Fótbolti

„Síðustu vikur hafa verið mikil rússí­bana­reið“

Í Sport­pakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexanders­son, ný­ráðinn þjálfara belgíska úr­vals­deildar­fé­lagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússí­bana­reið undan­farinna vikna, á­kvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upp­lifað mikinn ó­stöðug­leika undan­farin ár.

Fótbolti

Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum

Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. 

Enski boltinn

Knattspyrnugoðsögn fallin frá

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Mário Zagallo lést í gær, 92 ára gamall. Hann hampaði fjórum heimsmeistaratitlum sem leikmaður og síðar þjálfari Brasilíu.

Fótbolti

Tottenham á­fram í bikarnum

Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum.

Enski boltinn

Freyr gerði fimm missera samning

Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026.

Fótbolti

Gundogan hetja Barcelona

Ilkay reyndist hetja Barcelona er liðið vann 2-1 sigur á útvelli gegn Las Palmas í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti

Tíu leik­menn Everton héldu út

Crystal Palace og Everton gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í þriðju umferð FA-bikarsins í knattspyrnu í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um sigurvegara.

Fótbolti