Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2024 11:41 Ken Buck, virðist fara ósáttur frá þingi en hann lét leiðtoga Repúblikanaflokksins ekki vita af óvæntri ákvörðun sinni. AP/J. Scott Applewhite Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. Hann sagði undanfarið ár hafa verið sitt allra versta á þingi. Buck lét Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, ekki vita af ákvörðun sinni, heldur er hann sagður hafa skilið eftir skilaboð í talhólfi þingforsetans, en ákvörðunin leiðir til þess að naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni verður enn minni, í bili. Kjördæmið sem Buck er frá þykir mjög íhaldssamt. Eftir að Buck hættir og þar til að nýr þingmaður verður kjörinn verða Repúblikanar með eingöngu fimm þingmanna meirihluta (218 gegn 213). Nokkur sæti til viðbótar sitja auð en líklegt er að Repúblikanar eigi tvö þeirra inni og Demókratar eitt. Kosið verður um þingsætið þann 25. júní, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Atkvæðagreiðslan fer fram á sama dag og forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember en í forvalinu velja kjósendur Repúblikanaflokksins sér einnig frambjóðendur til fulltrúadeildarinnar. Ákvörðun Bucks mun koma niður á tilraunum þingkonunnar Lauren Boebert til að reyna taka við af honum en hann hafði áður sagt að hann ætlaði að setjast í helgan stein eftir þetta kjörtímabil. Boebert er talin eiga meiri séns á endurkjöri í kjördæmi Bucks en í sínu gamla kjördæmi. Flutningur hennar hefur þó valdið pirringi innan flokksins í Colorado. Sjá einnig: Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Buck hefur lengi verið gagnrýninn á Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, Eftir að hann tilkynnti ákvörðun sína fór Buck í viðtal á CNN þar sem hann sagði undanfarið ár á þingi hafa verið það versta á hans ferli. Hann væri sannfærður um að árið væri það versta í marga áratugi. Hann sagðist ætla að reyna að beita sér fyrir því að kosningalögum Bandaríkjanna yrði breytt og að hið pólitíska umhverfi yrði bætt. Þá gagnrýndi hann aðra þingmenn og sagði þingið hafa snúist upp í vitleysu. "It is the worst year of the 9 years and 3 months that I've been in Congress. And having talked to former members it's the worst year in 40-50 years to be in Congress," GOP @RepKenBuck tells me as he announces he is resigning at the end of next week. pic.twitter.com/CZd1I1CzzN— Dana Bash (@DanaBashCNN) March 12, 2024 Buck var einn þriggja þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði gegn því að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot og hefur verið gagnrýninn á viðleitni Repúblikana til að ákæra Joe Biden. Sú viðleitni hefur ekki skilað árangri og lítur út fyrir að hún muni ekki gera það. Lét Johnson ekki vita Mike Johnson, tiltölulega nýr forseti fulltrúadeildarinnar, sem tók við eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur í kjölfar þess að Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, var vikið úr embætti af hópi einhverra öfgafyllstu þingmanna flokksins, sagði blaðamönnum í gær að ákvörðun Bucks hefði komið sér á óvart. buck reached out to Johnson but did not get in touch with the speaker. https://t.co/FJRkaG28xm— Jake Sherman (@JakeSherman) March 12, 2024 Stece Scalise, annar hátt settur þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagðist ekki hafa getað rætt við Buck um ákvörðun hans. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Buck er sagður hafa skilið eftir skilaboð í talhólfi Johnson þar sem hann sagði honum frá ákvörðun sinni. Hann reyndi ekki að láta Johnson vita með neinum fyrirvara. Hann sagði þar að auki í gær að Johnson gæti ekki sannfært sig um að sitja út kjörtímabilið, eins og honum hefði ekki tekist að sannfæra sig um að taka þátt í áðurnefndum ákærutilraunum. Republican Rep. Ken Buck of Colorado announces he's leaving Congress next week: "This place just keeps going downhill, and I don't need to spend my time here." https://t.co/fflEfjaWZr pic.twitter.com/OvRKmbCPkl— NBC News (@NBCNews) March 12, 2024 Þegar hann var spurður um hvort aðrir þingmenn hefðu orðið reiðir út í hann, sagði Buck í samtali við blaðamann Axios að leiðtogar Repúblikanaflokksins ættu frekar að hafa áhyggjur af næstu þremur þingmönnum sem ákveði að hætta. Repúblikanar í fulltrúadeildinni eru sagðir í óðagoti eftir óvænta kynningu Bucks. Naumur meirihluti þeirra hefur valdið miklum vandræðum á þessu kjörtímabili og en sögulega fá frumvörp hafa orðið á lögum á kjörtímabilinu. Mörg þeirra frumvarpa sem hafa verið samþykkt, frumvörp um fjárlög og önnur nauðsynleg frumvörp, hafa farið í gegnum þingið með aðstoð þingmanna Demókrataflokksins. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13 Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Hann sagði undanfarið ár hafa verið sitt allra versta á þingi. Buck lét Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, ekki vita af ákvörðun sinni, heldur er hann sagður hafa skilið eftir skilaboð í talhólfi þingforsetans, en ákvörðunin leiðir til þess að naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni verður enn minni, í bili. Kjördæmið sem Buck er frá þykir mjög íhaldssamt. Eftir að Buck hættir og þar til að nýr þingmaður verður kjörinn verða Repúblikanar með eingöngu fimm þingmanna meirihluta (218 gegn 213). Nokkur sæti til viðbótar sitja auð en líklegt er að Repúblikanar eigi tvö þeirra inni og Demókratar eitt. Kosið verður um þingsætið þann 25. júní, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Atkvæðagreiðslan fer fram á sama dag og forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember en í forvalinu velja kjósendur Repúblikanaflokksins sér einnig frambjóðendur til fulltrúadeildarinnar. Ákvörðun Bucks mun koma niður á tilraunum þingkonunnar Lauren Boebert til að reyna taka við af honum en hann hafði áður sagt að hann ætlaði að setjast í helgan stein eftir þetta kjörtímabil. Boebert er talin eiga meiri séns á endurkjöri í kjördæmi Bucks en í sínu gamla kjördæmi. Flutningur hennar hefur þó valdið pirringi innan flokksins í Colorado. Sjá einnig: Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Buck hefur lengi verið gagnrýninn á Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, Eftir að hann tilkynnti ákvörðun sína fór Buck í viðtal á CNN þar sem hann sagði undanfarið ár á þingi hafa verið það versta á hans ferli. Hann væri sannfærður um að árið væri það versta í marga áratugi. Hann sagðist ætla að reyna að beita sér fyrir því að kosningalögum Bandaríkjanna yrði breytt og að hið pólitíska umhverfi yrði bætt. Þá gagnrýndi hann aðra þingmenn og sagði þingið hafa snúist upp í vitleysu. "It is the worst year of the 9 years and 3 months that I've been in Congress. And having talked to former members it's the worst year in 40-50 years to be in Congress," GOP @RepKenBuck tells me as he announces he is resigning at the end of next week. pic.twitter.com/CZd1I1CzzN— Dana Bash (@DanaBashCNN) March 12, 2024 Buck var einn þriggja þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði gegn því að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot og hefur verið gagnrýninn á viðleitni Repúblikana til að ákæra Joe Biden. Sú viðleitni hefur ekki skilað árangri og lítur út fyrir að hún muni ekki gera það. Lét Johnson ekki vita Mike Johnson, tiltölulega nýr forseti fulltrúadeildarinnar, sem tók við eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur í kjölfar þess að Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, var vikið úr embætti af hópi einhverra öfgafyllstu þingmanna flokksins, sagði blaðamönnum í gær að ákvörðun Bucks hefði komið sér á óvart. buck reached out to Johnson but did not get in touch with the speaker. https://t.co/FJRkaG28xm— Jake Sherman (@JakeSherman) March 12, 2024 Stece Scalise, annar hátt settur þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagðist ekki hafa getað rætt við Buck um ákvörðun hans. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Buck er sagður hafa skilið eftir skilaboð í talhólfi Johnson þar sem hann sagði honum frá ákvörðun sinni. Hann reyndi ekki að láta Johnson vita með neinum fyrirvara. Hann sagði þar að auki í gær að Johnson gæti ekki sannfært sig um að sitja út kjörtímabilið, eins og honum hefði ekki tekist að sannfæra sig um að taka þátt í áðurnefndum ákærutilraunum. Republican Rep. Ken Buck of Colorado announces he's leaving Congress next week: "This place just keeps going downhill, and I don't need to spend my time here." https://t.co/fflEfjaWZr pic.twitter.com/OvRKmbCPkl— NBC News (@NBCNews) March 12, 2024 Þegar hann var spurður um hvort aðrir þingmenn hefðu orðið reiðir út í hann, sagði Buck í samtali við blaðamann Axios að leiðtogar Repúblikanaflokksins ættu frekar að hafa áhyggjur af næstu þremur þingmönnum sem ákveði að hætta. Repúblikanar í fulltrúadeildinni eru sagðir í óðagoti eftir óvænta kynningu Bucks. Naumur meirihluti þeirra hefur valdið miklum vandræðum á þessu kjörtímabili og en sögulega fá frumvörp hafa orðið á lögum á kjörtímabilinu. Mörg þeirra frumvarpa sem hafa verið samþykkt, frumvörp um fjárlög og önnur nauðsynleg frumvörp, hafa farið í gegnum þingið með aðstoð þingmanna Demókrataflokksins.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13 Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03
Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13
Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38
Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17