Bílar

Fréttamynd

Banninu verður ekki flýtt

Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. 

Bílar

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rúntað um Reykja­vík í Tesla Cybertruck

Tesla Cybertruck verður til sýnis hér á landi um helgina, eftir að hafa flakkað um Evrópu síðustu vikur. Einn helsti Teslu-áhugamaður landsins segir bílinn uppfylla allar hans kröfur.

Bílar
Fréttamynd

Tesla á Ís­landi slær met

Rúm­lega 1300 bílar af gerðinni Tesla Model Y hafa verið ný­skráðir hér­lendis það sem af er ári. Um er að ræða mesta fjölda af einni bíla­tegund á einu ári frá upp­hafi. Tölurnar vekja at­hygli al­þjóð­legra stjórn­enda Tesla fyrir­tækisins en alls hafa 4000 bílar af Tesla gerð verið ný­skráðar á Ís­landi.

Bílar
Fréttamynd

Glæsi­drossíur til sýnis við Hörpu

Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur.

Bílar
Fréttamynd

Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi

Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi.

Bílar
Fréttamynd

Fátt um fína bíla á Íslandi

Bílar sem myndu flokkast sem „ofurbílar“ á heimsvísu eru ekki margir hér á landi. Til eru tveir Ferrari-bílar á landinu, tveir Aston Martin og sex Maserati. Örfá önnur merki eiga fulltrúa nokkur eiga engan fulltrúa hér á landi.

Bílar
Fréttamynd

Teslur tala nú íslensku

Nokkrir eigendur Tesla-bifreiða geta nú valið íslensku sem tungumál ökutækisins. Okkar ástkæra og ylhýra er þar með komið í hóp rúmlega tuttugu tungumála sem bíllinn býður upp á. 

Bílar