensku – trýnismyndir. Það er gert ráð fyrir að þær séu ljótar. Bakþankar 23.11.2012 06:00 Á atkvæðaveiðum Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki komast í ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor. Til þess er stefna hans ekki nógu sterk, frambjóðendur of veikir og fortíðin enn óuppgerð. Bakþankar 22.11.2012 06:00 Í dag er kölski kátur Svavar Hávarðsson skrifar Bakþankar 21.11.2012 06:00 Viljaskot í Palestínu Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum. Bakþankar 20.11.2012 06:00 Ég er eldri en Sighvatur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. Bakþankar 19.11.2012 06:00 Við lesbíurnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Hvað er húmor? Um aldir alda hafa spakir menn spurt þessarar spurningar og sýnist sitt hverjum. Í mínum huga er húmor það sem gerir lífið þess virði að lifa, aromatið í tilverunni ef svo má að orði komast. Ég þyki gamansamur maður og hef í gegnum tíðina farið með gamanmál á mannamótum. Án þess að ég sé að hreykja mér hefur þetta mælst svo vel fyrir að ég hef smám saman verið að færa mig upp á skaftið og taka að mér stærri "gigg" eins og þeir kalla þetta í "bransanum". Bakþankar 17.11.2012 10:03 Átakalínur þjóðfélagsins Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóðmálaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefnilega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoðun, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum. Bakþankar 16.11.2012 06:00 Mannkynið og kvenkynið Friðrika Benónýs skrifar Það er bara ein mynd af konu á forsíðunni. Guð hjálpi okkur. Við verðum að finna fleiri.“ Upphrópanir eins og þessa er ekki óalgengt að heyra á ritstjórninni seinnipartinn á föstudögum. Helgarforsíða með tómum körlum væri nefnilega stórslys. Brot á fjölmiðlalögum og hvað veit ég. Hins vegar virðast þau lög einungis virka í aðra áttina því engar slíkar upphrópanir heyrast þegar konur einoka forsíðuna. Það er bara flott og æðislegt. Klapp á bakið móment: Vel gert hjá okkur. Við erum sko aldeilis að standa okkur. Bakþankar 15.11.2012 06:00 Jafnrétti og annað röfl Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Svona var þetta nú í gamla daga krakkar mínir,“ sagði kennarinn með áherslu og við, tíu ára, áttum ekki til orð. Við vorum í samfélagsfræðitíma og höfðum lesið það í bók að í "gamla daga“ hefðu karlar haft tvær krónur í dagslaun við að bera saltfisk. Konurnar eina krónu. Þó unnu þau hlið við hlið frá morgni til kvölds og gott ef í bókinni var ekki svarthvít ljósmynd af karli og konu að rogast með bretti af saltfiski á milli sín. Þá hélt ég auðvitað að svona vitleysa væri liðin tíð. Þegar ég yrði stór yrðu allir búnir að fatta að allir eru jafnir. Bakþankar 14.11.2012 06:00 Línudans lobbýismans Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Hagsmunasamtök heimilanna eru félagsskapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, samkvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtakanna er að afskrifa skuldir á íbúðarhúsnæði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjónvarpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum. Bakþankar 13.11.2012 06:00 Hvað á barnið að heita? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Státinn strákur kom í heiminn 10. nóvember. Það var ekki beðið með skírn því strax daginn eftir var farið með hann í kirkju og hann var ausinn vatni. Og þá var hann orðinn borgari tíma og eilífðar, fæddur inn í heiminn en líka himininn. En nafnið? Marteinn. Var það nafn úr fjölskyldunni eða út í loftið? Enginn afi hét því nafni, það var ekki fjölskyldunafn og þó alls ekki út í loftið. Bakþankar 12.11.2012 06:00 Nú skal segja Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ég átti áhugavert spjall á dögunum við tvo menn sem voru mjög virkir í verkalýðsbaráttu á áttunda áratugnum. Réttindi eins og sumarfrí voru þá ekki sjálfsögð heldur þurfti að berjast fyrir þeim, ásamt því að samningum væri fylgt og lög væru virt. "Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu í dag,“ sagði annar þeirra. "Það veit ekki hvað er á bak við réttinn til sumarleyfis og yfirvinnugreiðslu. Þetta er ekkert sjálfsagt og við þurfum alltaf að vera á verði.“ Bakþankar 10.11.2012 06:00 Kaupin á Eirinni Stígur Helgason skrifar Alveg er það makalaust hvað er hægt að þyrla upp miklu moldviðri í kringum eitt hjúkrunarheimili. Eir skuldar einhverjar krónur og samfélagið fer á hliðina. Það var svo sem ekki við öðru að búast en að fjölmiðlar, pólitíkusar og almenningur myndi nýta þetta leiðindamál til að fara í enn eina nornaveiðiferðina. Fátt lætur okkur Íslendingum betur en að kenna einhverjum um þegar hlutir fara aðeins úrskeiðis. Alltaf skal draga menn til ábyrgðar. Eins og það leysi eitthvað. Bakþankar 9.11.2012 06:00 Synd og skömm Svavar Hávarðsson skrifar Ofbeldi getur tekið á sig alls konar myndir. Við heyrum sögur á hverjum degi; þær eru okkur oftast óviðkomandi og fátt hægt að gera annað en að fordæma verknaðinn í hljóðlátri reiði. Stundum er öllum samt svo ofboðið að þeir geta ekki orða bundist, enda er þá verknaðurinn með slíkum ólíkindum að fagfólk er ráðið til að rannsaka málið í smáatriðum og senda frá sér skýrslur. Ein slík var birt á dögunum og hver sá sem kynnir sér efni hennar hlýtur að velta fyrir sér hversu langt er hægt að ganga í að meiða aðra og komast upp með það. Meiða börn. Bakþankar 7.11.2012 06:00 Stelpur og strákar fá raflost Erla Hlynsdóttir skrifar Í vikunni fékk ég að handleika óvenjulegan hlut sem löngu er hætt að nota: Blóðtökutæki. Inni í því voru átta litlir hnífar. Þegar losa átti fólk við illvíga sjúkdóma var tækið lagt á hold þess og þrýst á þannig að hnífarnir skáru og blóðið vall. Ég sagði við manninn sem átti tækið að það hefði nú ekki verið þægilegt að láta nota þetta á sig. Hann svaraði mér um hæl: "Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi.“ Ég spurði hvaða sjúkrahús það hefði verið. "Það var Kleppur.“ Bakþankar 6.11.2012 06:00 Þegar lífið skemmir mýtuna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Í síðasta mánuði streymdu Spánverjar út á stræti og torg stærstu borga þegar þjóðþingið kom saman. Mótmæltu þeir kröftuglega þeim ójöfnuði sem sú stofnun viðheldur meðan stjórnarliðar leggja lífsneista landsmanna að veði til að láta ljósið lifa í löngu framliðnum bankaræflum. Bakþankar 5.11.2012 06:00 Í stærri kjól fyrir jól? Tinna Rós Steinsdóttir skrifar Nú nálgast jólin og fólk byrjað að huga að því að finna til uppáhaldssmákökuuppskriftirnar sínar, kafa eftir jólaskrautinu og velja jólagjafir handa nánustu vinum og aðstandendum. Bakþankar 3.11.2012 08:00 Rok og rokk í Reykjavík og draumar miðaldra manns Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Þótt veðrið sé leiðinlegt er ekki sami gráminn yfir haustinu nú þegar Reykjavík hefur tekið við árlegu tímabundnu hlutverki sínu sem rokkhöfuðborg heimsins. Iceland Airwaves-hátíðin er hafin með öllum sínum mögnuðu viðburðum og fólk klæðir bara af sér rokið en er samt smart, þökk sé tískuhönnuðum. Bakþankar 2.11.2012 08:00 Vetur sjálfsánægjunnar Friðrika Benónýs skrifar Þessi vetur lítur út fyrir að verða óvenju harður. Ekki endilega hvað veðurfar varðar heldur eru það kosningarnar í vor sem hörkunni valda. Frambjóðendur eru nú þegar, í upphafi nóvembermánaðar, komnir í skotgrafirnar fyrir prófkjörin. Flíka sínu eigin ágæti á kostnað annarra frambjóðenda og bombardera blásaklausa kjósendur með Facebook-síðum, vefsíðum, tilkynningum, fjölskyldumyndum og innihaldslausum viðtölum í fjölmiðlum. Hver og einn reynir að sannfæra okkur um yfirburði sína fram yfir aðra valkosti til að gegna þessu fyrirlitnasta starfi á landinu. Hnútukastið er hafið og hér eru menn þó að keppa við samherja sína. Hjálpi okkur allar vættir þegar prófkjörunum lýkur og menn fara að snúa sér að því að níða skóinn af pólitískum andstæðingum. Bakþankar 1.11.2012 08:00 Hverjir eru bestir?! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni. Bakþankar 31.10.2012 08:00 Að gefast ekki upp Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokkum kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum. Bakþankar 30.10.2012 08:00 H2Og – fyrir lífið Sigurður Árni Þórðarson skrifar Hvað var í kringum þig þegar þú varst fóstur í móðurkviði? Það var vatn. Þú svamlaðir og fórst kollhnísa í legvökva. Hátíðnihljóðin, sem bárust eyrum þínum alla daga, voru frá hinu hraða rennsli blóðsins, vökvans, í æðum móður þinnar og í takti við slátt hjartans sem dældi. Svo þegar legvatnið fór var ekki lengur hægt að lifa inni í mömmu – þá fæddist þú. Þegar þú varst komin(n) í heiminn varstu þrifin(n) í vatni. Síðan varstu baðaður eða lauguð í vatni. Móðurmjólkin var að Bakþankar 29.10.2012 06:00 Þessir mættu Brynhildur Björnsdóttir skrifar Á fimmtudagskvöldið var sögulegur knattspyrnuleikur háður á Laugardalsvellinum. Aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á völlinn til að hvetja kvennalandsliðið í knattspyrnu til dáða. Um sjö þúsund áhorfendur létu sig hafa það að sitja eða standa úti að kvöldlagi um haust, í kaldri rigningu/slyddu, til að sýna stolt, tiltrú og samstöðu með þessu frábæra fótboltaliði. Bakþankar 27.10.2012 06:00 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 111 ›
Lækhóran - listin að höfða til allra Bergsteinn Sigurðsson skrifar Hér er pistill sem höfðar til allra: Eineltisseggurinn Egill "Gillzenegger“ Einarsson er þekktur fyrir framlag sitt til klámvæðingar, staðalímynda og botnlausrar kvenfyrirlitningar. En nú hafa femínistar, eða ætti maður kannski að segja femínasistar, fellt grímuna og heimta blóð. Bakþankar 1.12.2012 08:00
Spilavítinu Melaskóla lokað Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Um miðjan tíunda áratuginn var enginn maður með mönnum á skólalóðinni án þess að eiga safn af Pox-spjöldum. Þessi litríku, kringlóttu spjöld lagði maður undir í keppni við aðra sem snerist um að kasta svokölluðum sleggjum á spjöldin með það fyrir augum að snúa þeim við, en þar með eignaðist maður þau. Vildi maður tefla virkilega djarft lagði maður sleggjurnar undir. Minnist ég þess að hafa eitt skiptið hlaupið grátandi heim eftir að hafa tapað flottustu sleggjunni minni. Hún var úr stáli, sjáið þið til. Poxið var reyndar ekki lengi að detta úr tísku en við dóum ekki ráðalausir. Við snerum okkur einfaldlega að harki með tíköllum eða þá Drakkó-köllum, svo önnur tískubóla æskuáranna sé nefnd. Skólalóð Melaskóla var nefnilega ekkert annað en spilavíti. Bakþankar 30.11.2012 08:00
Svaraðu manneskja! Friðrika Benónýs skrifar Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað,“ segir kollega mín öskupirruð þegar talið berst að útsiktuðum viðmælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? Bakþankar 29.11.2012 08:00
Stress yfir litlu stressi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég er ekki komin í nokkurt einasta jólaskap, finn ekki fyrir neinu, ekki einu sinni fiðringi í nösum þó ég gangi fram á nýflysjaða mandarínu og opinn piparkökudunk. Aðventan hefst á sunnudaginn og löngu búið að skreyta miðbæinn í borginni. Jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu og jólaauglýsingar dynja á hlustunum. Bakþankar 28.11.2012 08:00
Fiðrildin þrjú Erla Hlynsdóttir skrifar Í raun er skammarlegt hversu stutt er síðan ég kynnti mér sögu Mirabal-systranna. Þær kölluðu sig Las mariposas, Fiðrildin, og helguðu líf sitt baráttunni gegn einræðisherranum Rafael Trujillo sem stjórnaði Dóminíska lýðveldinu með hrottalegu ofbeldi í þrjá áratugi. Þær voru myrtar 25. nóvember 1960. Patría, Mínerva og María Teresa voru þá orðnar bæði þekktar og dáðar í heimalandinu. Bakþankar 27.11.2012 08:00
Hvenær byrjar dagurinn? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Bakþankar 26.11.2012 06:00
Þakkargjörðarkalkúnninn er kominn í IKEA Brynhildur Björnsdóttir skrifar Og ekki degi of snemma. Satt að segja hef ég beðið eftir því í mörg ár að þakkargjörðin næði fótfestu á Íslandi, að við tækjum upp þann frábæra sið að þakka fyrir að einhver hafi numið landið. Þetta nemur sig ekki sjálft. Bakþankar 24.11.2012 06:00
Grímulaust réttlæti Stígur Helgason skrifar Ég hef ekki tölu á þeim myndum sem ég hef séð af bandarískum frægðarmennum í annarlegu ástandi, teknum á lögreglustöð eftir að þau hafa skandalíserað svo yfir sig að yfirvöld þurfa að grípa í taumana. Elvis, James Brown, Paris Hilton, Hugh Grant, Lindsay Lohan, Nick Nolte, Johnny Cash, OJ Simpson, Vanilla Ice, Larry King, Al Pacino, Jane Fonda, Jay-Z, Janis Joplin, Frank Sinatra…það væri hægt að fylla þennan pistil af nöfnum. Fólkið er misljótt, misútgrátið, með misvírað hár og misblóðhlaupin augu. Enda kallast þessi fyrirbæri "mugshots“ upp á ensku – trýnismyndir. Það er gert ráð fyrir að þær séu ljótar. Bakþankar 23.11.2012 06:00
Á atkvæðaveiðum Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki komast í ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor. Til þess er stefna hans ekki nógu sterk, frambjóðendur of veikir og fortíðin enn óuppgerð. Bakþankar 22.11.2012 06:00
Viljaskot í Palestínu Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum. Bakþankar 20.11.2012 06:00
Ég er eldri en Sighvatur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. Bakþankar 19.11.2012 06:00
Við lesbíurnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Hvað er húmor? Um aldir alda hafa spakir menn spurt þessarar spurningar og sýnist sitt hverjum. Í mínum huga er húmor það sem gerir lífið þess virði að lifa, aromatið í tilverunni ef svo má að orði komast. Ég þyki gamansamur maður og hef í gegnum tíðina farið með gamanmál á mannamótum. Án þess að ég sé að hreykja mér hefur þetta mælst svo vel fyrir að ég hef smám saman verið að færa mig upp á skaftið og taka að mér stærri "gigg" eins og þeir kalla þetta í "bransanum". Bakþankar 17.11.2012 10:03
Átakalínur þjóðfélagsins Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóðmálaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefnilega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoðun, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum. Bakþankar 16.11.2012 06:00
Mannkynið og kvenkynið Friðrika Benónýs skrifar Það er bara ein mynd af konu á forsíðunni. Guð hjálpi okkur. Við verðum að finna fleiri.“ Upphrópanir eins og þessa er ekki óalgengt að heyra á ritstjórninni seinnipartinn á föstudögum. Helgarforsíða með tómum körlum væri nefnilega stórslys. Brot á fjölmiðlalögum og hvað veit ég. Hins vegar virðast þau lög einungis virka í aðra áttina því engar slíkar upphrópanir heyrast þegar konur einoka forsíðuna. Það er bara flott og æðislegt. Klapp á bakið móment: Vel gert hjá okkur. Við erum sko aldeilis að standa okkur. Bakþankar 15.11.2012 06:00
Jafnrétti og annað röfl Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Svona var þetta nú í gamla daga krakkar mínir,“ sagði kennarinn með áherslu og við, tíu ára, áttum ekki til orð. Við vorum í samfélagsfræðitíma og höfðum lesið það í bók að í "gamla daga“ hefðu karlar haft tvær krónur í dagslaun við að bera saltfisk. Konurnar eina krónu. Þó unnu þau hlið við hlið frá morgni til kvölds og gott ef í bókinni var ekki svarthvít ljósmynd af karli og konu að rogast með bretti af saltfiski á milli sín. Þá hélt ég auðvitað að svona vitleysa væri liðin tíð. Þegar ég yrði stór yrðu allir búnir að fatta að allir eru jafnir. Bakþankar 14.11.2012 06:00
Línudans lobbýismans Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Hagsmunasamtök heimilanna eru félagsskapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, samkvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtakanna er að afskrifa skuldir á íbúðarhúsnæði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjónvarpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum. Bakþankar 13.11.2012 06:00
Hvað á barnið að heita? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Státinn strákur kom í heiminn 10. nóvember. Það var ekki beðið með skírn því strax daginn eftir var farið með hann í kirkju og hann var ausinn vatni. Og þá var hann orðinn borgari tíma og eilífðar, fæddur inn í heiminn en líka himininn. En nafnið? Marteinn. Var það nafn úr fjölskyldunni eða út í loftið? Enginn afi hét því nafni, það var ekki fjölskyldunafn og þó alls ekki út í loftið. Bakþankar 12.11.2012 06:00
Nú skal segja Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ég átti áhugavert spjall á dögunum við tvo menn sem voru mjög virkir í verkalýðsbaráttu á áttunda áratugnum. Réttindi eins og sumarfrí voru þá ekki sjálfsögð heldur þurfti að berjast fyrir þeim, ásamt því að samningum væri fylgt og lög væru virt. "Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu í dag,“ sagði annar þeirra. "Það veit ekki hvað er á bak við réttinn til sumarleyfis og yfirvinnugreiðslu. Þetta er ekkert sjálfsagt og við þurfum alltaf að vera á verði.“ Bakþankar 10.11.2012 06:00
Kaupin á Eirinni Stígur Helgason skrifar Alveg er það makalaust hvað er hægt að þyrla upp miklu moldviðri í kringum eitt hjúkrunarheimili. Eir skuldar einhverjar krónur og samfélagið fer á hliðina. Það var svo sem ekki við öðru að búast en að fjölmiðlar, pólitíkusar og almenningur myndi nýta þetta leiðindamál til að fara í enn eina nornaveiðiferðina. Fátt lætur okkur Íslendingum betur en að kenna einhverjum um þegar hlutir fara aðeins úrskeiðis. Alltaf skal draga menn til ábyrgðar. Eins og það leysi eitthvað. Bakþankar 9.11.2012 06:00
Synd og skömm Svavar Hávarðsson skrifar Ofbeldi getur tekið á sig alls konar myndir. Við heyrum sögur á hverjum degi; þær eru okkur oftast óviðkomandi og fátt hægt að gera annað en að fordæma verknaðinn í hljóðlátri reiði. Stundum er öllum samt svo ofboðið að þeir geta ekki orða bundist, enda er þá verknaðurinn með slíkum ólíkindum að fagfólk er ráðið til að rannsaka málið í smáatriðum og senda frá sér skýrslur. Ein slík var birt á dögunum og hver sá sem kynnir sér efni hennar hlýtur að velta fyrir sér hversu langt er hægt að ganga í að meiða aðra og komast upp með það. Meiða börn. Bakþankar 7.11.2012 06:00
Stelpur og strákar fá raflost Erla Hlynsdóttir skrifar Í vikunni fékk ég að handleika óvenjulegan hlut sem löngu er hætt að nota: Blóðtökutæki. Inni í því voru átta litlir hnífar. Þegar losa átti fólk við illvíga sjúkdóma var tækið lagt á hold þess og þrýst á þannig að hnífarnir skáru og blóðið vall. Ég sagði við manninn sem átti tækið að það hefði nú ekki verið þægilegt að láta nota þetta á sig. Hann svaraði mér um hæl: "Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi.“ Ég spurði hvaða sjúkrahús það hefði verið. "Það var Kleppur.“ Bakþankar 6.11.2012 06:00
Þegar lífið skemmir mýtuna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Í síðasta mánuði streymdu Spánverjar út á stræti og torg stærstu borga þegar þjóðþingið kom saman. Mótmæltu þeir kröftuglega þeim ójöfnuði sem sú stofnun viðheldur meðan stjórnarliðar leggja lífsneista landsmanna að veði til að láta ljósið lifa í löngu framliðnum bankaræflum. Bakþankar 5.11.2012 06:00
Í stærri kjól fyrir jól? Tinna Rós Steinsdóttir skrifar Nú nálgast jólin og fólk byrjað að huga að því að finna til uppáhaldssmákökuuppskriftirnar sínar, kafa eftir jólaskrautinu og velja jólagjafir handa nánustu vinum og aðstandendum. Bakþankar 3.11.2012 08:00
Rok og rokk í Reykjavík og draumar miðaldra manns Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Þótt veðrið sé leiðinlegt er ekki sami gráminn yfir haustinu nú þegar Reykjavík hefur tekið við árlegu tímabundnu hlutverki sínu sem rokkhöfuðborg heimsins. Iceland Airwaves-hátíðin er hafin með öllum sínum mögnuðu viðburðum og fólk klæðir bara af sér rokið en er samt smart, þökk sé tískuhönnuðum. Bakþankar 2.11.2012 08:00
Vetur sjálfsánægjunnar Friðrika Benónýs skrifar Þessi vetur lítur út fyrir að verða óvenju harður. Ekki endilega hvað veðurfar varðar heldur eru það kosningarnar í vor sem hörkunni valda. Frambjóðendur eru nú þegar, í upphafi nóvembermánaðar, komnir í skotgrafirnar fyrir prófkjörin. Flíka sínu eigin ágæti á kostnað annarra frambjóðenda og bombardera blásaklausa kjósendur með Facebook-síðum, vefsíðum, tilkynningum, fjölskyldumyndum og innihaldslausum viðtölum í fjölmiðlum. Hver og einn reynir að sannfæra okkur um yfirburði sína fram yfir aðra valkosti til að gegna þessu fyrirlitnasta starfi á landinu. Hnútukastið er hafið og hér eru menn þó að keppa við samherja sína. Hjálpi okkur allar vættir þegar prófkjörunum lýkur og menn fara að snúa sér að því að níða skóinn af pólitískum andstæðingum. Bakþankar 1.11.2012 08:00
Hverjir eru bestir?! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni. Bakþankar 31.10.2012 08:00
Að gefast ekki upp Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokkum kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum. Bakþankar 30.10.2012 08:00
H2Og – fyrir lífið Sigurður Árni Þórðarson skrifar Hvað var í kringum þig þegar þú varst fóstur í móðurkviði? Það var vatn. Þú svamlaðir og fórst kollhnísa í legvökva. Hátíðnihljóðin, sem bárust eyrum þínum alla daga, voru frá hinu hraða rennsli blóðsins, vökvans, í æðum móður þinnar og í takti við slátt hjartans sem dældi. Svo þegar legvatnið fór var ekki lengur hægt að lifa inni í mömmu – þá fæddist þú. Þegar þú varst komin(n) í heiminn varstu þrifin(n) í vatni. Síðan varstu baðaður eða lauguð í vatni. Móðurmjólkin var að Bakþankar 29.10.2012 06:00
Þessir mættu Brynhildur Björnsdóttir skrifar Á fimmtudagskvöldið var sögulegur knattspyrnuleikur háður á Laugardalsvellinum. Aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á völlinn til að hvetja kvennalandsliðið í knattspyrnu til dáða. Um sjö þúsund áhorfendur létu sig hafa það að sitja eða standa úti að kvöldlagi um haust, í kaldri rigningu/slyddu, til að sýna stolt, tiltrú og samstöðu með þessu frábæra fótboltaliði. Bakþankar 27.10.2012 06:00
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun