Erlent

Konan sem neitar að vera forsetafrú

Eiginkona forseta Chile hefur ákveðið að reka sjálfa sig sem forsetafrú landsins. Hún segir að aðrir geti sinnt skyldum forsetafrúarinnar, hún hafi nóg annað við tímann að gera.

Erlent

Þrír látnir eftir sprengingu á Jer­s­ey

Að minnsta kosti þrír eru látnir og rúmlega tíu manns er enn saknað eftir sprengingu í íbúðarhúsnæði á eyjunni Jersey í Ermarsundi. Viðbragðsaðilar hafa unnið stanslaust í tæpan  sólarhring við að leita í rústunum. 

Erlent

70 ár frá banvænni þoku í Lundúnum

Bretar minnast þess í þessari viku að 70 ár eru liðin síðan þykkasta og banvænasta þoka sem sögur fara af lagðist yfir höfuðborgina í heila 5 daga. Talið er að 12.000 manns hafi látist vegna þokunnar.

Erlent

Sonur Tinu Turner er látinn

Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. 

Erlent

Prinsinn og fast­eigna­mógúllinn sem vildi steypa þýsku stjórninni

Um fátt annað hefur verið talað í Þýskalandi síðustu daga en áætlanir hreyfingar hægri öfgamanna um valdarán með því að ráðast inn í þýska þinghúsið, taka þar fólk í gíslingu, koma ríkisstjórninni frá og koma á nýrri stjórnskipan. Höfuðpaurinn er sagður maður af þýskum aðalsættum, Hinrik XIII prins.

Erlent

Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu

Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast.

Erlent

Jafnaðar­flokkurinn vann sigur í Fær­eyjum

Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða.

Erlent

Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran

Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi.

Erlent

Þjóðverjar búast við fleiri handtökum

Lögregluþjónar víðsvegar um Þýskaland leita nú manna og kvenna sem talin eru hafa komið að ráðabruggi um að taka þingmenn í gíslingu og mynda nýja ríkisstjórn þar í landi. Minnst 25 voru handteknir vegna hinnar meintu valdaránstilraunar en þar á meðal er maður sem kallar sig prins og ætlaði að taka völdin og fyrrverandi þingmaður og dómari.

Erlent

Suður-Kóreu­menn yngjast um eitt til tvö ár á blaði

Með breyttum reglum um aldur fólks í Suður-Kóreu eiga íbúar landsins von á því að verða einu til tveimur árum yngri í opinberum skjölum. Breytingin mun taka gildi í júní á næsta ári og er gerð til þess að draga úr misskilningi.

Erlent

Neyðar­á­stand á Jamaíka vegna of­beldis­glæpa

Forsætisráðherra Jamaíka hefur lýst yfir neyðarástandi í meirihluta landsins vegna hárrar tíðni ofbeldisglæpa. Lögreglan í landinu hefur nú heimild til að handtaka fólk og leita í byggingum án þar til gerðar heimildar.

Erlent

Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn

Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra.

Erlent

Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna

Réttarmeinafræðingur Los Angeles hefur staðfest að leikkonan Anna Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna þegar hún lenti í bílslysi í sumar. Hún slasaðist alvarlega í slysinu og dó skömmu síðar, eftir að hafa verið í dái. Hún var 53 ára gömul.

Erlent