Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 08:30 Viðskilnaðurinn við Val var Berglindi erfiður. Hún hefur fundið sig sérlega vel í Kópavogi og mætir vel stemmd til leiks gegn Valskonum í kvöld. Vísir/Ívar Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn. Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira