Bakþankar

Að sigra heiminn

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Samkvæmt sálfræðinni eru viðbrögð við skyndilegu andlegu áfalli eða sálarkreppu æði sammannleg og hafa verið greind í nokkur stig. Höggdofi strax eftir ótíðindin, afneitun eða martraðarkenndir.

Bakþankar

Stjarnvísindamenn

Karen D. Kjartansdóttir skrifar

Ólafur Ragnar sem Íslendingar kynntust fyrst í þáttunum Næturvaktinni er drengur góður. Manni finnst óskiljanlegt að hægt sé að níðast á jafn hrekklausri sál eins og Georg Bjarnfreðarson, Nígeríu­svindlarinn og pervertinn hún Gugga gera. Einhverra hluta vegna skellihlæja áhorfendur að óhamingju hans.

Bakþankar

Nýir tímar

Þráinn Bertelsson skrifar

Nornaveiðar eru sport sem felst í því að finna rosknar konur sem búa einar og fleygja þeim í dýflissur og pynta þær til að játa að þær hafi mök við makt myrkranna - og brenna þær síðan á báli.

Bakþankar

Ertu skræfa?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Dóttir mín, sem segist vera þriggja og hálfs árs en alls ekki þriggja, spurði mig að því um daginn hvort Ísland væri farið á hausinn. Eldri systir hennar sem er sex ára skólastelpa veit líka hvað það þýðir að fara á hausinn eftir að það urðu örlög vinsællar leikfangaverslunar.

Bakþankar

Sko

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvistarfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi baráttukveðjur.

Bakþankar

Sýsifos á Bessastöðum

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Áhugamenn um goðafræði eru sjálfsagt í essinu sínu nú þegar allt úir og grúir af dæmum sem hreinlega hrópa á að fornar táknmyndir verði heimfærðar upp á. Útrásarvíkingarnir ósnertanlegu eru til dæmis komnir í hlutverk Íkarusar, sem flaug of nálægt sólinni og hrapaði til jarðar. Einn beljakinn hét meira að segja Samson, eins og þessi í Biblíunni, og þegar síðast fréttist var bæði búið að skera af honum hárið og rýja hann inn að skinni.

Bakþankar

Traust

Dr. Gunni skrifar

Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig.

Bakþankar

Köttur út í mýri

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Eftir heila viku af uppnámi sem einkenndist mest af fréttum af því hvað Davíð hafi eiginlega verið að meina höfum við nú hneppt börnin okkar og barnabörn í ævilangt skuldafangelsi.

Bakþankar

Sirkus Geira smart

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig við komum okkur í þessa krísu sem nú hefur kverkatak á þjóðinni. Ég fæ ekki betur séð en við höfum misstigið okkur líkt og sirkus einn sem starfaði við fádæma vinsældir þar til efinn sáði frækornum sínum þar eina kvöldstund.

Bakþankar

Björgunaraðgerðir

Þráinn Bertelsson skrifar

Björgunarsveitir frá Alþjóðlegu aurasálinni, Evrópusambandinu, Rússlandi, Alþjóðabankanum, Sameinuðu þjóðunum eru nú á leið til Íslands til að bjarga íslensku þjóðinni upp úr þeirri ísköldu fjárhagslegu jökulsprungu sem hún hefur komið sér í undir fararstjórn 20 til 30 manna.

Bakþankar

Þegar G. Pétur stal fréttunum

Davíð Þór Jónsson skrifar

Um daginn var ég skammaður fyrir að skrifa bara um einhver smámál, en ekki um stórmálin sem eru efst á baugi: „Heimurinn er að farast og þú ert að rausa um tittlingaskít!"

Bakþankar

Þegar gengið réðst á mig!

Gerður Kristný skrifar

Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reynist aðeins smáspotti fyrir fótgangandi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrindurnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftirminnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina.

Bakþankar

Ísland II

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Björgunaraðgerðir stjórnvalda ganga fyrst og síðast út á að sleppa því barasta að borga skuldir. Það virkar ágætlega, því verður ekki neitað. Ég hef verið að íhuga að fara að þeirra fordæmi sjálfur, skilja gróðavænlega starfsemi mína og eignir frá þessum leiðindaskuldum – og leyfa svo skuldahlutanum að fara á hausinn.

Bakþankar

Hamstur

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Ef ætlunin er að fá brjóstsviða, vöðvabólgu eða viðvarandi hárlos er upplagt um þessar mundir að æfa hamstur. Öll skilyrði eru enn hagstæð til að verða lunkinn í þeirri vanræktu íþróttagrein svo nú er um að gera að munda innkaupakörfuna rösklega. Ýmislegt getur komið sér vel í kreppunni. Til dæmis verður hægt að hrósa sigri yfir að luma enn á krukku af fetaosti daginn sem Mjólkursamsalan leggur upp laupana og allir aðrir verða búnir að gleyma þeirri munaðarvöru. Eða súpa hlakkandi á síðasta espressóinum á meðan hinir óforsjálu horfa hnípnir og kaffilausir í gaupnir sér.

Bakþankar

Ekki lesa þetta! Krepputal!

Þráinn Bertelsson skrifar

Eins og allir vita sem fylgjast með fréttatilkynningum frá landlæknisembættinu og heilsuverndarstofnunum getur sannleikurinn valdið bæði kvíða og áhyggjum, einkum meðal sauðsvarts almúgans.

Bakþankar

Gjörið svo vel

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Hingað til hefur verið um það þegjandi sátt að Seðlabanki Íslands sé hinn pólitíski súr sem fullnýttir stjórnmálamenn eru lagðir í og geymdir aftast í búrinu. Nú hefur hins vegar einn sláturkeppurinn í troginu talið sér trú um að hann sé jafn ferskur og meyr lund af nýslátruðu ungnauti, ýtt norska hamborgarhryggnum til hliðar og sett sjálfan sig efst á matseðil íslenskra stjórnmála.

Bakþankar

Góði pabbi, vondi pabbi

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Vökustaurar forfeðranna hafa nú loks endurheimt hlutverk sitt síðustu örlaganætur. Ósofnir og veðraðir víkingarnir hafa snúið aftur til að færa okkur almúgan­um þau tíðindi að skildirnir séu brotnir, axirnar hauslausar og útrásin hafi breyst í innrás.

Bakþankar

Bréf til Jóhanns sýslumanns

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum.

Bakþankar

Geheime Staatspolizei á Íslandi

Þráinn Bertelsson skrifar

Manni rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir að Alþingi sé að taka til meðferðar frumvörp sem séu „svo leynileg að raunverulegt innihald þeirra megi alls ekki spyrjast út til þjóðarinnar" - í hverrar umboði Alþingi starfar. BB dómsmálaráðherra hefur verið allra manna duglegastur við að leggja fram dularfull drög að dularfullum frumvörpum um dularfullar stofnanir með dularfullan tilgang. Að þessu sinni munu drögin dularfullu vera að frumvarpi um öryggis- og greiningarþjónustu og hafa verið kynnt fyrir fulltrúum þingflokka og því lýst hvernig skipa megi „þessum málum" hér á landi. Þá hefur nefnd á vegum utanríkisráðherra „um hættumat" einnig verið kynnt þessi frumvarpsdrög.

Bakþankar

Gamlir símastaurar syngja

Gerður Kristný skrifar

Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáldinu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslenskur listamaður eigi von á jafnarðbæru verkefni.

Bakþankar

Ljótara kynið

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Vitanlega brá mér svolítið í gær þegar ég kíkti inn á fréttavef Vísis og sá þar stórfrétt undir fyrirsögninni „Hrukkótt Terminator-stjarna vekur athygli - myndir." Hugsið ykkur, hin 51 árs gamla Linda Hamilton er komin með eina eða tvær hrukkur, það er svakalegt.

Bakþankar

Sparnaðarráð

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Sumar stéttir blómstra á krepputímum. Sparnaðarráðgjafar eru ein þeirra. Smjör drýpur af hverju strái í húsakynnum þeirra þessa dagana þar sem prólarnir flykkjast að, ólmir í að fá að borga fyrir að meðtaka fagnaðarerindið um að eyða ekki um efni fram.

Bakþankar

Spilað með hjartastrengina

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Svona áratug eftir svolítið kaldrifjuð unglingsár þar sem fátt snerti mína viðkvæmari hjartastrengi eignaðist ég frumburðinn minn. Umsvifalaust snerist dæmið við, því allar götur síðan hefur lítið þurft til að slá mig út af laginu, einkum og sér í lagi ef það viðkemur börnum.

Bakþankar

Að granda sýslumanni - mannfórn í Keflavík

Þráinn Bertelsson skrifar

Eitt höfuðeinkenni góðrar stjórnsýslu er að menn staldri stutt við á valdastólum. Enginn ráðherra á að gegna sama ráðherraembætti lengur en fjögur ár né vera ráðherra lengur en átta ár samtals - átta ár eru hryllilega langur tími. Svipað á að gilda um stjórnendastöður hjá Ríkinu. Fjögurra ára ráðningartími og framlengdur um tvö til fjögur ár ef frammistaðan er almennt talin hafa verið frábær - en auðvitað auglýsa embættið eftir fjögur ár.

Bakþankar

Tímarnir

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni - en þeim mun áhrifameiri -, sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einleigan og sakleysilegan svip og vör, og segja „ja hérna." Allt í einu fara hundrað ára gamlir bankar á höfuðið í Bandaríkjunum eins og ekkert sé. Stórfyrirtæki heimsins riða til falls. Ísland er á helmingsafslætti út af verðlítilli krónu, og það sem eru án efa stærstu tíðindin af öllum: Bjórinn er í fyrsta skipti ódýrari hér en í Danmörku. Hvernig gat það gerst?

Bakþankar

Haustlægð

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Undanfarið hefur sótt að mér einhver drungi. Að gömlum sið kenndi ég veðrinu um en í gær fór að leita á mig grunur um að kannski væri ástæðan önnur. Kíkjum á litla samantekt á nokkrum fyrirsögnum sem birtust á síðum dagblaðanna í liðinni viku.

Bakþankar

Næsta góðæri

Dr. Gunni skrifar

Æi, hættu nú þessu væli! Næsta góðæri verður enn unaðslegra en það síðasta, sannaðu bara til. Og það kemur áður en þú veist af! Í næsta góðæri verða einkaþotur eitthvað svo 2007. Þá dugar ekkert nema ein Stealth á mann, sumir fá sér kjarnorkukafbáta. Wagyu-steik verður öreigamatur, sneið af nýslátruðum pandabirni verður lágmarks krafa þeirra nýríku.

Bakþankar

Svindlað á okkur

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Í hvert sinn sem minnst er á ójafna stöðu kynjanna verða alltaf einhverjir til að fá létt flogakast af pirringi. Geðvonskuna styðja þeir stundum með þeim rökum að íslenskar konur hafi það bara prýðilegt og ættu umsvifalaust að hætta þessu væli. Og vissulega búum við auðvitað við dásamlegar aðstæður í samanburði við konur í sumum öðrum heimshlutum sem margar fá hvorki tækifæri til að mennta sig né svo mikið sem velja sér maka sjálfar. Ekki eru til lög hér sem heimila barsmíðar á ódælum kvensniftum. Umskurður stúlkubarna þekkist ekki, konur eru ekki þvingaðar til að ganga í búrkum og mega vinna fyrir sér, sjást einar á almannafæri og aka bíl. Hafa rétt til að tjá sig opinberlega og kjósa. Við erum sannarlega lukkunnar pamfílar.

Bakþankar

Litlir kassar á lækjarbakka

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Fyrir nokkrum árum var ég í gleraugnabúð mikilli í Barcelona. Þá var pesetinn enn við lýði, gengi hagstætt og vöruúrval virtist hið mesta enda voru gleraugu uppi um alla veggi í þessari stóru og nýtískulegu verslun. Ég þóttist því hafa himin höndum tekið.

Bakþankar