Bakþankar Maður skiptir ekki við hrotta Bakþankar 1.6.2010 00:01 Vegurinn heim Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Faðir minn er hálfþýskur. Hann heitir Helmuth og veit fátt betra en Suður-Þýskaland og þá sérstaklega Bæjaraland, Bayern. Kærleikurinn milli hans og Bayern hefur varað lengi. Ég var ekki há í loftinu þegar ég vissi allt um Lúðvík II Bæjarakonung, þekkti skjaldarmerki Munchen og fékk ís í verðlaun fyrir að vera að klára weisswurst og sauerkraut af disknum mínum. Bakþankar 31.5.2010 06:00 Kjördagur Davíð Þór Jónsson skrifar Í dag er kjördagur, bjartur og fagur eins og brúðkaupsdagur í Möttubókunum. Kjósendur streyma glaðir í bragði á kjörstaði til að taka þátt í lýðræðinu, sem þeir njóta þeirra forréttinda að búa við. Sumir nota atkvæðið sitt til að sýna sitt álit á því hvernig til tókst á síðasta kjörtímabili. Þeir velja þá sem þeim finnst hafa staðið sig skást og þeir treysta best til að fara með völd. Aðrir kjósa alltaf sama flokkinn án nokkurs tillits til þess hvort frambjóðendur hans hafi orðið uppvísir að mútuþægni eða ekki. Þeir halda með sínum flokki, hvað sem á dynur, rétt eins og íþróttafélaginu sínu. Enn aðrir nota atkvæðið sitt til að hafna fólki, sem hefur þegið allar skoðanir sínar beint frá flokknum, í trausti þess að hinn kosturinn geti ekki verið verri. Þetta er það dásamlega við lýðræðið. Hver og einn ræður því sjálfur hvað hann kýs og hvers vegna. Enginn þarf að verja þá ákvörðun fyrir öðrum. Bakþankar 29.5.2010 06:00 Orðaleppar og angurgaparf Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Alltaf stinga upp kollinum nýir tískufrasar í tali þeirra sem fara með himinskautum í opinberri umræðu. Bakþankar 28.5.2010 06:00 Bergsteinn Sigurðsson: Þjóðfélag vonbrigðanna Bergsteinn Sigurðsson skrifar Skömmu eftir Hrun, raunar bara örfáum dögum, varð vitundarvakning á Íslandi. Íslendingar sannfærðust um að það væri raunhæfur möguleiki á að stokka kerfið upp; út með það gamla - inn með það nýja. Um allan bæ hélt fólk súpufundi þar sem vinir komu saman og skeggræddu um framtíðina, möguleikana og tækifærin sem í henni fólust. Bakþankar 27.5.2010 06:00 Af heimsku og niðurgangi Það væri ósanngjarnt að segja að mannskepnan sé heimsk. Hinsvegar er hægt að bera á borð fyrir hana næstum hvaða vitleysu sem er og láta hana tyggja á henni um ókomna tíð. Í mörgum tilfellum er eflaust tímaskorti frekar en heimsku um að kenna. Erillinn gerir mörgum erfitt fyrir að velta því fyrir sér hverju þeir eru að stinga upp í sig eða japla á. Bakþankar 26.5.2010 06:00 Þú ert ekki mamma mín Bakþankar 25.5.2010 00:01 Atli Fannar Bjarkason: Útsvar, velferð og kjaftæði Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að vera ekki með skráð lögheimili í Reykjavík. Ekki vegna þess að mig langar til að borga hærri tryggingagjöld af bílnum mínum heldur langar mig til að greiða atkvæði í borgastjórnarkosningunum í enda maí. Bakþankar 22.5.2010 06:00 Reykjavík, ó, Reykjavík Fyrir stuttu las ég minningargrein í Morgunblaðinu um konu sem varð ung ekkja hér í Reykjavík með lítil börn á framfæri sínu. Hún hafði aldrei mikið á milli handanna. Bakþankar 21.5.2010 06:00 Ragnheiður Tryggvadóttir: Að rótum vandans Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Undanfarin kvöld hef ég dundað mér í garðinum heima en hann er í hálfgerðri órækt. Grasflötin mosavaxin vegna skuggans af allt of stórum trjánum í kring sem hafa fengið að vaxa óáreitt í áratugi og beðin vaðandi í illgresi. Kerfillinn æðir yfir páskaliljurnar og kaffærir allt sem á vegi hans verður. Hann hefur meira að segja brotið sér leið upp um malbikið á bílastæðinu utan við grindverkið, svo mikil er gróskan. Bakþankar 20.5.2010 06:00 Kolbeinn Proppé : Af hverju gerðuð þið ekkert? Þau tíðindi vöktu nokkurn titring að kanadískt orkufyrirtæki ætti nú þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Margir ráku upp ramakvein; hér væri verið að afhenda útlendingum yfirráð auðlinda okkar. Aðrir bentu á að kapítalistar hefðu auðlindirnar í fórum sínum nú þegar; hvort þeir ættu heima í Kanada eða Keflavík skipti litlu. Bakþankar 19.5.2010 06:00 Anna Margrét Björnsson: Ísbjörn í Húsdýragarðinn? Anna Margrét Björnsson skrifar Eftir nokkrar vikur ætla ég að hitta ísbjörninn Knút. Hver man ekki eftir þessum litla sæta hnoðra sem fæddist árið 2006 í dýragarðinum í Berlín og varð samstundis að poppstjörnu dýraríkisins? Knútur aflaði fimm milljón evra fyrir þýska dýragarðinn á því skemmtilega ári 2007. Ásókn í Zoo Berlin jókst um helming og auk þess var seldur ýmis konar varningur: stuttermabolir, derhúfur, lyklakippur og krúttlegir Knútsbangsar. Bakþankar 18.5.2010 06:00 Brynhildur Björnsdóttir: Kosningar eru í nánd Miðborgin í Reykjavík er aldrei eins yndisleg og þegar vindurinn hefur sig hægan á sama tíma og sólin skín. Þannig var hún á laugardaginn var og nóg um að vera. Bakþankar 17.5.2010 06:00 Lærdómur og leiðindi Davíð Þór Jónsson skrifar Þegar ég var strákur háðu gott og illt hatramma baráttu um yfirráðin í lífi mínu. Þessi öfl tóku þá jafnan á sig mynd skemmtilegs og leiðinlegs, en ég upplifði þessi átök sem glímu góðs og ills. Oft var skemmtilegt en stundum réð hið leiðinlega eitt ríkjum. Til dæmis voru handavinnu- og leikfimitímar ein samfelld sigurganga hins illa. Bakþankar 15.5.2010 06:00 Júlía Margrét Alexandersdóttir: Alþjóðlegt dömp Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Á heimilinu hafa verið gerðar hundrað tilraunir til að hætta að reykja. Enn á ný stendur tilraun yfir, við illan leik. Heimilisfaðirinn, sem ég elskaði einu sinni svo blint að ég leyfði honum að reykja ofan í baðkerinu með öskubakka á Habitat-grind, gerir yfirleitt áhlaup á sumrin, einhvern tímann í kringum varptímann. Kannski af því eitt sinn kallaði ég hann „dúfuna mína“. Bakþankar 14.5.2010 06:00 Páll Baldvin Baldvinsson: Draugagangur í dagsbirtu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Elskan mín, þú ert svo miklu laglegri svona með alskegg, lætur Bunuel Maríu segja við son sinn Jesú í einni af kvikmyndum sínum. Er það? spyr pilturinn og strýkur á sér vanga og grön. Hinn skeggjaði unglingur hefur lengi fylgt okkur eftir píslardauða sinn og himnaför sem samkvæmt Bakþankar 13.5.2010 10:26 Jón Sigurður Eyjólfsson: Brú yfir boðaföllin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég hef bakað mér ómældar óvinsældir í spænska þorpinu Zújar með þjóðrembu minni. Sýknt og heilagt er ég að benda bæjarbúum á gæði lands og þjóðar minnar. Lengst af voru menn tilbúnir að humma þetta fram af sér en steininn tók úr fyrir nokkrum vikum þegar ég fó Bakþankar 12.5.2010 06:00 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir: Þar sem heilsað er með hlýju Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Eitt af því fyrsta sem gefur til kynna að maður sé kominn í nýtt land er hvernig samskiptavenjur íbúa snarbreytast á milli landa. Það eru ekki nema um tvö þúsund kílómetrar á milli Reykjavíkur og Óslóar (maður lærir ýmislegt af hnakkatölvunni í flugvélum Icelandair). Þetta er samt allt annar heimur. Til að mynda heilsar bláókunnugt fólk manni með vinale Bakþankar 11.5.2010 06:00 Gerður Kristný: "Útsending frá eigin glötun" "Útsending frá eigin glötun" Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Bakþankar 10.5.2010 09:46 Gerður Kristný: „Útsending frá eigin glötun“ Gerður Kristný skrifar Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Það var á fermingaraldri og tók yfir heilan fermetra af sjónvarpsskotinu. Því varð fjölskyldan alltaf að smokra sér gætilega fram hjá gripnum til að komast inn og út úr öðru barnaherberginu. Samt hafði aldrei komið til tals að skipta því út fyrir yngra módel. Í fyrsta lagi vegna þess að myndin var skýr og í öðru lagi vegna þess að mig langaði ekki að punga út fyrir flatskjá, dótaríinu sem Björgólfi Guðmundssyni tókst að gera að táknmynd góðærisins. Sjónvarpsflykkið sýndi og sannaði að ég hafði ekki orðið spillingaröflunum að bráð. Bakþankar 10.5.2010 06:00 Ragnheiður Tryggvadóttir: Nytsemi netheima Netsamfélagið Facebook getur verið mjög skemmtilegt og til margra hluta nytsamlegt. Þarna hafa löngu gleymdir vinir og kunningjar getað endurnýjað kynnin og skipst á fréttum um það sem á dagana hefur drifið. Fólk eignast líka glænýja vini og finnur jafnvel fjölskyldumeðlimi sem það hefur aldrei hitt. Bakþankar 6.5.2010 06:00 Kolbeinn Proppé: Þegar valdið verður til vansa Kolbeinn Proppé skrifar Það verður að vera agi í hernum segir Svejk og við hlæjum, því trauðla er til betra dæmi um mann sem lýtur engum aga en fyrrnefndur Svejk. Svo virðist hins vegar sem margir aðhyllist þessa speki og telji að agi verði að ríkja hvað sem kostar. Fyrir þeim er tilhliðrun á skipulagi eitur í beinum og allt skal vera eftir reglum. Skiptir engu hve vitlausar reglurnar eru, ef það stendur skal það verða. Bakþankar 5.5.2010 06:00 Anna Margrét Björnsson: Fíla geimverur Bítlana? Anna Margrét Björnsson skrifar Fyrir nokkrum mánuðum horfði ég á skondna „heimildar“-mynd frá sjöunda áratugnum sem fjallaði um eðluverur eða „reptilians“ sem búa í iðrum jarðar. Þessar verur komu samkvæmt þessari kenningu frá Bakþankar 4.5.2010 06:00 Júlía Margrét Alexandersdóttir: Hugsanlegt hjálpræði Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Ég hef alltaf átt erfitt með að velja mér þann stjórnmálaflokk sem ég vil kjósa. Ég hef stundum íhugað að skila auðu en hryllt við að atkvæði mitt yrði þá gjaldfellt með ógildum seðlum. Bakþankar 3.5.2010 00:01 Kjarklaus eins og klerkur Davíð Þór Jónsson skrifar Stjórnmálaskoðanir mínar eru ekkert leyndarmál og hafa aldrei verið. En ef ég léti það út úr mér að það eyðilegði samband mitt við konuna mína að margir Sjallar væru líka vel kvæntir yrði ég vonandi álitinn eitthvað skrýtinn. Enda væru skoðanir mínar þá hættar að vera skoðanir og orðnar að svo inngróinni gremju að stappaði nærri geðrænu vandamáli - fóbíu. En hvernig er brugðist við þegar því er lýst yfir að hjónavígsla samkynhneigðra vegi að hjónabandi gagnkynhneigðra? Þá er það af einhverjum ástæðum meðhöndlað eins og gilt innlegg í vitræna umræðu, en ekki það sem það augljóslega er - fóbía. Bakþankar 1.5.2010 06:00 Bergsteinn Sigurðsson: Þú ert luðra, Samfylking Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greindur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athyglissjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum. Bakþankar 30.4.2010 06:00 Páll Baldvin Baldvinsson: Laus sæti og staðfast fólk Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Rosalega sem það er erfitt að standa upp úr sætinu. Það er allt suðandi í kringum mann, endalaust kvabb. Bakþankar 29.4.2010 09:38 Jón Sigurður Eyjólfsson: Forsetinn og gígurinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar „Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn það myndu fýsa þangað farar, að landið ætti nafn gott.“ Bakþankar 28.4.2010 06:00 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir: Æskan og óttinn Með undarlegri tímabilum fremur áhyggjulausrar barnæsku minnar var sumarið þegar ég var ellefu ára. Á þessum tíma var yfirvofandi Suðurlandsskjálfti í umræðunni. Sjónvarpið sýndi almannavarnamyndbönd um hvernig bregðast skyldi við ef jörðin tæki að skjálfa undir fótum manns og gáfulegir vísindamenn komu fram í fréttum og sögðu „það er ekki spurning hvort, heldur hvenær hann kemur". Bakþankar 27.4.2010 06:30 Gerður Kristný: Vika svörtu bókarinnar Gerður Kristný skrifar Frá því vorið 1986 hef ég skrifað niður hjá mér hverja einustu bók sem ég hef lesið í svarta stílabók. Þess vegna er hægur vandi að sjá að í maí fyrir 24 árum las ég Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis, Svein Elversson eftir Selmu Lagerlöf, Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Bakþankar 26.4.2010 06:00 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 111 ›
Vegurinn heim Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Faðir minn er hálfþýskur. Hann heitir Helmuth og veit fátt betra en Suður-Þýskaland og þá sérstaklega Bæjaraland, Bayern. Kærleikurinn milli hans og Bayern hefur varað lengi. Ég var ekki há í loftinu þegar ég vissi allt um Lúðvík II Bæjarakonung, þekkti skjaldarmerki Munchen og fékk ís í verðlaun fyrir að vera að klára weisswurst og sauerkraut af disknum mínum. Bakþankar 31.5.2010 06:00
Kjördagur Davíð Þór Jónsson skrifar Í dag er kjördagur, bjartur og fagur eins og brúðkaupsdagur í Möttubókunum. Kjósendur streyma glaðir í bragði á kjörstaði til að taka þátt í lýðræðinu, sem þeir njóta þeirra forréttinda að búa við. Sumir nota atkvæðið sitt til að sýna sitt álit á því hvernig til tókst á síðasta kjörtímabili. Þeir velja þá sem þeim finnst hafa staðið sig skást og þeir treysta best til að fara með völd. Aðrir kjósa alltaf sama flokkinn án nokkurs tillits til þess hvort frambjóðendur hans hafi orðið uppvísir að mútuþægni eða ekki. Þeir halda með sínum flokki, hvað sem á dynur, rétt eins og íþróttafélaginu sínu. Enn aðrir nota atkvæðið sitt til að hafna fólki, sem hefur þegið allar skoðanir sínar beint frá flokknum, í trausti þess að hinn kosturinn geti ekki verið verri. Þetta er það dásamlega við lýðræðið. Hver og einn ræður því sjálfur hvað hann kýs og hvers vegna. Enginn þarf að verja þá ákvörðun fyrir öðrum. Bakþankar 29.5.2010 06:00
Orðaleppar og angurgaparf Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Alltaf stinga upp kollinum nýir tískufrasar í tali þeirra sem fara með himinskautum í opinberri umræðu. Bakþankar 28.5.2010 06:00
Bergsteinn Sigurðsson: Þjóðfélag vonbrigðanna Bergsteinn Sigurðsson skrifar Skömmu eftir Hrun, raunar bara örfáum dögum, varð vitundarvakning á Íslandi. Íslendingar sannfærðust um að það væri raunhæfur möguleiki á að stokka kerfið upp; út með það gamla - inn með það nýja. Um allan bæ hélt fólk súpufundi þar sem vinir komu saman og skeggræddu um framtíðina, möguleikana og tækifærin sem í henni fólust. Bakþankar 27.5.2010 06:00
Af heimsku og niðurgangi Það væri ósanngjarnt að segja að mannskepnan sé heimsk. Hinsvegar er hægt að bera á borð fyrir hana næstum hvaða vitleysu sem er og láta hana tyggja á henni um ókomna tíð. Í mörgum tilfellum er eflaust tímaskorti frekar en heimsku um að kenna. Erillinn gerir mörgum erfitt fyrir að velta því fyrir sér hverju þeir eru að stinga upp í sig eða japla á. Bakþankar 26.5.2010 06:00
Atli Fannar Bjarkason: Útsvar, velferð og kjaftæði Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að vera ekki með skráð lögheimili í Reykjavík. Ekki vegna þess að mig langar til að borga hærri tryggingagjöld af bílnum mínum heldur langar mig til að greiða atkvæði í borgastjórnarkosningunum í enda maí. Bakþankar 22.5.2010 06:00
Reykjavík, ó, Reykjavík Fyrir stuttu las ég minningargrein í Morgunblaðinu um konu sem varð ung ekkja hér í Reykjavík með lítil börn á framfæri sínu. Hún hafði aldrei mikið á milli handanna. Bakþankar 21.5.2010 06:00
Ragnheiður Tryggvadóttir: Að rótum vandans Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Undanfarin kvöld hef ég dundað mér í garðinum heima en hann er í hálfgerðri órækt. Grasflötin mosavaxin vegna skuggans af allt of stórum trjánum í kring sem hafa fengið að vaxa óáreitt í áratugi og beðin vaðandi í illgresi. Kerfillinn æðir yfir páskaliljurnar og kaffærir allt sem á vegi hans verður. Hann hefur meira að segja brotið sér leið upp um malbikið á bílastæðinu utan við grindverkið, svo mikil er gróskan. Bakþankar 20.5.2010 06:00
Kolbeinn Proppé : Af hverju gerðuð þið ekkert? Þau tíðindi vöktu nokkurn titring að kanadískt orkufyrirtæki ætti nú þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Margir ráku upp ramakvein; hér væri verið að afhenda útlendingum yfirráð auðlinda okkar. Aðrir bentu á að kapítalistar hefðu auðlindirnar í fórum sínum nú þegar; hvort þeir ættu heima í Kanada eða Keflavík skipti litlu. Bakþankar 19.5.2010 06:00
Anna Margrét Björnsson: Ísbjörn í Húsdýragarðinn? Anna Margrét Björnsson skrifar Eftir nokkrar vikur ætla ég að hitta ísbjörninn Knút. Hver man ekki eftir þessum litla sæta hnoðra sem fæddist árið 2006 í dýragarðinum í Berlín og varð samstundis að poppstjörnu dýraríkisins? Knútur aflaði fimm milljón evra fyrir þýska dýragarðinn á því skemmtilega ári 2007. Ásókn í Zoo Berlin jókst um helming og auk þess var seldur ýmis konar varningur: stuttermabolir, derhúfur, lyklakippur og krúttlegir Knútsbangsar. Bakþankar 18.5.2010 06:00
Brynhildur Björnsdóttir: Kosningar eru í nánd Miðborgin í Reykjavík er aldrei eins yndisleg og þegar vindurinn hefur sig hægan á sama tíma og sólin skín. Þannig var hún á laugardaginn var og nóg um að vera. Bakþankar 17.5.2010 06:00
Lærdómur og leiðindi Davíð Þór Jónsson skrifar Þegar ég var strákur háðu gott og illt hatramma baráttu um yfirráðin í lífi mínu. Þessi öfl tóku þá jafnan á sig mynd skemmtilegs og leiðinlegs, en ég upplifði þessi átök sem glímu góðs og ills. Oft var skemmtilegt en stundum réð hið leiðinlega eitt ríkjum. Til dæmis voru handavinnu- og leikfimitímar ein samfelld sigurganga hins illa. Bakþankar 15.5.2010 06:00
Júlía Margrét Alexandersdóttir: Alþjóðlegt dömp Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Á heimilinu hafa verið gerðar hundrað tilraunir til að hætta að reykja. Enn á ný stendur tilraun yfir, við illan leik. Heimilisfaðirinn, sem ég elskaði einu sinni svo blint að ég leyfði honum að reykja ofan í baðkerinu með öskubakka á Habitat-grind, gerir yfirleitt áhlaup á sumrin, einhvern tímann í kringum varptímann. Kannski af því eitt sinn kallaði ég hann „dúfuna mína“. Bakþankar 14.5.2010 06:00
Páll Baldvin Baldvinsson: Draugagangur í dagsbirtu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Elskan mín, þú ert svo miklu laglegri svona með alskegg, lætur Bunuel Maríu segja við son sinn Jesú í einni af kvikmyndum sínum. Er það? spyr pilturinn og strýkur á sér vanga og grön. Hinn skeggjaði unglingur hefur lengi fylgt okkur eftir píslardauða sinn og himnaför sem samkvæmt Bakþankar 13.5.2010 10:26
Jón Sigurður Eyjólfsson: Brú yfir boðaföllin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég hef bakað mér ómældar óvinsældir í spænska þorpinu Zújar með þjóðrembu minni. Sýknt og heilagt er ég að benda bæjarbúum á gæði lands og þjóðar minnar. Lengst af voru menn tilbúnir að humma þetta fram af sér en steininn tók úr fyrir nokkrum vikum þegar ég fó Bakþankar 12.5.2010 06:00
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir: Þar sem heilsað er með hlýju Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Eitt af því fyrsta sem gefur til kynna að maður sé kominn í nýtt land er hvernig samskiptavenjur íbúa snarbreytast á milli landa. Það eru ekki nema um tvö þúsund kílómetrar á milli Reykjavíkur og Óslóar (maður lærir ýmislegt af hnakkatölvunni í flugvélum Icelandair). Þetta er samt allt annar heimur. Til að mynda heilsar bláókunnugt fólk manni með vinale Bakþankar 11.5.2010 06:00
Gerður Kristný: "Útsending frá eigin glötun" "Útsending frá eigin glötun" Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Bakþankar 10.5.2010 09:46
Gerður Kristný: „Útsending frá eigin glötun“ Gerður Kristný skrifar Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Það var á fermingaraldri og tók yfir heilan fermetra af sjónvarpsskotinu. Því varð fjölskyldan alltaf að smokra sér gætilega fram hjá gripnum til að komast inn og út úr öðru barnaherberginu. Samt hafði aldrei komið til tals að skipta því út fyrir yngra módel. Í fyrsta lagi vegna þess að myndin var skýr og í öðru lagi vegna þess að mig langaði ekki að punga út fyrir flatskjá, dótaríinu sem Björgólfi Guðmundssyni tókst að gera að táknmynd góðærisins. Sjónvarpsflykkið sýndi og sannaði að ég hafði ekki orðið spillingaröflunum að bráð. Bakþankar 10.5.2010 06:00
Ragnheiður Tryggvadóttir: Nytsemi netheima Netsamfélagið Facebook getur verið mjög skemmtilegt og til margra hluta nytsamlegt. Þarna hafa löngu gleymdir vinir og kunningjar getað endurnýjað kynnin og skipst á fréttum um það sem á dagana hefur drifið. Fólk eignast líka glænýja vini og finnur jafnvel fjölskyldumeðlimi sem það hefur aldrei hitt. Bakþankar 6.5.2010 06:00
Kolbeinn Proppé: Þegar valdið verður til vansa Kolbeinn Proppé skrifar Það verður að vera agi í hernum segir Svejk og við hlæjum, því trauðla er til betra dæmi um mann sem lýtur engum aga en fyrrnefndur Svejk. Svo virðist hins vegar sem margir aðhyllist þessa speki og telji að agi verði að ríkja hvað sem kostar. Fyrir þeim er tilhliðrun á skipulagi eitur í beinum og allt skal vera eftir reglum. Skiptir engu hve vitlausar reglurnar eru, ef það stendur skal það verða. Bakþankar 5.5.2010 06:00
Anna Margrét Björnsson: Fíla geimverur Bítlana? Anna Margrét Björnsson skrifar Fyrir nokkrum mánuðum horfði ég á skondna „heimildar“-mynd frá sjöunda áratugnum sem fjallaði um eðluverur eða „reptilians“ sem búa í iðrum jarðar. Þessar verur komu samkvæmt þessari kenningu frá Bakþankar 4.5.2010 06:00
Júlía Margrét Alexandersdóttir: Hugsanlegt hjálpræði Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Ég hef alltaf átt erfitt með að velja mér þann stjórnmálaflokk sem ég vil kjósa. Ég hef stundum íhugað að skila auðu en hryllt við að atkvæði mitt yrði þá gjaldfellt með ógildum seðlum. Bakþankar 3.5.2010 00:01
Kjarklaus eins og klerkur Davíð Þór Jónsson skrifar Stjórnmálaskoðanir mínar eru ekkert leyndarmál og hafa aldrei verið. En ef ég léti það út úr mér að það eyðilegði samband mitt við konuna mína að margir Sjallar væru líka vel kvæntir yrði ég vonandi álitinn eitthvað skrýtinn. Enda væru skoðanir mínar þá hættar að vera skoðanir og orðnar að svo inngróinni gremju að stappaði nærri geðrænu vandamáli - fóbíu. En hvernig er brugðist við þegar því er lýst yfir að hjónavígsla samkynhneigðra vegi að hjónabandi gagnkynhneigðra? Þá er það af einhverjum ástæðum meðhöndlað eins og gilt innlegg í vitræna umræðu, en ekki það sem það augljóslega er - fóbía. Bakþankar 1.5.2010 06:00
Bergsteinn Sigurðsson: Þú ert luðra, Samfylking Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greindur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athyglissjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum. Bakþankar 30.4.2010 06:00
Páll Baldvin Baldvinsson: Laus sæti og staðfast fólk Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Rosalega sem það er erfitt að standa upp úr sætinu. Það er allt suðandi í kringum mann, endalaust kvabb. Bakþankar 29.4.2010 09:38
Jón Sigurður Eyjólfsson: Forsetinn og gígurinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar „Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn það myndu fýsa þangað farar, að landið ætti nafn gott.“ Bakþankar 28.4.2010 06:00
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir: Æskan og óttinn Með undarlegri tímabilum fremur áhyggjulausrar barnæsku minnar var sumarið þegar ég var ellefu ára. Á þessum tíma var yfirvofandi Suðurlandsskjálfti í umræðunni. Sjónvarpið sýndi almannavarnamyndbönd um hvernig bregðast skyldi við ef jörðin tæki að skjálfa undir fótum manns og gáfulegir vísindamenn komu fram í fréttum og sögðu „það er ekki spurning hvort, heldur hvenær hann kemur". Bakþankar 27.4.2010 06:30
Gerður Kristný: Vika svörtu bókarinnar Gerður Kristný skrifar Frá því vorið 1986 hef ég skrifað niður hjá mér hverja einustu bók sem ég hef lesið í svarta stílabók. Þess vegna er hægur vandi að sjá að í maí fyrir 24 árum las ég Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis, Svein Elversson eftir Selmu Lagerlöf, Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Bakþankar 26.4.2010 06:00