Fastir pennar

5. kafli úr bók eftir óþekktan ástarsöguhöfund

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Sigurborg lét gríðarstóran útsaumsjavann síga í kjöltu sér, hallaði sér aftur í purpuralitaða hægindastólinn og lagði aftur augun. Hún var þreytt enda búin að veita fjórtán eldri borgurum rúmbað fyrr um morguninn án aðstoðar.

Fastir pennar

Kökunni útdeilt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ekki þarf að efast um að þeir sem eiga rétt á lækkun höfuðstóls húsnæðislánsins síns samkvæmt skuldalækkunartillögunum sem kynntar voru um síðustu helgi verði ríkisstjórninni þakklátir fyrir greiðann. Eftir stendur eins og fyrr sú spurning hvort hópurinn sem nú fær aðstoð frá ríkinu sé endilega sá sem þurfti mest á henni að halda

Fastir pennar

Ertu algjör sveppur?

Teitur Guðmundsson skrifar

Þetta orðatiltæki hefur verið notað í niðrandi tilgangi til að gera lítið úr fólki og stríða. Það er í sjálfu sér meiðandi og ekki til mikils sóma fyrir þann sem slíkt notar. Það er hins vegar staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum er tækifærissinnaður sýkingarvaldur.

Fastir pennar

Vogarskálar valda og málefna

Þorsteinn Pálsson skrifar

Viðræður dönsku vinstristjórnarinnar við stuðningsflokk sinn, Einingarlistann, um fjárlög næsta árs steyttu á skeri í vikunni. Ágreiningurinn snerist um hversu langt ætti að ganga í að lögfesta rétt aldraðra á aðstoð til að fara í bað tvisvar í viku. Orsökin er fremur ólíkt mat á mikilvægi aga í fjármálastjórn ríkisins en mismunandi sýn á velferðarhugsjónina.

Fastir pennar

„Svínamálið“

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Reynslan frá nágrannaríkjunum sýnir okkur að hatursglæpir eru einn fylgifiskur fjölmenningarsamfélagsins. Við höfum verið blessunarlega laus við þá til þessa. Einn slíkur var þó framinn í vikunni, um bjartan dag og í vitna viðurvist. Fjórir menn dreifðu svínshausum, -löppum og -blóði á lóðina í Sogamýri þar sem Félag múslima hyggst reisa mosku.

Fastir pennar

Er svigrúmið fyrir alla?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Stór hluti launamanna á Íslandi virðist hafa skynsamlegar og raunhæfar væntingar til næstu kjarasamninga. Í skoðanakönnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera lýstu tveir þriðjuhlutar svarenda sig reiðubúna að fara þjóðarsáttarleið lítilla kauphækkana og lágrar verðbólgu.

Fastir pennar

Í stríði við sóknarfærin

Pawel Bartoszek skrifar

Gamall maður í fjölskyldunni sagði eftirfarandi sögu um leið og hann handlék nýkeyptan snjallsímann: "Það er nú meira hvað tækninni hefur fleygt fram! Þegar ég lærði að skrifa þurfti ég að notast við svokallaða blekbyttu. Þá þurfti maður að dýfa pennanum í þetta furðulega ílát á nokkurra málsgreina fresti til að geta haldið áfram að skrifa.

Fastir pennar

Minna RÚV með skýrara hlutverk

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Uppsagnir hátt í fjörutíu starfsmanna Ríkisútvarpsins í gær vekja athygli og umræður. Gott fagfólk, sem margt hvert hefur orðið heimilisvinir landsmanna í gegnum viðtækin, missti vinnuna og að því er að sjálfsögðu eftirsjá.

Fastir pennar

Borgað fyrir að nota náttúruna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því í gær að afleitt ástand væri á stórum hluta göngustíga í Þórsmörk. Í blaðinu birtust myndir sem sýna vel hvernig tugir þúsunda ferðamanna hafa traðkað gróðurþekjuna í sundur og skilið eftir stór sár í landinu þar sem verst lætur.

Fastir pennar

Blautar brækur

Teitur Guðmundsson skrifar

Mamman kallar á 10 ára dóttur sína sem hoppar á trampólíninu að koma nú inn að borða. "Meira hvað barnið getur skoppað þetta fram og til baka án þess að lenda í vandræðum.“ Ekki myndi hvarfla að mömmunni að gera þetta í dag, hún myndi örugglega missa það í brækurnar við þessa áreynslu.

Fastir pennar

Lækaðu mig þá mun ég læka þig

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar bloggpistil á Pressuna þar sem hann nafngreinir alla þá sem lækað hafa niðrandi statusa á Facebook um framgöngu hans í Spegli RÚV á föstudaginn.

Fastir pennar

Það er nefnilega vitlaust gefið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Nokkuð klókt hjá forsætisráðherra að reyna að gera sig að talsmanni svokallaðrar millistéttar. Þar er fjöldafylgið. Við höfum upp til hópa þá sjálfsmynd að við tilheyrum millistétt, en séum hvorki yfirstéttar-afætur né þurfalingar.

Fastir pennar

Röskur ráðherra

Mikael Torfason skrifar

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra brást skjótt við og af festu þegar hann heyrði viðtal Heimis Más Péturssonar á Bylgjunni á föstudag við Pálma Stefánsson skipstjóra. Pálmi var á vettvangi og sagði Kolgrafafjörð kjaftfullan af síld, hún væri komin undir brú þar sem ekki mátti veiða.

Fastir pennar

Já, það er hægt að breyta stjórnarskrá

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vinna við breytingar á stjórnarskránni er enn og aftur komin í gang með því að forsætisráðherra hefur skipað nýja stjórnarskrárnefnd. Hún er skipuð í samræmi við samkomulag allra þingflokka frá því í sumar og á að hafa til hliðsjónar meðal annars tillögur stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar frá síðasta kjörtímabili, vinnu stjórnarskrárnefndar frá kjörtímabilinu þar á undan og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs.

Fastir pennar

Stórt áhyggjuefni

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hnútukast Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsvarsmenn Seðlabankans vegna varnaðarorða þeirra um skuldalækkunaráform ríkisstjórnarinnar er furðulegt. Reyndar ekkert furðulegra en þau áform öll og ekki minna áhyggjuefni.

Fastir pennar

Léttara regluverk

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði í byrjun vikunnar fram þarft frumvarp á Alþingi. Það fjallar um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni.

Fastir pennar

Enginn stökk upp á nef sér

Þorsteinn Pálsson skrifar

Óvænt stökk enginn upp á nef sér þegar skýrsla hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar birtist í vikunni. Ástæðan er ugglaust sú að í henni er ekki það sprengiefni sem véfréttir af starfi hópsins höfðu gefið tilefni til að ætla að þar yrði að finna.

Fastir pennar

Stæði fæst gefins

Pawel Bartoszek skrifar

Ég vinn í miðbænum. Ég kem stundum á bíl í vinnuna. Fyrir 300 krónur get ég lagt bílnum mínum í meira en sólarhring. Ef ég kaupi nokkra daga í senn lækkar gjaldið enn frekar.

Fastir pennar

Óþreyjufulli eigandinn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Segja má að áherzlumunur varðandi hlutverk Landsvirkjunar hafi komið fram í máli forstjóra fyrirtækisins og iðnaðarráðherra á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag.

Fastir pennar

Tak for alt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Mörgu ljótu og neikvæðu úr sameiginlegri sögu Íslands og Danmerkur hefur löngum verið haldið á lofti hér á landi. Þrátt fyrir þrotlaust endurskoðunarstarf yngri sagnfræðinga situr einokunarverzlunin, maðkaða mjölið, íslenzku kirkjuklukkurnar sem voru bræddar upp

Fastir pennar

Rétti tónninn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar gefa rétta tóninn fyrir það starf sem framundan er á kjörtímabilinu við að ná tökum á ríkisfjármálunum. Þær eru ekki allar nýjar – meirihlutinn hefur raunar komið fram áður – en þær eru margar og eiga að geta nýtzt vel þegar menn velta við hverjum steini í leit að áhrifaríkum sparnaðarleiðum.

Fastir pennar

Fjórði kafli úr bók eftir óþekktan ástarsöguhöfund

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Sigurborg lygndi aftur augunum og dottaði augnablik fram á sjúrnalinn. Hún var örþreytt enda hafði vikan verið með allra erfiðasta móti. Vegna manneklu höfðu allir sjúklingar á öldrunardeild verið sendir heim yfir helgina og höfðu þó margir hverjir ekki átt í nein hús að venda.

Fastir pennar

Þvælzt fyrir þjóðarsátt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ekki er víst að allir vilji horfast í augu við það, en svigrúmið til að hækka laun í næstu kjarasamningum er ákaflega lítið.

Fastir pennar