Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2024 16:50 Auk stórskotaliðsvopna eru Danir að senda sprengjuvörpur og skotfæri til Úkraínu. AP/Efrem Lukatsky Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. Samkvæmt heimildum Reuters byggir pakki þessi á fjármunum sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fékk endurgreitt vegna nýlegra hergagnakaupa, sem ganga út á að fylla vopnabúr á nýjan leik eftir fyrri hergagnasendingar til Úkraínu. Óljóst er hvað verður í pakkanum, ef svo má að orði komast, en samkvæmt Reuters stendur til að opinbera hann seinna í dag. Blaðamenn Politico hafa þó heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn ætli meðal annars að senda svokallaðar ATACMS-eldflaugar til Úkraínu. ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa fengið slíkar eldflaugar áður og hafa notað þær til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og jafnvel flugvelli sem Rússar nota. Bandaríkjamenn eru ekki taldir eiga margar ATACMS en þær eru framleiddar af Lockheed Martin. Einungis fimm hundruð eru framleiddar á ári. Danir senda stórskotalið Ráðamenn í Danmörku tilkynntu einnig frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu í dag, sem metinn er á um 337 milljónir dala. Í þeim pakka má finna CAESAR-stórskotaliðskerfi frá Frakklandi en það eru nokkurs konar vörubílar sem bera fallbyssur. Kerfin eru hönnuð til að skjóta 155 mm sprengikúlum af töluverðri nákvæmni og á skömmum tíma. Þá er hægt að keyra þeim á brott áður en andstæðingurinn hefur tíma til að svara skothríðinni. Danir eru einnig að senda 120 mm sprengivörpur og skotfæri fyrir bæði kerfin. Skotfærin á að senda til Úkraínu í samvinnu við Frakka, Eista og Tékka. Denmark announced 16th military aid package for Ukraine valued at 2,3 DKK billion ($337 million).The capabilities in the new package include CAESAR artillery systems, self-propelled 120-mm mortars and 155-mm ammunition. Denmark allocated the money for CAESARs in cooperation pic.twitter.com/8u39GJ4s1f— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 12, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sent Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og dönsku þjóðinni þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir þetta sextánda aðstoðarpakkann sem Danir senda til Úkraínu. I am grateful to @Statsmin Mette Frederiksen, her government, and the Danish people for the military aid package announced today. This is one of the outcomes of Prime Minister Frederiksen s recent visit to Ukraine. I appreciate the implementation of our agreements. Our warriors — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) March 12, 2024 Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. Þar sem engin aðstoð hefur borist frá Bandaríkjunum um nokkuð skeið hafa ráðamenn í Evrópu reynt að fylla upp í skarðið. Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa staðið í vegi hernaðaraðstoðar frá Bandaríkjunum og komu meðal annars í veg fyrir samþykkt frumvarps sem ætlað var að tryggja aðstoð fyrir Úkraínumenn og aðra og í senn grípa til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var afrakstur umfangsmikilla viðræðna milli Repúblikana og Demókrata en Repúblikanar sneru baki við frumvarpinu eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden fyrir kosningarnar í nóvember. Síðan þá hafa Úkraínumenn glímt við umfangsmikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið og fyrir loftvarnarkerfi þeirra, sem hefur komið niður á gengi þeirra á víglínunni í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Frakkland Eistland Tékkland Hernaður Tengdar fréttir Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Samkvæmt heimildum Reuters byggir pakki þessi á fjármunum sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fékk endurgreitt vegna nýlegra hergagnakaupa, sem ganga út á að fylla vopnabúr á nýjan leik eftir fyrri hergagnasendingar til Úkraínu. Óljóst er hvað verður í pakkanum, ef svo má að orði komast, en samkvæmt Reuters stendur til að opinbera hann seinna í dag. Blaðamenn Politico hafa þó heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn ætli meðal annars að senda svokallaðar ATACMS-eldflaugar til Úkraínu. ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa fengið slíkar eldflaugar áður og hafa notað þær til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og jafnvel flugvelli sem Rússar nota. Bandaríkjamenn eru ekki taldir eiga margar ATACMS en þær eru framleiddar af Lockheed Martin. Einungis fimm hundruð eru framleiddar á ári. Danir senda stórskotalið Ráðamenn í Danmörku tilkynntu einnig frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu í dag, sem metinn er á um 337 milljónir dala. Í þeim pakka má finna CAESAR-stórskotaliðskerfi frá Frakklandi en það eru nokkurs konar vörubílar sem bera fallbyssur. Kerfin eru hönnuð til að skjóta 155 mm sprengikúlum af töluverðri nákvæmni og á skömmum tíma. Þá er hægt að keyra þeim á brott áður en andstæðingurinn hefur tíma til að svara skothríðinni. Danir eru einnig að senda 120 mm sprengivörpur og skotfæri fyrir bæði kerfin. Skotfærin á að senda til Úkraínu í samvinnu við Frakka, Eista og Tékka. Denmark announced 16th military aid package for Ukraine valued at 2,3 DKK billion ($337 million).The capabilities in the new package include CAESAR artillery systems, self-propelled 120-mm mortars and 155-mm ammunition. Denmark allocated the money for CAESARs in cooperation pic.twitter.com/8u39GJ4s1f— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 12, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sent Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og dönsku þjóðinni þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir þetta sextánda aðstoðarpakkann sem Danir senda til Úkraínu. I am grateful to @Statsmin Mette Frederiksen, her government, and the Danish people for the military aid package announced today. This is one of the outcomes of Prime Minister Frederiksen s recent visit to Ukraine. I appreciate the implementation of our agreements. Our warriors — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) March 12, 2024 Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. Þar sem engin aðstoð hefur borist frá Bandaríkjunum um nokkuð skeið hafa ráðamenn í Evrópu reynt að fylla upp í skarðið. Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa staðið í vegi hernaðaraðstoðar frá Bandaríkjunum og komu meðal annars í veg fyrir samþykkt frumvarps sem ætlað var að tryggja aðstoð fyrir Úkraínumenn og aðra og í senn grípa til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var afrakstur umfangsmikilla viðræðna milli Repúblikana og Demókrata en Repúblikanar sneru baki við frumvarpinu eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden fyrir kosningarnar í nóvember. Síðan þá hafa Úkraínumenn glímt við umfangsmikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið og fyrir loftvarnarkerfi þeirra, sem hefur komið niður á gengi þeirra á víglínunni í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Frakkland Eistland Tékkland Hernaður Tengdar fréttir Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42
Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01