Formúla 1

Háspenna á Hockenheim í dag

Það verður mikil spenna meðal Þjóðverja á Hockenheim brautinni í dag, þar sem landi þeirra Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum á brautinni við Hockenheim.

Formúla 1

Vettel fljótastur á lokaæfingunni

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna á Hockenheim brautinni í Þýskalandi morgun. Heillaði þannig heimamenn sem eru með sex ökumenn í mótinu um helgina.

Formúla 1

Alonso fljótari en Vettel í vígi Þjóðverja

Fernando Alonso ók hraðast allra um Formúlu 1 brautina í Hockenheim í Þýskalandi á seinni æfingu keppnisliða í dag. Hann varð þó aðeins 0.029 sekúndum á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa varð þriðji.

Formúla 1

Hamilton: Formúla 1 er eins og golf

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil.

Formúla 1

Heimamaðurinn Sutil fremstur á Hockenheim

Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hockenheim brautinni í Þýskalandi í morgun. Forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton stórskemmdi sinn bíl á æfingunni sem fór fram á blautri brautinni að sögn autosport.com.

Formúla 1

Webber sér ekki eftir ummælum

Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina.

Formúla 1

Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher

Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu.

Formúla 1

Massa ósáttur við eigin árangur

Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti.

Formúla 1

Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli.

Formúla 1

Alonso vill á verðalaunapallinn

Fernando Alonso keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi og mætir m.a. sex þýskum ökumönnum sem allir vilja heilla heimamenn. En Ferrari á fjölda aðdáenda í Þýskalandi og ljóst að Alonso fær sinn stuðning líka. Alonso hefur ekki unnið mót frá því að hann fyrsta mót ársins í Barein í mars.

Formúla 1

Schumacher spenntur að keppa á heimavelli

Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg.

Formúla 1

Yamamoto tekur sæti Chandok

Enn verða skipti á ökumönnum hjá Hispania liðinu spænska Formúlu 1. Í síðustu keppni tók Sakan Yamamoto sæti Bruno Senna án mikils fyrirvara, en í mótinu á Hockenheim um næstu helgi ekur Yamamoto bíl Karun Chandok.

Formúla 1

Buemi hefur ekki skrifað undir

Sebastian Buemi frá Sviss hefur ekki skrifað undir samning við Torro Rosso, þrátt fyrir að Franz Tost, framkvæmdarstjóri liðsins hafi tilkynnt í gær að hann og Jamie Alguersuari yrðu hjá liðinu á næsta ári.

Formúla 1

Webber og Red Bull stjórar hreinsuðu andrúmsloftið

Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan.

Formúla 1

Engin pressa að hygla að Vettel

Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels.

Formúla 1

McLaren klúðraði titli á innanhúsdeilum

Staðan á milli ökumanna Red Bull liðsins hefur vakið athygli, þar sem Mark Webber taldi sér mismunað í mótinu á Silverstone um helgina varðandi búnað og taldi hann að Sebastian Vettel hefði verið tekinn framyrir sig. Webber svaraði þessu með sigri á Silverstone.

Formúla 1

Webber ekki vanmetinn af Red Bull

Christian Horner segir Mark Webber ekki vera ökumann númer tvö hjá líðinu, þó Webber hafi skotið föstu skoti að liði sínu í talkerfi bílsins eftir að hann kom í endamark sem sigurvegari í gær á Silverstone.

Formúla 1