Formúla 1

McLaren vongóðir en Vettel vonsvikinn

Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi.

Formúla 1

McLaren-menn efstir eftir fyrstu æfingar

Jenson Button á McLaren var fljótastur um Hockenheim-brautina í Þýskalandi í dag þegar fyrstu æfingar fyrir þýska kappaksturinn fóru fram þar í morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, var annar nánast hálfri sekúndu á eftir.

Formúla 1

Kovalainen hugsanlega á förum frá Caterham

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs.

Formúla 1

Ólympíuleikvanginum hugsanlega breytt í F1 braut

Umsókn um að fá að breyta ólympíuleikvanginum í London í Formúlu 1-braut hefur verið samþykkt af yfirvöldum þar. Þeir munu nú kanna þann möguleika áður en ákvörðun verður tekin um framtíð ólympíusvæðisins í kjölfar Ólympíuleikana í ágúst.

Formúla 1

Sæti Massa ekki á uppboði strax

Ferrari segist ekki vera neitt að drífa sig að finna ökumann við hlið Fernando Alonso árið 2013. Jafnvel þó Mark Webber, sem álitinn var augljós kostur fyrir Ferrari, hafi dregið sig úr keppninni um sæti Felipe Massa.

Formúla 1

Webber endurnýjar samninginn við Red Bull

Mark Webber, ökumaður Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur endurnýjað saming sinn við heimsmeistaraliðið. Hann skrifaði undir árslangan samning. Liðsfélagi Webbers verður áfram Sebastian Vettel.

Formúla 1

Tímatakan stöðvuð vegna rigninga

Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni.

Formúla 1

Þó Ferrari hafi unnið tvo er allt opið

McLaren liðið gerir ekki ráð fyrir að Red Bull hafi nokkra yfirburði þegar Formúla 1 stoppar næst á Silverstone brautinni í Bretlandi. Brautin er sögufræg og hefur haldið marga af ótrúlegustu kappökstrum sögunnar.

Formúla 1

Tapaði auga í æfingaslysi

Maria de Villota hefur tapað hægra auga eftir að hafa lent í slysi við reynsluakstur Marussia liðsins í Formúlu 1. Hún hefur starfað sem tilraunaökuþór liðsins síðan í mars.

Formúla 1

Maldonado refsað fyrir árekstur við Hamilton

Pastor Maldonado á Williams hefur verið refsað fyrir að aka inn í hlið Lewis Hamilton í kappakstrinum í Valencia fyrr í dag. Tuttugu sekúntum hefur verið bætt við tíma hans og fellur Maldonado því úr tíunda sæti í það tólfta.

Formúla 1

Alonso vann ótrúlegan kappakstur á heimavelli

Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum.

Formúla 1

Vettel fljótastur í Valencia

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins.

Formúla 1

Nær Vettel þrennunni í Valencia?

Red Bull-liðið gerir ráð fyrir að geta unnið kappaksturinn í Valencia um helgina, eins og þeir gerðu í fyrra og árið þar áður. Sebastian Vettel sótti sigur á Spáni í bæði skiptin.

Formúla 1

Harður árekstur í sólarhringsakstrinum í Le Mans

Anthony Davidson var í þriðja sæti þegar hann reyndi að hringa hægari bíl í sólarhringskappakstrinum í Le Mans sem stendur nú yfir. Áreksturinn var gríðarlega harður en ökuþórarnir virðast ómeiddir en Davidson verður sendur á sjúkrahús til frekari skoðunnar.

Formúla 1

FIA heitir að takmarka kostnað í F1

Jean Todt, forseti FIA, segir sambandið reiðubúið að tryggja það að kostnaður við rekstur Formúlu 1-liðanna fari ekki upp úr öllu valdi á næstu árum. Ráðgert er að hefja keppni með nýjar og minni vélar á næsta ári. Því fylgir gríðarlegur rannsóknar og verkfræðikostnaður.

Formúla 1

Hamilton fær ekki góðærissamning aftur

Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007.

Formúla 1