Fótbolti

Milner sló met Giggs og tíu Newcastle-menn lönduðu sigri

Newcastle vann afar kærkominn sigur á nýliðum Southampton í dag, 1-0, þrátt fyrir að vera manni færri í rúman klukkutíma. Brighton skellti Everton 3-0, í leik þar sem James Milner sló met fyrir framan unga stjórann sinn, en Nottingham Forest og Bournemouth gerðu 1-1 jafntefli.

Enski boltinn

„Ég er mögu­lega búinn að spila minn síðasta leik“

„Nú get ég verið hin 99 prósentin  af manninum sem ég er,“ segir fótboltamaðurinn Pablo Punyed sem varð fyrir áfalli á dögunum. Hann varð fyrir slæmum meiðslum sem munu halda honum frá vellinum næsta hálfa árið, hið allra minnsta. Á móti mun hann njóta meiri tíma með fjölskyldunni.

Íslenski boltinn

„Hann var ekki fal­legur drengurinn“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir meiðslin sem Aron Elís Þrándarson varð fyrir í 2-1 sigri liðsins á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í gær ekki vera alvarleg. Þó vissulega líti þau ekki vel út.

Íslenski boltinn