Fótbolti

Solskjær tekinn við Besiktas

Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Besiktas í Tyrklandi. Þetta er fyrsta starf hans síðan hann hætti hjá Manchester United haustið 2021.

Fótbolti

Bitur reynsla Arnars nú skila­boð til leik­manna Ís­lands: „Í guðanna bænum“

Skila­boð Arnars Gunn­laugs­sonar, nýráðins lands­liðsþjálfara ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, til leik­manna sinna í lands­liðinu eru skýr og þau skila­boð dregur hann sem lær­dóm af sínum lands­liðs­ferli. Hann vill að leik­menn Ís­lands taki lands­liðs­ferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leik­maður, að spila fyrir þína þjóð.“

Fótbolti

„Hluti af mér sem per­sónu að hafa smá skap“

Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur.

Fótbolti

Hefði viljað fá miklu hærri upp­hæð fyrir Arnar frá KSÍ

Forráða­menn Víkings Reykja­víkur hefðu viljað fá miklu hærri upp­hæð fyrir fyrr­verandi þjálfara sinn, Arnar Gunn­laugs­son, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að drauma­starfinu og telja að endingu að niður­staðan viðræðanna sé eitt­hvað sem að allir geti verið sáttir við.

Fótbolti