Erlent Þáttastjórnandi kappræðanna féll í yfirlið Hætta þurfti útsendingu á leiðtogakappræðum breska íhaldsflokksins á milli þeirra Rishi Sunak og Liz Truss í gær þegar þáttastjórnandinn féll í yfirlið. Erlent 27.7.2022 07:06 Kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö á Filippseyjum Að minnsta kosti tvö eru látin eftir að kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö reið yfir á Filippseyjum í nótt. Upptök jarðskjálftans voru á norðanmegin á stærstu eyju landsins um 300 kílómetra frá höfuðborginni Manila. Erlent 27.7.2022 06:50 Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. Erlent 26.7.2022 23:41 Læknanemar í Michigan gengu út í mótmælaskyni Tugir læknanema við Michigan háskóla í Bandaríkjunum gengu út af sinni eigin hátíðarathöfn á dögunum vegna fyrri ummæla próferssors við háskólann um þungunarrof. Erlent 26.7.2022 19:44 Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Erlent 26.7.2022 16:08 Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. Erlent 26.7.2022 11:38 Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 26.7.2022 10:43 Segja niðurstöður rannsóknar á grameðlum rangar Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni. Erlent 26.7.2022 10:26 Ólöglega bruggað áfengi varð 28 að bana Að minnsta kosti 28 eru látin og um sextíu alvarlega veik eftir að hafa drukkið ólöglega bruggað áfengi sem búið var að blanda með óþekktum efnum í Gujarat-fylki. Erlent 26.7.2022 10:11 Nóbelsverðlaunahafinn David Trimble er látinn Norður-Írinn David Trimble er látinn. Trimble hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt John Hume fyrir þeirra þátttöku í gerð Good Friday-sáttmálans. Erlent 26.7.2022 08:11 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. Erlent 26.7.2022 07:38 Reglulegir lúrar tengdir við aukna hættu á heilablóðfalli og háum blóðþrýstingi Fólk sem fær sér oft lúr er líklegra til þess að þróa með sér háan blóðþrýsting og fá heilablóðfall, ef marka má niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar. Aðstandendur hennar segja niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að horfa til svefns þegar kemur að því að leggja mat á áhættuna. Erlent 25.7.2022 20:25 Þrjú látin eftir skotárás í Langley í Kanada Þrjú eru látin eftir skotárás í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu, árásarmaðurinn með talinn. Erlent 25.7.2022 19:30 Sveppahringur slær heimsmet Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar. Erlent 25.7.2022 16:08 Minnst einn látinn í röð skotárása í Kanada Skotið var á nokkurn fjölda einstaklinga í röð skotárása í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu í morgun að sögn kanadísku lögreglunnar. Minnst einn lést í árásunum og hefur karlmaður verið handtekinn grunaður um aðild að þeim. Langley er staðsett rétt utan við Vancouver, um 40 kílómetra suðaustur af borginni. Erlent 25.7.2022 15:21 Árásargjarni innbrotsapinn hættir ekki og gæti átt sér vitorðsapa Árásargjarn api sem hefur brotist inn til fólks í borginni Yamaguchi í Japan hefur ekki enn náðst og halda árásir hans áfram. Alls hafa 42 lent í klóm apans á síðustu vikum. Erlent 25.7.2022 14:10 Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. Erlent 25.7.2022 13:58 Stjórnarandstæðingur handtekinn í Rússlandi Rússneski stjórnmálamaðurinn Leonid Gozman var í dag handtekinn af lögregluþjónum í Moskvu. Gozman er leiðtogi stjórmálaflokksins Bandalag hægriafla. Erlent 25.7.2022 12:45 Sex ára stúlka og foreldrar hennar skotin til bana á tjaldstæði Sex ára gömul stúlka var skotin til bana ásamt foreldrum sínum í Iowa í Bandaríkjunum fyrir helgi. Fjölskyldan var í útilegu í Maquoketa Caves þjóðgarðinum þegar voðaverkið átti sér stað. Erlent 25.7.2022 12:03 Framkvæmdastjórn ESB gefur notkun bólusóttarbóluefni gegn apabólu grænt ljós Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt að bóluefni fyrir bólusótt verði notað gegn apabólunni. Von er á 1.400 slíkum skömmtum til Íslands í haust. Erlent 25.7.2022 11:48 Björguðu fjórtán ára strák frá drukknun með aðstoð dróna Lífvörðum á strönd borgarinnar Gandia á Spáni tókst að bjarga fjórtán ára strák frá drukknun með því að notast við dróna. Drengurinn var sendur á spítala eftir atvikið en var útskrifaður þaðan innan við sólarhring seinna. Erlent 25.7.2022 11:10 Seglfiskur stakk konu í Flórída Kona var stungin af kyrrahafsseglfisk við strendur Flórída-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan var stunginn í nárann er hún stóð við hliðina á veiðimanni sem var með fiskinn á línunni. Líðan konunnar er stöðug. Erlent 25.7.2022 10:16 Þrír skotnir til bana við útskriftarathöfn í Filippseyjum Þrír voru skotnir til bana við úrskriftarathöfn úr háskólanum Ateneo de Manila á höfuðborgarsvæði Filippseyja í gær. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir eftirför lögreglu en hann hafði reynt að flýja vettvang. Erlent 25.7.2022 07:38 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu Erlent 25.7.2022 07:29 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. Erlent 25.7.2022 07:18 Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. Erlent 25.7.2022 06:48 Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir. Erlent 24.7.2022 23:04 Tekinn af lífi fyrir að kveikja í fyrrverandi eiginkonu sinni í beinu streymi Kínverskur karlmaður var í gær tekinn af lífi í heimalandi sínu fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni. Konan var í beinu streymi þegar morðið átti sér stað. Erlent 24.7.2022 20:51 Eldgos hafið í Japan Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á. Erlent 24.7.2022 18:08 Skákvélmenni fingurbraut sjö ára barn Skákvélmenni fingurbraut sjö ára dreng í Moskvu í síðustu viku. Sergey Lazarev, formaður rússneska skáksambandsins, segir atvikið ekki vera gott. Erlent 24.7.2022 17:44 « ‹ 243 244 245 246 247 248 249 250 251 … 334 ›
Þáttastjórnandi kappræðanna féll í yfirlið Hætta þurfti útsendingu á leiðtogakappræðum breska íhaldsflokksins á milli þeirra Rishi Sunak og Liz Truss í gær þegar þáttastjórnandinn féll í yfirlið. Erlent 27.7.2022 07:06
Kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö á Filippseyjum Að minnsta kosti tvö eru látin eftir að kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö reið yfir á Filippseyjum í nótt. Upptök jarðskjálftans voru á norðanmegin á stærstu eyju landsins um 300 kílómetra frá höfuðborginni Manila. Erlent 27.7.2022 06:50
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. Erlent 26.7.2022 23:41
Læknanemar í Michigan gengu út í mótmælaskyni Tugir læknanema við Michigan háskóla í Bandaríkjunum gengu út af sinni eigin hátíðarathöfn á dögunum vegna fyrri ummæla próferssors við háskólann um þungunarrof. Erlent 26.7.2022 19:44
Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Erlent 26.7.2022 16:08
Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. Erlent 26.7.2022 11:38
Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 26.7.2022 10:43
Segja niðurstöður rannsóknar á grameðlum rangar Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni. Erlent 26.7.2022 10:26
Ólöglega bruggað áfengi varð 28 að bana Að minnsta kosti 28 eru látin og um sextíu alvarlega veik eftir að hafa drukkið ólöglega bruggað áfengi sem búið var að blanda með óþekktum efnum í Gujarat-fylki. Erlent 26.7.2022 10:11
Nóbelsverðlaunahafinn David Trimble er látinn Norður-Írinn David Trimble er látinn. Trimble hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt John Hume fyrir þeirra þátttöku í gerð Good Friday-sáttmálans. Erlent 26.7.2022 08:11
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. Erlent 26.7.2022 07:38
Reglulegir lúrar tengdir við aukna hættu á heilablóðfalli og háum blóðþrýstingi Fólk sem fær sér oft lúr er líklegra til þess að þróa með sér háan blóðþrýsting og fá heilablóðfall, ef marka má niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar. Aðstandendur hennar segja niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að horfa til svefns þegar kemur að því að leggja mat á áhættuna. Erlent 25.7.2022 20:25
Þrjú látin eftir skotárás í Langley í Kanada Þrjú eru látin eftir skotárás í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu, árásarmaðurinn með talinn. Erlent 25.7.2022 19:30
Sveppahringur slær heimsmet Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar. Erlent 25.7.2022 16:08
Minnst einn látinn í röð skotárása í Kanada Skotið var á nokkurn fjölda einstaklinga í röð skotárása í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu í morgun að sögn kanadísku lögreglunnar. Minnst einn lést í árásunum og hefur karlmaður verið handtekinn grunaður um aðild að þeim. Langley er staðsett rétt utan við Vancouver, um 40 kílómetra suðaustur af borginni. Erlent 25.7.2022 15:21
Árásargjarni innbrotsapinn hættir ekki og gæti átt sér vitorðsapa Árásargjarn api sem hefur brotist inn til fólks í borginni Yamaguchi í Japan hefur ekki enn náðst og halda árásir hans áfram. Alls hafa 42 lent í klóm apans á síðustu vikum. Erlent 25.7.2022 14:10
Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. Erlent 25.7.2022 13:58
Stjórnarandstæðingur handtekinn í Rússlandi Rússneski stjórnmálamaðurinn Leonid Gozman var í dag handtekinn af lögregluþjónum í Moskvu. Gozman er leiðtogi stjórmálaflokksins Bandalag hægriafla. Erlent 25.7.2022 12:45
Sex ára stúlka og foreldrar hennar skotin til bana á tjaldstæði Sex ára gömul stúlka var skotin til bana ásamt foreldrum sínum í Iowa í Bandaríkjunum fyrir helgi. Fjölskyldan var í útilegu í Maquoketa Caves þjóðgarðinum þegar voðaverkið átti sér stað. Erlent 25.7.2022 12:03
Framkvæmdastjórn ESB gefur notkun bólusóttarbóluefni gegn apabólu grænt ljós Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt að bóluefni fyrir bólusótt verði notað gegn apabólunni. Von er á 1.400 slíkum skömmtum til Íslands í haust. Erlent 25.7.2022 11:48
Björguðu fjórtán ára strák frá drukknun með aðstoð dróna Lífvörðum á strönd borgarinnar Gandia á Spáni tókst að bjarga fjórtán ára strák frá drukknun með því að notast við dróna. Drengurinn var sendur á spítala eftir atvikið en var útskrifaður þaðan innan við sólarhring seinna. Erlent 25.7.2022 11:10
Seglfiskur stakk konu í Flórída Kona var stungin af kyrrahafsseglfisk við strendur Flórída-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan var stunginn í nárann er hún stóð við hliðina á veiðimanni sem var með fiskinn á línunni. Líðan konunnar er stöðug. Erlent 25.7.2022 10:16
Þrír skotnir til bana við útskriftarathöfn í Filippseyjum Þrír voru skotnir til bana við úrskriftarathöfn úr háskólanum Ateneo de Manila á höfuðborgarsvæði Filippseyja í gær. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir eftirför lögreglu en hann hafði reynt að flýja vettvang. Erlent 25.7.2022 07:38
Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu Erlent 25.7.2022 07:29
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. Erlent 25.7.2022 07:18
Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. Erlent 25.7.2022 06:48
Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir. Erlent 24.7.2022 23:04
Tekinn af lífi fyrir að kveikja í fyrrverandi eiginkonu sinni í beinu streymi Kínverskur karlmaður var í gær tekinn af lífi í heimalandi sínu fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni. Konan var í beinu streymi þegar morðið átti sér stað. Erlent 24.7.2022 20:51
Eldgos hafið í Japan Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á. Erlent 24.7.2022 18:08
Skákvélmenni fingurbraut sjö ára barn Skákvélmenni fingurbraut sjö ára dreng í Moskvu í síðustu viku. Sergey Lazarev, formaður rússneska skáksambandsins, segir atvikið ekki vera gott. Erlent 24.7.2022 17:44