Erlent „Feiti Leonard“ slapp úr stofufangelsi Leonard Glenn Francis, oftast kallaður, „Feiti Leonard“, slapp úr stofufangelsi í dag eftir að hann skar á ökklaband sitt. Dómsuppkvaðning í máli hans var á dagskrá eftir þrjár vikur. Erlent 6.9.2022 13:39 Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Erlent 6.9.2022 13:00 Sá eftir því að hafa flúið dýragarð þegar það fór að rigna Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli. Erlent 6.9.2022 11:41 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. Erlent 6.9.2022 11:26 Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Erlent 6.9.2022 10:48 Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. Erlent 6.9.2022 08:59 Á fjórða tug almennra borgara féll í sprengjuárás Þrjátíu og fimm almennir borgarar féllu í sprengjuárás sem gerð var í norðurhluta Búrkína Fasó í gær og þrjátíu og sjö særðust. Sprengingin varð þegar bifreið í verndarfylgd keyrði á sprengju. Erlent 6.9.2022 08:00 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Erlent 6.9.2022 07:23 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. Erlent 5.9.2022 22:54 Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. Erlent 5.9.2022 22:26 Priti Patel segir af sér í kjölfar sigurs Truss Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur skilað afsagnarbréfi til Borisar Johnson, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Hún segist vilja hætta í framlínunni núna, sinna almennum þingstörfum og síðan láta formlega af störfum um leið og nýr innanríkisráðherra hefur verið ráðinn. Erlent 5.9.2022 18:50 Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41 Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. Erlent 5.9.2022 16:31 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. Erlent 5.9.2022 16:28 Hæstiréttur Kenía staðfestir úrslit kosninganna Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl. Erlent 5.9.2022 15:10 Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. Erlent 5.9.2022 14:01 Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Erlent 5.9.2022 13:20 Alvarlega slösuð eftir hákarlaárás á Hawaii Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar. Erlent 5.9.2022 12:56 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Erlent 5.9.2022 12:16 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 5.9.2022 11:39 Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23 Níu saknað eftir að flugvél hrapaði í Washington Einn er látinn og níu er saknað eftir að flugvél hrapaði í Puget-sund í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Leit að fólkinu stendur enn yfir en ekki er vitað hvers vegna flugvélin hrapaði. Erlent 5.9.2022 09:46 Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. Erlent 5.9.2022 09:15 Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. Erlent 5.9.2022 08:01 Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Erlent 5.9.2022 07:43 Átta fjallgöngumenn látnir á eldfjalli á Kamtsjaka Átta fjallgöngumenn eru látnir eftir að hafa reynt að klífa eldfjallið Klyutsjevskaja Sopka á Kamtsjaka-skaga, austast í Rússlandi, um helgina. Erlent 5.9.2022 07:32 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. Erlent 5.9.2022 07:13 Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. Erlent 5.9.2022 06:47 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. Erlent 4.9.2022 22:33 Kleif Glerbrotið berfættur Ungur Breti var handtekinn í Lundúnum í dag fyrir að hafa í leyfisleysi klifið skýjakljúfinn Glerbrotið í morgun. Það gerði hann berfættur. Erlent 4.9.2022 20:14 « ‹ 228 229 230 231 232 233 234 235 236 … 334 ›
„Feiti Leonard“ slapp úr stofufangelsi Leonard Glenn Francis, oftast kallaður, „Feiti Leonard“, slapp úr stofufangelsi í dag eftir að hann skar á ökklaband sitt. Dómsuppkvaðning í máli hans var á dagskrá eftir þrjár vikur. Erlent 6.9.2022 13:39
Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Erlent 6.9.2022 13:00
Sá eftir því að hafa flúið dýragarð þegar það fór að rigna Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli. Erlent 6.9.2022 11:41
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. Erlent 6.9.2022 11:26
Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Erlent 6.9.2022 10:48
Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. Erlent 6.9.2022 08:59
Á fjórða tug almennra borgara féll í sprengjuárás Þrjátíu og fimm almennir borgarar féllu í sprengjuárás sem gerð var í norðurhluta Búrkína Fasó í gær og þrjátíu og sjö særðust. Sprengingin varð þegar bifreið í verndarfylgd keyrði á sprengju. Erlent 6.9.2022 08:00
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Erlent 6.9.2022 07:23
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. Erlent 5.9.2022 22:54
Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. Erlent 5.9.2022 22:26
Priti Patel segir af sér í kjölfar sigurs Truss Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur skilað afsagnarbréfi til Borisar Johnson, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Hún segist vilja hætta í framlínunni núna, sinna almennum þingstörfum og síðan láta formlega af störfum um leið og nýr innanríkisráðherra hefur verið ráðinn. Erlent 5.9.2022 18:50
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41
Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. Erlent 5.9.2022 16:31
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. Erlent 5.9.2022 16:28
Hæstiréttur Kenía staðfestir úrslit kosninganna Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl. Erlent 5.9.2022 15:10
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. Erlent 5.9.2022 14:01
Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Erlent 5.9.2022 13:20
Alvarlega slösuð eftir hákarlaárás á Hawaii Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar. Erlent 5.9.2022 12:56
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Erlent 5.9.2022 12:16
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 5.9.2022 11:39
Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23
Níu saknað eftir að flugvél hrapaði í Washington Einn er látinn og níu er saknað eftir að flugvél hrapaði í Puget-sund í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Leit að fólkinu stendur enn yfir en ekki er vitað hvers vegna flugvélin hrapaði. Erlent 5.9.2022 09:46
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. Erlent 5.9.2022 09:15
Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. Erlent 5.9.2022 08:01
Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Erlent 5.9.2022 07:43
Átta fjallgöngumenn látnir á eldfjalli á Kamtsjaka Átta fjallgöngumenn eru látnir eftir að hafa reynt að klífa eldfjallið Klyutsjevskaja Sopka á Kamtsjaka-skaga, austast í Rússlandi, um helgina. Erlent 5.9.2022 07:32
Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. Erlent 5.9.2022 07:13
Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. Erlent 5.9.2022 06:47
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. Erlent 4.9.2022 22:33
Kleif Glerbrotið berfættur Ungur Breti var handtekinn í Lundúnum í dag fyrir að hafa í leyfisleysi klifið skýjakljúfinn Glerbrotið í morgun. Það gerði hann berfættur. Erlent 4.9.2022 20:14